Spennuþrungnar mínútur og ársafmæli himnaríkis

Tommi og PalliVá, hvað þetta voru spennandi mínútur sem Einar Bárðarson tók í að velja á milli Fjórfléttunnar hans Palla og Jóhönnu hennar Ellýjar.

Mér hafa borist njósnir af því að mórallinn í liðinu hans Palla sé geggjaðislega góður og það kemur auðvitað ekkert á óvart.

Snilld hjá Einari að halda enn öllum sínum keppendum inni.

Ég hef horft öðruvísi á keppnina eftir að Ellý hamaðist á þessu með X-Factorinn sem fólk þarf að búa yfir. Horfi gagnrýnni núna! Æ, ég elska svona þætti!

 
Anne Nicole og sonurinn sem dóHitti Ölvi, þýðanda og son vinkonu minnar, í mötuneytinu í hádeginu. Ölvir þýðir þætti á sjónvarpsstöðinni Sirkus, þar sem slúður um fræga fólkið ríður rækjum (eins og Oddur Magnús, gamall samstarfsmaður á Aðalstöðinni sagði óvart í denn, ætlaði að segja: „Nú er það rómantíkin sem ræður ríkjum“).

Ölvir minn var frekar óhress yfir dauða Anne Nicole Smith. Síðustu vikurnar hefur þátturinn fjallað um fátt annað en nýja barnið hennar, sonarmissinn og fleira sem tengist henni og svo er hún sjálf bara dáin! Ölvir veit orðið allt um hana og fannst þetta ansi óvænt. Svona geta nú þrítugir strákar verið langt frá því að vera kaldlyndir töffarar! Ég hef þekkt Ölvi frá fæðingu og hann er eðaldrengur!

Fyrir ári stóð ég í ströngu ... en föstudaginn 10. febrúar í fyrra flutti ég með allt mitt hyski (búslóð og ketti) úr Vesturbænum í Reykjavík. Í eldhúsinu (með hausinn út um gluggann) var ég í 101 Reykjavík en þegar í stofuna var komið var póstnúmerið 107, kaus með 101 en þurfti að sækja pakka á pósthúsið með 107-liðinu alla leið út á Seltjarnarnes. Listaspírur öðrum megin og ríkisbubbar hinum megin. Ég skilgreindi mig mitt á milli, sambland af listabubba og ríkisspíru. (sorrí, missti mig í aulahúmor).

Picture 360Steingerður ætlar að heimsækja mig á morgun sem er við hæfi á ársafmæli himnaríkis.

Hún kom og sótti mig og kettina og nýju espressóvélina á Hringbrautina fyrir ári og keyrði okkur hingað.

Á meðan böðluðust flutningamennirnir (nokkrir pólskir) með dót úr geymslunni út í risabílinn og tókst samt að skilja nokkra bókakassa eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Varstu búin að sjá athugasemd Sigurðar Þórs Guðjónssonar um Anne Nicole? Vel þess virði að tékka. Annars er alveg merkilegt hvað þetta dauðsfall vekur mikla athylgi og þá undanskil ég alls ekki sjálfa mig.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.2.2007 kl. 23:52

2 Smámynd: Svava S. Steinars

Hahah, og þegar kettirnir og kaffivélin eru komin í hús, þá þarf maður ekki meira.  Til hamingju með ársafmæli Himnaríkis

Svava S. Steinars, 10.2.2007 kl. 01:25

3 identicon

Mig langar í svona espressóvél!

X-Factorinn ... sammála þar (takk fyrir kommentið hjá mér!)

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 02:03

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hjartanlega til hamingju með ársafmælið, kæra bloggvinkona!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 02:11

5 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingju með himneskt ár!  Megi árið í ár verða þér gott 2007 = 9, getur ekki klikkað.   Óvæntir gleðilegir atburðir sem tengjast inn á tilfinningasvið trylla þig gleði.  " handahófsspá"   stuttu strætóferðalögin halda áfram, langþráðar peningaupphæðir og smá flensur við næstu leysinga (þú ert náttl. búin í flensunni) .  "grín og glens"  Fegursti staður í heimi fyrir fegurstu konu í heimi.  

www.zordis.com, 10.2.2007 kl. 08:58

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

til hamingju með afmælið, elsku Gurrí

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.2.2007 kl. 09:42

7 Smámynd: Ester Júlía

Já dauði Önnu Nicole Smith vekur heldur betur athygli enda allt í kringum þessa konu ótrúlegt. Fannst hún alltaf svo falleg - en hún var auðvitað soldið klikk  , svo vægt sé til orða tekið.  Fáum dytti til hugar að giftast 86 ára gömlum karli eftir stutt kynni og stinga svo bara af eftir brúðkaupið . Til hamingju með ársafmælið, held þú hafir ekki gert mistök að flytja á þennan guðdómlega fallega stað sem þú býrð á núna.   

Ester Júlía, 10.2.2007 kl. 10:13

8 identicon

Elsku Gurrí mín þú bloggar svo oft að ég hef ekki við að kommentera hjá þér. Alltaf gaman að kíkja í heimsókn til þín.

Ég verð að segja eins og aðrir að dauði Önnu Nicole vakti athygli mína. Veit ekki afhverju. Sá góða skýringu á mbl.is í morgun. Fólk hafi haft áhuga á að fylgjast með lífi hennar og haft samúð með henni þar sem hún sameinaði tvo áhugaverða hluti: fegurð og truflun...  En afhverju höfum við áhuga á fegurð og truflun?

Bið að heilsa Steingerði. Bestu kveðjur úr sólinni á Spáni. Knús, Silja. 

Silja Dögg (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 10:41

9 Smámynd: bara Maja...

Sammála með X-factorinn, heldur manni vel við efnið, en verð þó að viðurkenna að ég tók mér pissu-pásu í miðju Fjórfléttulaginu...en þetta eru mjög hæfileikaríkar stelpur samt og eiga eftir að gera góða hluti. Til hamingju með ársafmælið í Himnaríki,  sé að þú átt alveg eins kaffivél og ég, besta tækið á heimilinu. 

bara Maja..., 10.2.2007 kl. 11:44

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Anna, ég kíkti eftir Sigurði Þór í Umræðunni og sá þetta. Hann er skemmtilegur penni og hefur áhuga á veðri, eins og ég.

Og takk fyrir heimsóknirnar og hamingjuóskirnar. Skila kveðjunni til Steingerðar frá þér, Silja... og zordis, veit að þetta ár verður æði!!! Hehehehe 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.2.2007 kl. 12:40

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gurrí, þú hefur væntanlega lesið Truntusól eftir Sigurð Þór? Ég er viss um að þú myndir fíla þá lesningu í botn. SÞ er feiknalegur góður penni og hugsar svo skemmtilega, - og hann er svooooooo andlega skyldur (að ég held) meistara mínum, Þórbergi!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 248
  • Sl. viku: 1886
  • Frá upphafi: 1493494

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1522
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Mia_litla
  • Eftirlaunaaldurinn
  • Hirðrafvirkinn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband