Hversdagshetjan

Spjallaði við gamla vinkonu áðan sem lífið hefur ekki alltaf farið mjúkum höndum um. Erfitt hjónaband, ömurlegur skilnaður, veikindi, fátækt og basl.

Einu sinni bjó hún um tíma á svokölluðu mæðraheimili, varð ófrísk 17 ára og barnsfaðirinn vildi ekkert með hana hafa þá. Hann varð reyndar löngu síðar fyrrverandi maðurinn hennar og þá voru börnin orðin þrjú.

Hún er utan af landi og átti enga að í Reykjavík. Var of stolt til að fara heim í sveitina með skottið á milli fótanna og mæðraheimili var eina lausnin sem hún fann. Hún bjó auðvitað ekki við misþyrmingar á þessu mæðraheimili en henni leið ákaflega illa þarna. Aginn var fáránlega strangur, eins og í heimavistarskóla fyrir vandræðabörn, og hún líka upplifði líka mikla fyrirlitningu fyrir að hafa komið sér í þessa stöðu.

Hún lenti þó ekki í því sama og kornung móðir þarna en það var legið í henni að gefa barnið sitt. Henni sagt að hún gæti aldrei komið því til manns svona ein og óstudd. (Hún gaf það ekki!)

Vinkona mín hugsar til þessa tíma með hryllingi og segir að eftir á að hyggja hefði munað hana öllu að finna fyrir virðingu og kærleika. Hún var svo niðurbrotin á þessum tíma. Henni fannst starfið þarna unnið af skyldurækni við „þessar“ konur. Ég veit ekki hvort svona mæðraheimili á borð við þetta séu enn við lýði, ég vona ekki. Vissulega var þetta hjálp á sinn hátt við ungar, fátækar mæður en þarna skorti tilfinnanlega uppbyggjandi aðstoð.

Núna, c.a. 15 árum eftir skilnaðinn, býr vinkona mín í góðri íbúð með börnum sínum og er í frábærri vinnu þrátt fyrir litla menntun. Hún er með rúmlega helmingi hærri laun en ég og lifir góðu lífi. Ég tek það fram að hún hefur ekki gifst aftur.

Til eru margar sögur um hversdagshetjur á borð við þessa vinkonu mína, ég held að við þekkjum öll eina eða tvær!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

öll þekkjum við einhverjar hversdagshetjur

Ólafur fannberg, 7.2.2007 kl. 22:45

2 Smámynd: SigrúnSveitó

ooohhh, ég var einu sinni í 3 daga í kvennaathvarfi í Danmörku...það voru ömurlegir dagar.  Dóttir mín borðaði ekki þessa daga sem við vorum þarna.  Það var lítið sem ekkert starfsfólk og þetta var kaldur og sorglegur staður.  Á t.d. svona stað þarf starfsfólk því konur og börn eru í molum andlega, tilfinningalega og oftar en ekki líkamlega. 

SigrúnSveitó, 7.2.2007 kl. 22:49

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Gleymdi að segja *takk* fyrir móttökurnar sem börnin mín fengu hjá þér í kvöld...og reyndar fá alltaf.  Enda eru þau mjög hrifin af Gurrí sinni

SigrúnSveitó, 7.2.2007 kl. 22:54

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ó, þau eru svo æðisleg!Vona að hún dóttir þín syndi sem mest fyrst ég hét á hana! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 22:57

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Man eftir einum bankastjóra sem ég fór einu sinni til í vandræðum mínum þegar allt var í klessu vegna ákvarðana stjórnvalda um að aftengja launavísitöluna við lánskjaravísitöluna sem setti þúsundir manna á götuna. Mig líka. Hann horfði á mig og sagði svo...að ég væri barnaleg og heimsk að láta fara svona með mig og mína.

Held það hafi þá verið sem ég tók þá ákvörðun að finna mér líf án þessa kerfis sem hafði ekki hugmynd um hvað það var að gera fólkinu sínu. Fattaði að þeim var skítsama. Og að ég yrði að finna leið framhjá svona fávitum. Þegar hann kíkti í tölvuna sína og sá ferilskránna mína....sagði hann " Úff SVONA FÓLK"

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.2.2007 kl. 22:57

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá .... þvílíkur hrokagikkur! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 23:11

7 Smámynd: www.zordis.com

Depurð má víða finna.  Fyrir utan að þegar fólk býr í andlegri kreppu og tilfinningalegu sjokki þá er voðalega gott að fá stuðning í formi hlýju þó ekki sé nema eitt bros.  Svo kvartar maður yfir öllu og engu, maður skildi líta sér nær!

www.zordis.com, 7.2.2007 kl. 23:22

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég verð alltaf svolítið sorgmædd að heyra svona sögur og þessi er svo sannarlega ekki sú eina. Mannfyrirlitning (og ekki síst afbrigðið kvenfyrirliting) er því miður enn við lýði svo allt of víða. Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að vinna út frá þeirri grundvallarhugmynd að allir hafi eitthvað til brunns að bera. Svo ef vel gengur þá er þá alltaf hægt að hugga sig við að hafa ekki dæmt fólk, ef illa gengur þá má jafnvel hugsa fyrir alvöru úrræðum (án fordóma).

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.2.2007 kl. 23:23

9 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Ótrúlegt hvað lagt er á suma og gleðilegt að frétta af því þegar fólk finnur leið til að rísa upp aftur.  Við þekkjum vonandi flest svoleiðis sögur; af sigrum hvunndagshetjunnar.

Guðrún Eggertsdóttir, 8.2.2007 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 248
  • Sl. viku: 1886
  • Frá upphafi: 1493494

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1522
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Mia_litla
  • Eftirlaunaaldurinn
  • Hirðrafvirkinn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband