Völva Vikunnar sannspá

völvanUm miðjan desember tókum við á Vikunni árlegt viðtal við völvuna okkar. Það sem okkur fannst einna merkilegast var að hún sagði að Kristinn H. Gunnarsson myndi ganga til liðs við Frjálslynda! Okkur fannst það ekki trúlegt. En hvað hefur ekki komið á daginn?

Það er áreiðanlega afar erfitt að spá fyrir um framtíðina, sumt rætist og annað ekki, en flestum finnst svona spádómar vera skemmtilegur samkvæmisleikur.

Nú bíðum við bara spennt. Hvað rætist næst? Best að kíkja á völvuspána aftur. Eina sem ég man í augnablikinu er að völvan sagði að Gorbashev, fyrrum forseti Sovétríkjanna, myndi látast á árinu. 

Stundum hefur völvan sagt hluti sem rætast ekki fyrr en einu eða tveimur árum seinna, eins og hún sá t.d. mikið hneyksli hjá sértrúarsöfnuði 2004 eða 2005 sem kom ekki fram það árið en rifjaðist upp þegar Byrgismálið tröllreið öllu. Spákonur segja margar að það sé erfitt að segja til um tímann ... og það er greinilega rétt.


mbl.is Kristinn H. Gunnarsson velkominn til liðs við frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man eftir því að völvan spáði því fyrir svo mörgum árum að ég man ekki hvenær það var. Þá spáði hún því að það yrði álver í hverjum fjórðungi. Mér hefur oft verið hugsað til þessar spár. Ég man það vel að með fylgdi teiknuð mynd þar sem teiknað var álver inn í hvern fjórðung. Og hvað mér fannst þetta fáránlegt! Þegar ég reyni að rifja þetta upp held ég að þetta hafi verið svona um 1974- 1978.

Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 22:17

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, ég vissi ekki af þessu, enda bara unnið hjá Vikunni síðan 2000. Takk fyrir þetta innlegg

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.2.2007 kl. 22:19

3 Smámynd: Sævar Már Sævarsson

Það er ekki gott að vera Gorbashev um þessar mundir.  En ef Klingenberg fær að fara frjálslega með tímasetningar ofan í frekar óljósar spár um hina og þessa atburði,  tja, hvað eruð þið að borga henni mikið annars?  Þið getið fengið mig til að spá fyrir hálfvirði.

Sævar Már Sævarsson, 8.2.2007 kl. 22:23

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahha, Sigríður Klingenberg er EKKI völva Vikunnar. Hún var það einu sinni, eins og kom fram í Vikunni í kringum 2000-2001!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.2.2007 kl. 22:29

5 Smámynd: Karolina

Veit ekki hvað það er en hef ekki haft mikla trú á völvum eða spákonum, en svo allt i einu kemur eitthvað svona sérstakt fram og það fær mann alltaf til að hugsa  " það skyldi þó aldrei vera eitthvað til í þessu öllu saman "

Karolina , 8.2.2007 kl. 22:32

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Eitthvað í rökræna hluta heilafruma minna segir mér að ekki sé í rauninni hægt að spá. Það er innmúruð hugsanavilla í slíku. EN, margt er skrýtið í mannhausnum og tilverunni ekki síður en í kýrhausnum.  Samstarfskona mín spáði fyrir mér einu sinni þvílíkri steypu, að ég bara hló. 2 árum síðar hafi allt ræzt. ALLT. Þegar ég tjáði henni þetta, hló hún og sagði, "saggði ég það já?" Hún hét Sigríður en var ekki Klingenberg og er nú komin á grænu eilífðargrundirnar, b.s.m.h.

En blogggúru mínn, hvernig fæ ég athugasemdirnar til að líta svona snyrtilega út, í römmum og allt?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.2.2007 kl. 23:12

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

PS: Gleymdi að minnast einu sinni enn á hvað fyrirsætan á forsíðu Vikunnar er ljómandi falleg og gerðarleg. Það mætti alveg sjást meira í hana, samt. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.2.2007 kl. 23:13

8 Smámynd: www.zordis.com

Mér finst alltaf svolítið gaman af þessum spákonum og körlum.  Ég hef prófað sjálf og tek þessu af mikilli gleði og með ólíkindum þá hefur margt komið fram og ótrúlegustu hlutir.  Ég keypti Vikuna með völvunni ................ og get því fylgst með

www.zordis.com, 8.2.2007 kl. 23:16

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fínu flottu rammarnir eru bara svona ... ég gerði ekkert, nema kannski óvart. Ég skal kíkja í stjórnborðið mitt og athuga hvað ég finn, mín kæra GAA.

Held að maður eigi að taka spádómum varlega. Bara hafa gaman af þessu, það er svo margt fólk þarna úti sem er hæfileikalaust en hefur sannfæringarkraft sem það nýtir sér til að blekkja fólk. En það er vissulega til gott fólk í þessum bransa og sumt bara ansi magnað!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.2.2007 kl. 23:27

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já konurnar á forsíðu vikunnar eru bara ansi hreint undurfagrar allar saman..ha? Guðný ég held að þetta með rammana fylgi bara sumum "útlitum" árstíðarútlitin eru held ég öll með svona fína ramma umm athugasemdir og á öðrum rennur hreinlega allt saman eins og hjá þér, ávaxtaútlitin eru með hræðileg athugasemdabox. Það er hægt að spá en ég velti fyrir mér hvað fólk er að spá.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.2.2007 kl. 00:26

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég sendi einmitt Guðnýju Önnu þetta með útlitið á hennar eigin síðu. Kannski verður hún orðin HAUST eins og ég (minnir mig) á morgun eða hinn? Maður gerir nú ýmislegt fyrir svona flott box.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.2.2007 kl. 00:31

12 Smámynd: Svava S. Steinars

Já, Gobbi greyið fer að svitna ef einhver sendir honum Völvuspá Vikunnar þýdda á rússnesku.  Hef farið til spákonu og margt verið rétt sem hún sagði um fortíðina, en minna gengið eftir það sem hún sagði um framtíðina.  Spáði samt rétt fyrir dauða pabba.  En hún spáði líka að ég ætti eftir að eignast dreng þegar dóttir mín væri á fermingaraldri.  Hún fermist 25. mars... er einhver til í barneignir með mér ?

Svava S. Steinars, 9.2.2007 kl. 01:08

13 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gleðst alltaf þegar völva Vikunnar reynist sannspá af því mér finnst svo vonlaus tilhugsun að halda að einmitt núna sé runnin upp sú stund að við getum skýrt allt með rökhugsun. Rökhugsun segir okkur kannski að það sé ekki hægt að vera forspár, en svo höfum við mýmörg dæmi um hið gagnstæða - og það er miklu meira spennandi. Og hvað er þessi stóri ónotaði hluti heilans að gera?

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.2.2007 kl. 01:54

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vert þú ekkert að auglýsa eftir mönnum hér á minni síðu, frá Svava Svanborg!!!  og það til undaneldis!!! Hlakka til að sjá ykkur á morgun.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.2.2007 kl. 07:55

15 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 9.2.2007 kl. 08:09

16 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Svakalega flott fyrirsæta utaná Völvuvikunni.  Eitthvað svo dulúðug og kúl

Guðrún Eggertsdóttir, 9.2.2007 kl. 16:02

17 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Sammála Önnu varðandi það, að ekki sé unnt að skýra allt með rökhugsun. Við erum svo stutt komin, grey-manneskjurnar, að við getum varla skýrt rökhugsun!! Og vissulega er margt í umhverfinu þannig vaxið að við getum ekki skýrt það og skilið með okkar "venjulegu" & "hversdagslegu" tækjum. Það er einmitt það sem er svo spennandi, finnst mér. Margföldunartaflan er t.d. afar nytsamleg og rökrétt, en gasalega óspennandi. Og lotukerfið ... - Takk fyrir ábendingar um annað síðu-útlit, allt fyrir boxin, right Gurrí! Reyni, reyni  

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.2.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 34
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 1283
  • Frá upphafi: 1513021

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 1089
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Straujárn
  • Stráksi
  • Hnetusmjör

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband