10.2.2007 | 12:24
Engin fortíðarþrá
Ég steig hálf feimnislega fram úr rúminu í morgun og tiplaði léttfætt um afmælisbarnið. Ég kveikti á kaffikönnunni og horfði út um annan stofugluggann á meðan hún hitnaði. Rólegheitin eru algjör, líklega eru allir Skagamenn á nýja kaffihúsinu ... hafa farið göngutúrinn sinn þangað en ekki á Langasandinn ... það er reyndar flóð núna og ekkert pláss fyrir fólk. Stór fiskifluga, fljúgandi sushi fyrir kettina, hætti að suða fyrir fimm mínútum ... en Tommi er voða sæll á svipinn. Áttin er austlæg og litlar sem engar öldur, það gæti breyst þegar flæðir frá. Fyrstu dagana mína sat ég löngum stundum við gluggana (í stað þess að taka upp úr kössum) og naut útsýnisins. Er ekki enn orðin leið á því.
Ég sakna stundum Hringbrautarinnar, þar sem ég bjó í 18 ár, en samt myndi ég ekki vilja flytja þangað aftur. Ég fann gamalt eintak af Húsum og híbýlum þar sem eldhúsið mitt á Hringbrautinni var heimsótt stuttu eftir að ég lét gera það upp.
Það gat verið skrýtið að eiga við iðnaðarmennina. Ætlar þú ekki að láta mála hurðirnar? Þú skiptir alla vega um hurðarhúna! Ég var þrjósk og vildi halda menningarverðmætum íbúðarinnar. Stúlkan sem keypti af mér í fyrra var ekki nema tvo daga að selja hana aftur ... held að upprunalegt útlitið geri hana söluvænlegri.
Ljúfu stelpurnar á Nýju lífi gáfu okkur sætu stelpunum á Vikunni brúnkuklúta í gær og engin meining þar að baki, bara einskær góðvild. Mér finnst fyndið að horfa á þessa dökku fegurð okkar í Vikuhorninu og bera hana saman við þá ljósu á Nýju lífi. Held að það sé ráðið eftir hárlit á blöðin. Mig minnir að þau séu öll einkar dökk á brún og brá hjá Húsum og híbýlum. Kannski rannsóknarverkefni fyrir mannfræðinga?
Kári frændi bara hættur í blaðamennsku! Við erum skyld í gegnum hinn frábæra forföður okkar, Jónas frá Hróarsdal, sem átti 33 börn, þar af 26 innan hjónabanda. Hann var hómópati og tók á móti börnum í Skagafirðinum, er meira að segja í ljósmæðratalinu!
Jæja, ætla að skreppa í göngutúr um bloggheima og fara svo að ryksuga svo að gestir mínir í dag þurfi ekki að vaða rykið og kanínuungana (kattahár í bólstrum).
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.11.): 7
- Sl. sólarhring: 313
- Sl. viku: 1481
- Frá upphafi: 1504440
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1294
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Takk fyrir kveðjurnar og sömuleiðis til hamingju með Himnaríkis-vatnsberann! :)
Sigga (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 12:53
helgarknús
Ólafur fannberg, 10.2.2007 kl. 12:57
Hamingjuóskir til afmælis"barnsins"
SigrúnSveitó, 10.2.2007 kl. 13:15
Til lukku með daginn bæðí tvö.
Eru fiskiflugur á Akranesi í febrúar eða ræktarðu sushi sérstaklega fyrir köttinn??
Heiða B. Heiðars, 10.2.2007 kl. 13:21
Ég hef séð fiskiflugur hérna á öllum árstímum (well, búin að búa hér í ár), held að þær vakni til lífsins í sólinni og komi sér svo inn í hitann ... og beint í kattakjaft! Þegar Davíð frændi kíkti upp á háaloft sá hann enga fjársjóði fyrri eigenda þar, bara dauðar fiskiflugur. Kannski er eitthv. eldi þar án vitundar minnar og svo smjúga þær niður þar sem leiðslur og snúrur koma niður rétt við baðdyrnar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.2.2007 kl. 13:34
Afmælisbarn, himnaríki, öldur, kaffi ilmur og kattamal. Útsýni, flóð og fámenni. Guðríður, ég vona að þú gerir þér grein fyrir að þu lifir fullkomnu lífi. Slepptu því bara að ryksuga. Smjúts
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.2.2007 kl. 13:35
Það er engin smá gæfa að eiga þess kost að fara inná bloggið þitt, Guðríður Himnaríkisdrottning, og upplifa það að allir brosvöðvar i andlitinu taki við sér og um brjóstið flæði friður og tilfinning fyrir því að margt sé gott og skemmtilegt undir sólinni. Þetta er sannkallað mannræktarblogg! Til hamingju með daginn og ég sendi gleðívíbra og brandarabúst í afmælisveisluna!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 14:35
Eftir einungis örfá innlit á bloggið þitt sér maður strax hversu góð og skemmtileg persóna þú ert. Ég held að ég sé stálheppinn að hafa hitt þig hér og hlakka til frekari samskipta á blogginu. Svo eigum við það líka sameiginlegt að Guðríður og Þorsteinn eru okkur svolítil stíf nöfn, jú ... hljómar eins og mamma sé að skamma mann! :-) Þannig að Doddi er það hjá mér og Gurrí hjá þér.
Ég segi því: til hamingju með daginn Gurrí, og vonandi muntu eiga yndislega helgi!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 14:45
Til hamingju með daginn og kaffidrykkinn
Og Margrét biður að heilsa, var að kíkja á skjáinn yfir öxlina á mér og bað mig að skila kveðju þegar hún sá myndina af þér.
kikka (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 14:48
Dásamleg að dagurinn var góður. Góður dagur er gulli betri. Þvi hvers virði er gull í sjálfu sér?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 22:22
Takkkkk og takkkk, elsku bloggvinir!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.2.2007 kl. 22:34
Huxaðu þér, hvað þú vekur mikla gleði og hamingju. Er ekki einusinni að djóka eða smjaðra*. Meina þetta.
* sögnin að smjaðra: "vegna þinnar miklu maktar munu þínir óvinir smjadra fyrir þér. " Þetta segir í orðabók ...sem dæmi um notkun þessa orðs.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.