Hörð skoðanaskipti í bloggheimum

Gamli lektorinn minn í hagnýtri fjölmiðlun, Guðbjörg Hildur Kolbeins, http://kolbeins.blog.is/blog/kolbeins/?nc=1  skrifar um tilfinningaklám í Kastljóssþættinum þar sem Breiðavíkurdrengirnir voru í viðtali.

Sigmar http://sigmarg.blog.is/blog/sigmarg/?nc=1 svarar henni fullum hálsi í nýjustu færslu sinni og vísar á síðu hennar.

Stefán Pálsson, hatursmaður Moggabloggsins, http://kaninka.net  skrifar á svipaðan máta og Guðbjörg um þáttinn og nokkrir eru sammála honum. Einn kommentarinn gerðist reyndar svo ósvífinn að ráðast gegn Þóru, einni uppáhaldssjónvarpskonunni minni ... alltaf ómálefnalegt þegar farið er út í eitthvað svona, finnst mér.  

Það er nú meira fjörið í bloggheimum og ég kýs að halda mig í örygginu á hliðarlínunni. Enda hef ég ekki séð þennan umdeilda þátt þótt ég hafi lesið ófáar bloggfærslur um málið. Aftur á móti finnst mér frábært að þetta hafi verið opinberað og vona að „drengirnir“ fái bætur í einhverju formi frá ríkinu þótt seint sé. Þetta er hneyksli.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Skoðanaskipti eru holl en ég segi eins og þú, hliðarlínan   Maður getur ekki dæmt um það sem maður hefur ekki séð, ekki nema af bloggsíðum vina!  Þótt bætur komi þá er væntanlega töluvert seint í rass gripið og úr litlu bætt.  Kanski smá uppreisn æru?  Veit ekki .........  Ég er gestur númer 177 þvertalan 6 sem þýðir að ég á gott kvöld framundan! 

www.zordis.com, 7.2.2007 kl. 17:52

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, mjög gott kvöld ... sama hver talan hefði verið, held ég! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 17:58

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Tíhíhíhí ... en þegar umferðin jókst á síðuna mína, smátt og smátt, á (blog.central.is/gurrihar) fékk ég fyrsta haturskommentið mitt. Það var skrýtið. Held að ég vilji ekki vera nær toppnum ... þar er kalt og þar eru svívirðingar. Þetta með að hoppa hátt upp er nú bara í gríni. Ég hef ekkert í þessa hákarla og vil bara blogga meinleysislega um ævintýraríkar strætóferðir! Haturskommentinu var einmitt beint að hundleiðinlegu spjalli sem sýndi að ég ætti mér ekkert líf, heheheheh! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 19:05

4 Smámynd: Svava S. Steinars

Ég er númer 221 - dettur bara ekkert í hug varðandi þá tölu.  Ég er á þeirri skoðun að þessi umfjöllun Kastljóssins hafi verið góð að því leiti að hún skilur eftir sig langvarandi áhrif hjá fólki, þetta er ekki bara einhver grein í DV og svo búið.  Gott hve mikil umræða skapast, það þarf að velta svona málum upp og sópa vel í öllum hornum.  Þetta er kannski ekki þægilegt sjónvarpsefni - en sannleikurinn er ekki alltaf þægilegur, er það ?

Svava S. Steinars, 7.2.2007 kl. 19:35

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hjartanlega sammála! Vona að í kjölfarið verði fleiri svona mál upplýst! Þau eru án efa til!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 19:44

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ég röflaði um þetta á ircrásinni minni, læt bloggið vera

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 7.2.2007 kl. 20:24

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hef sterkar skoðanir á þessu.... þannig að ég ákvað bara að segja "hæ" og þegja um annað

Heiða B. Heiðars, 7.2.2007 kl. 20:54

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skessan mín, þú mátt segja það sem þér býr í brjósti hvenær sem er. Ég er heldur ekki skoðanalaus heldur í þessu máli, frekar en öll þjóðin! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 21:01

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vona að þeir fái góðar bætur hvort sem þú verður næstbesta vinkonan eður ei ...

Ég hef ekki enn lagt í að horfa á Kastljóssþáttinn, skæli eflaust yfir honum um helgina.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 21:12

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

243=þversumma 9 = heilög tala. Hef ekki grænan grun um hvað það táknar.  Hliðarlínan er fín í svona spjalli, skal taka syrpu um þessi málefni við þig á 2ja manna (og þó það væri 9 manna) tali, kannski í afmæli, kannski fyrr, kannski síðar. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.2.2007 kl. 21:15

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Líst vel á 2ja manna og vonandi fyrr en síðar!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 21:21

12 Smámynd: Ólafur fannberg

hliðarlínan virkar best hehehehe......

Ólafur fannberg, 7.2.2007 kl. 22:32

13 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég lagði í þættina, horfði á þá báða á netinu.  Og ég grét.  Sársaukinn leynir sér ekki.  Ég veit af raun hversu sár kynferðisleg misnotkun er.  Mér finnst ofur eðlilegt að mennirnir felli tár, þeir eru fyrst að opna þetta núna, eftir áratugaþögn.  Þeir eru hetjur.

Þetta er mín skoðun!!! 

SigrúnSveitó, 7.2.2007 kl. 22:37

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þú veist ekki hvað þú ert að segja kona

Annars finnst mér nóg talað um þetta mál... kominn tími á aðgerðir. Þannig að ég ætla að nota orkuna í að reyna að hafa áhrif á það frekar en að spæna upp lyklaborðið.  

Heiða B. Heiðars, 7.2.2007 kl. 22:49

15 Smámynd: SigrúnSveitó

góð hugmynd

SigrúnSveitó, 7.2.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 309
  • Sl. viku: 1482
  • Frá upphafi: 1504441

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1295
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Jólatré
  • Þvottavél og þurrkari
  • Leki

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband