Skrúðgarðurinn

Picture 411Fór á opnun nýja kaffihússins hér á Skaga áðan, ætlaði rétt að hlaupa inn og út, bara óska Maríu til hamingju með Skrúðgarðinn, eins og nýi staðurinn heitir. En svo hitti maður gömlu bekkjarsystkinin, þau Siggu G. sem vinnur á spítalanum og Jón Allans sem er byggðasafnsstjórinn, gamla hrekkjusvínið ... hehehhe og stoppaði ögn lengur. Þarna voru fínar veitingar; snittur og drykkir. Óþarfi að elda kvöldmat í himnaríki.

Ferðaþjónustumiðstöðin við hliðina á kaffihúsinu er ekkert smá flott! Til hamingju, Akranes. Mikið langar mig að plata Svövu og Steingerði með mér í Skrúðgarðinn á morgun! Margir gestir mínir hafa einmitt spurt mig hvort ekki væri kaffihús á Skaganum og nú get ég játað því með góðri samvisku. Þótt Galito sé gott veitingahús þá er það ekki kaffihús!

Ég áttaði mig á því áðan þegar ég skoðaði gömlu myndirnar á veggjunum að nýja kaffihúsið hýsti elsku bókasafnið mitt í gamla daga ... ég kveikti ekki á þessu þegar ég fór þarna um daginn en ég var daglegur gestur þarna. Löggustöðin var í húsinu líka og bæjarskrifstofurnar á efri hæðinni.  

Ingunn RíkharðsdóttirIngunn Ríkharðs, leikskólastjóri, snillingur og golfidjót (eins og hún viðurkenndi fyrir mér), ók mér heim og mun ég verða henni eilíflega þakklát fyrir það. Hún kom í veg fyrir að ég missti af seinni Simpsonsþætti kvöldsins.

Ég veð alltaf úr einu í annað og gleymdi að geta þess í síðustu færslu að stóra systir rakti upp orðið TROUBLE af öðrum tvíburagallanum. Nú er bara spennandi að finna nýtt orð í staðinn. Þegar Ísak kemur hlaupandi með HERE COMES á maganum þá þarf að finna upp eitthvað flott á Úlf. Eða rekja upp Here comes og þýða það bara beint: HÉR KEMUR ... t.d. GÁFNALJÓS eða KRÚTTMOLI eða FRÆNDI GUÐRÍÐAR eða BESTASKINN? Einhverjar hugmyndir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Gott að heyra að þér líst vel á kaffihúsið...þá kannski hætti ég mér þangað fljótlega ...kannski jafnvel áður en ég fer til baunalands...

SigrúnSveitó, 9.2.2007 kl. 20:42

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það verður a.m.k. opið frá 10-18 á morgun og hinn!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.2.2007 kl. 20:51

3 Smámynd: www.zordis.com

Frábært að fá Kaffihús, ég er orðin svo ástfangin af bænum að nú skil ég ástarsambönd er lifna við bréfaskriftir!!!  Ég mæli með að á gallanum standi Úlfur - Wolf - Lobo - Ulf ...  Sérhver er nú snilldin!  Hvetja þessa snillinga út í eitt.

www.zordis.com, 9.2.2007 kl. 21:01

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Heyrðu mig... maður þarf nottla bara að skreppa í latte upp á Skaga svo við getum planað "rokk-tæfu" kvöld

Heiða B. Heiðars, 9.2.2007 kl. 21:54

5 Smámynd: www.zordis.com

rokk-tæfu ?????  kvöld.

www.zordis.com, 9.2.2007 kl. 22:04

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úje, rokktæfukvöld, djö ... líst mér vel á það!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.2.2007 kl. 22:07

7 Smámynd: bara Maja...

Innlitskvitt í kvöld, vá maður má ekki rétt sleppa því að lesa bloggið hjá þér hálfan dag og það tekur mig allt kvöldið að ná þér... sko

bara Maja..., 9.2.2007 kl. 22:33

8 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Svakalega hlýtur það að vera skemmtilegt að uppgötva "gamla" staði upp á nýtt; gamla bókasafnið orðið að Skrúðgarði!  Jahér.  Þú hlýtur að detta reglulega í nostralgíuna, t.d. þegar þú hittir gömlu hrekkjusvínin aftur og alla hina, sem ekki voru/eru hrekkjusvín.

Guðrún Eggertsdóttir, 9.2.2007 kl. 22:35

9 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Hvað segirðu um smá innrætingu á litla frænda og sauma "snillingur" á gallann?

Guðrún Eggertsdóttir, 9.2.2007 kl. 22:36

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Bloggvinamót í Skrúðgarði. Uhm, hljómar vel. Dettur ekkert í hug fyrir krúttmolann. Hvað með bara a la Beatles: "here comes the sun"???

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.2.2007 kl. 22:49

11 identicon

ekki spurning að ég þarf að líta inn á þetta kaffihús

kv. G.Vala (já ég er enn á lífi)

Vala (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 22:50

12 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hvernig er kaffið á kaffihúsinu????? Og hvernig líst þér á þetta með fimmburana?

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.2.2007 kl. 22:56

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta með fimmburana er náttúrlega bara snilld ... og kaffið er mjög gott. Bragðmikil blanda frá Te og kaffi! Hægt verður að fá Kaffi-Gurrí þarna (í alvöru, ég roðna). Þegar hún sótti mig þarna á sunnudaginn og sýndi mér allt og spjallaði spurði hún mig hvort hún mætti kalla einn drykkinn eftir mér en það er latte eins og ég vil hafa hann, ekki of heitan, heldur 150°F, ekki 160°F eins og yfirleitt er afgreitt. Annar kaffidrykkur heitir eftir bæjarstjóranum osfrv. Mín bara að verða fræg!!! 

Þessum tvíburum verður innrætt eitthvað gott, ég vil hafa það á íslensku, ekki Here comes trouble ... heldur ALLT   +   Á FULLU ... eitthvað svoleiðis! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.2.2007 kl. 23:47

14 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gurrí! Jibbí, ég hlakka til að fara á kaffihús og fá Gurríarkaffi. Er þetta virkilega fyrsta kaffihúsið sem lætur sér detta það í hug? Og varstu ekki búin að fatta það, þú ERT fræg. Stolt að hafa náð að kynnast þér áður en þú varðst fræg, ég ég myndi auðvitað ekki láta þig gjalda frægðarinnar ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.2.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 248
  • Sl. viku: 1883
  • Frá upphafi: 1493491

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1519
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Mia_litla
  • Eftirlaunaaldurinn
  • Hirðrafvirkinn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband