Kúl, en samt í sjokki!

Guðríður kúlÞað rennur venjulega ísvatn um æðar mér, ég er svo kúl. Slekk elda án þess að óttast og nenni yfirleitt engu kjaftæði, alla vega ekki kéllingamyndum í sjónvarpinu.

En þegar kemur að misrétti breytist vatnajökullinn veraldarvani í frussandi eldfjall. Útvarpsmaður minnti mig á það fyrr í morgun að svissneskar konur fengu kosningarétt þennan dag, eða 7. febrúar 1971.

Ég endurtek: á r i ð  1 9 7 1 !!!

Hefði ekki trúað því að það væri svona stutt síðan. Hvað ætli verði svo langt í jafnrétti?

 

 

Guðríður veikÆtlaði að ná strætó núna 11.47 til Reykjavíkur en eftir samtal við ritstjórann minn áðan ákvað ég bara að vera heima í dag. Hausverkur og eyrnapína eru að bætast við.

Ég dorma bara lasleikann úr mér. Á einhverjar pillur sem leysast upp í vatni, C-vítamín og sólhatt, og þær eru góðar. Svo pantaði ég hvítlauk úr Einarsbúð.

Milli blunda get ég lesið Þrettándu söguna, bókina sem ég byrjaði á í gærkvöldi, loksins,

Gjörsamlega stórskemmtileg bók sem kom út fyrir síðustu jól. Nammi, namm!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Góðan bata, enginn ætti að þurfa að þola eyrnarbólgu. Farðu bara vel með þig.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.2.2007 kl. 12:36

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Góðan bata, enginn ætti að þurfa að þola eyrnarbólgu. Farðu bara vel með þig. Hugsaðu þér að Dolinda, konan hans pabba, sem var svissnesk, dó áður en kosningarétturinn fékkst. Henni þótti vænt um landið sitt en bjó á Íslandi m.a. til að njóta meira frelsis. En ekki gleyma því að fram til ársins 1983 voru aðeins 3 þingmenn af 60 konur hér á Íslandi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.2.2007 kl. 12:39

3 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Æ, farðu vel með þig og drekktu nógu mikið heitt, það er svo gott fyrir ónæmiskerfið!  Hvítlaukur, engifer, fjallagrös, c-vítamín, sítrónur, chili og fleira duga vel.  Ef þú átt t.d. engifer og fjallagrös ættirðu að sjóða upp á því og drekka seyðið.  Óbrigðult að bakteríurnar flýja í ofboði. 

Guðrún Eggertsdóttir, 7.2.2007 kl. 12:42

4 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Nógu mikið af heitum drykkjum, á ég við

Guðrún Eggertsdóttir, 7.2.2007 kl. 12:43

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

oohhh, láttér batna fljótt!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 7.2.2007 kl. 12:54

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þori ekki annað en að hlýða ykkur. Ætla að drekka heitt, því miður á ég ekki engifer ... bara c-vítamín pillu og hvítlaukur er á leiðinni frá Einarsbúð ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 13:10

7 Smámynd: www.zordis.com

Mig langar í Kanil te með blómahunandi og sítrónu!  en er með þeyttann kaldann ananas herbasheik!  Hvítlaukur er kúl! 

www.zordis.com, 7.2.2007 kl. 13:45

8 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

Takk fyrir að vilja gerast bloggvinur minn. Þú ert sá fyrsti, var soldið hissa að sjá að einhver hafði strax lesið síðuna sem ég var að enda við. Vonandi færðu heilsuna þína aftur sem fyrst.

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 7.2.2007 kl. 14:16

9 Smámynd: bara Maja...

Bara að tjekka og sendi hlýja strauma eins og ég lofaði. láttu þér batna, nenni ekki að bjóða þér með á árshátíðina ef að þú ætlar að vera með hor í nös.

bara Maja..., 7.2.2007 kl. 14:23

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er kona og ég er maður. Ég er jöfn innan í mér og fyrir utan mig. Hvort einhverjar ræfilskarltuskur með gamaldags og úrelt hugarfar sjá það er ekki mitt mál. Mitt mál er það sem ég sé. Og ég sé langt og ég sé jafnrétti í verki. Af hverju?

Af því að ég trúi því að eins og við hugsum þannig verður veröldin. Og ég veit hvað ég hugsa.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.2.2007 kl. 15:28

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góðan bata, kæri blogggúrúinn minn. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.2.2007 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 611
  • Frá upphafi: 1529669

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband