Og enn af tvíburum

Stóra systir sem býr á Skaganum líka hringdi í mig í gær og var þá stödd í dýrabúð. Fyrir langa löngu minntist ég á við hana að mig langaði til að gefa kisunum mínum eitthvað annað en hamborgara og franskar (whiskas, sem kettirnir elska en fitna mikið af). Systir mín var að kaupa hollan mat fyrir köttinn sinn og datt í hug að kaupa fyrir Kubb og Tomma í leiðinni, góð og hugulssöm við bíllausa systur sína. 

 HerecomestroubleSvo fór hún að tala um tvíburana í fjölskyldunni ... en hún er amma Úlfs og Ísaks ... og er eiginlega rosalega montin (sætir krakkar og svo rennur þingeyskt blóð í æðum okkar). Hún er hrædd um að sýna íhlutun og afskiptasemi gagnvart litlu fjölskyldunni en um daginn gat hún alls ekki stillt sig og sýndi mikla "frekju" að eigin mati en það gat ekkert komið í veg fyrir að hún gerði þetta. Úlfur og Ísak höfðu fengið mjög fallega tvíburagalla, eða með sitt hvorri merkingunni á maganum. Annar strákurinn fékk á sínum galla: HERE COMES og hinn fékk TROUBLE! Yfirleitt er þetta haft á sama bolnum ...

Mér fannst þetta ógeðslega fyndið en systir mín segir að orðin hafi mátt. Hún horfði nefnilega á hina stórkostlegu mynd What the Bleep do we Know? Sem fékk mig til að fara aldrei í bað nema í rosalega góðu skapi ... (kíkið á myndina ef þið hafið ekki séð hana). Ég efast reyndar um að að húmorísk föt búi til hrekkjalóma og vanræðadrengi ... en það er kannski aldrei of varlega farið.  Ísak, alveg að sofna, og Úlfur

Hér er ný mynd af tvíburunum en ég stal henni beint af síðunni þeirra án þess að hika. Fékk einu sinni leyfi ... en ég minntist ekkert á að ég þyrfti bara eina ... múahahhaahha!

Skyldi ég verða tvíburaamma einhvern daginn? Móðir mín er tvíburi, á sér evil twin (djók, en hún er tvíburi) en einhverjir segja að tvíburar erfist bara í kvenlegg. Sjitt, ég hefði átt að eignast dóttur. Að eignast tvíburaömmubörn gæti verið eini möguleiki minn til að fá Guðríði og Guðríði!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

svona er lífið

Ólafur fannberg, 9.2.2007 kl. 08:22

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég veit ekki með þetta með að erfast í kvenlegg...það eru engir tvíburar í okkar fjölskyldu...eða var ekki..fyrr en systir mín eignaðist sína...fyrrverandi tengdamamma hennar er tvíbbi...

Þegar mamma og pabbi bjuggu í Danmörku í kringum 1970 og áttu von á barni (mér) þá voru þau spurð hvor það væru tvíburar í PABBA fjölskyldu...

SigrúnSveitó, 9.2.2007 kl. 08:27

3 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Að orð hafi mátt er einmitt það sem NLP gengur út á - Neuro Linguistic Programming.  Margsannað mál. 

Guðrún Eggertsdóttir, 9.2.2007 kl. 08:38

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þannig að ef ég geng í bol með t.d. áletruninni: FÖGUR, RÍK OG FÖNGULEG! Mun það þá gerast, frú Guðrún?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.2.2007 kl. 08:58

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Fer auðvitað alveg eftir því hvort sá sem les er lesblindur eða útlenskur myndi ég halda.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.2.2007 kl. 09:55

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Asni ... heheheheheheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.2.2007 kl. 10:08

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já sérðu fyrir þér einhvern sem kann lítið í íslensku og fær mögur..lik og fangaleg út úr áprentuninni á fína bolnum þínum.

Hvað gerir Guðríður þá???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.2.2007 kl. 10:50

8 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Þetta fer náttúrulega eftir því hvernig þú upplifir þig.  Þú ræður því alveg hvað þú gerir við þennan bol.  Hins vegar mæli ég með því að það sem þú segir við sjálfa þig, sé sem næst því sem þú vilt fá, sbr. það sem bar bloggað um bílastæðaengilinn í gær.   "What goes around comes around" - er það ekki?  - á hvaða tungumáli sem er...............

Guðrún Eggertsdóttir, 9.2.2007 kl. 12:32

9 Smámynd: www.zordis.com

Kjafta í sig fegurð og ríkidæmi!!!  Ég mæli með þessari aðferð og svo verðum við allar frægar fallegar og ríkar fyrir árið 2008!  Já og Óli þú líka!

www.zordis.com, 9.2.2007 kl. 14:09

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mikið varð ég himinlifandi að sjá að Óli verði  fallegur ríkur og frægur. Verð bara að segja að þetta eru miklar gleðifréttir.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.2.2007 kl. 15:48

11 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hugsaðu þér hvað væri hægt að gera við fimmbura? Og með því að láta þá raðast upp mismunandi. Vá!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.2.2007 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 260
  • Sl. sólarhring: 284
  • Sl. viku: 2075
  • Frá upphafi: 1493479

Annað

  • Innlit í dag: 231
  • Innlit sl. viku: 1707
  • Gestir í dag: 221
  • IP-tölur í dag: 217

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Mia_litla
  • Eftirlaunaaldurinn
  • Hirðrafvirkinn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband