Eineggja tvíburar

Eineggja tvíburar hafa mér alltaf þótt einstaklega spennandi fyrirbæri og þráði heitt að eignast slíka. Í staðinn eignaðist ég son sem var á við tíu börn ...

TvíburarÉg þekki eineggja tvíburasystur sem voru afar samrýndar í einu og öllu. Þegar þær voru tveggja til þriggja ára kom frænka þeirra í heimsókn. Annar tvíburinn svaf uppi í rúmi hjá frænkunni um nóttina og hinn hjá mömmunni. Þessi hjá mömmunni vaknaði upp skælandi og sagðist vera svo blaut og köld. Svo reyndist ekki vera svo að mamman kíkti inn til tvíburans hjá frænkunni og sá tvíburi var sofandi en órólegur, blautur og kaldur! Þegar þessar tvíburasystur voru á unglingsaldri fékk önnur þeirra botnlangakast og var lögð inn. Þegar mamman ætlaði að fara heim til hinna barnanna bað læknirinn hana um að vera kyrra. Nei, hún vildi það ekki því að hún sagðist koma með aðra stúlku eftir smástund með botnlangakast. Það reyndist vera rétt hjá mömmunni því að hin tvíburasystirin var orðin fárveik heima og var skorin upp þremur tímum síðar en systirin. Mamman þekkti sínar ...

twins_2006Ég vann einu sinni með ljúfasta manni í heimi. Hann bauð mér í afmælið sitt eitt árið. Ég settist inn í stofu og spjallaði við hann og aðra gesti. Mikil var undrun mín þegar hann sjálfur kom svo inn í stofu með pönnukökustafla! Bróðir hans, eineggja, hafði spjallað við okkur og ekkert gert til að leiðrétta misskilninginn. Konur þessara bræðra voru ófrískar um svipað leyti og fyrir tilviljun áttu þær tíma í sónar sama daginn. Sá sem mætti eftir hádegið fékk kaldari móttökur en hinn og komið var fram við hann eins og hann lifði tvöföldu lífi og hefði barnað tvær saklausar stúlkur ... Þessi seinni vann og vinnur á Landspítalanum, ekki ánægður með sónar-konurnar sínar.

Sú sem giftist tvíburanum mínum átti alla samúð vinkvenna sinna til að byrja með fyrst hún lét kúga sig til að vera með brúðarmynd af manni sínum og væntanlega fyrrverandi konu hans uppi á hillu ...

BarbonTwinsVinkona mín á tvíburadætur og þegar önnur þeirra var skiptinemi í Austurríki þá sá hún á hinni systurinni ef eitthvað amaði að þeirri sem dvaldi ytra og hringdi þá alltaf. Það passaði, hin var þá lasin.

Þegar önnur var ófrísk hafði hin systirin ekki á klæðum næstum allan meðgöngutíma systurinnar.

 
Rannsóknir hafa verið gerðar á tvíburum sem hafa verið aðskildir við fæðingu og hist löngu síðar ... það hefur þótt merkilegt hversu líkt hefur verið með þeim í mörgu, sami smekkur á hlutum, börn þeirra heita svipuðum eða sömu nöfnum o.s.frv.

Ég elska tvíburasögur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta eineggjatvíburafyrirbæri er voða spennandi og skemmtilegt ... alveg sammála

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 15:05

2 Smámynd: www.zordis.com

Dásamlegt að fá tvö eins börn .... tengingin er hreint ótrúleg á milli þeirra !!!    

www.zordis.com, 11.2.2007 kl. 17:20

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ella, hefur þú aldrei ruglað þeim saman?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.2.2007 kl. 19:00

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Eineggja tvíburar eru ótrúlegt fyrirbæri, já. Deili með þér óbilandi áhuga á þeim og hef gleypt í mig rannsóknarniðurstöður og sögur af þeim. Eiginlega er þetta sama manneskjan í tveimur líkömum; genamengið er alveg það sama! Ótrúlegt, alveg.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.2.2007 kl. 22:58

5 Smámynd: Gunna-Polly

öhhm eineggja tvíburar eru ekki fyribæri heldur fólk eða ég lít á mína tvíburara þannig , merkilegt jú og ótrúlegt stundum en fyrirbæri nei

Gunna-Polly, 12.2.2007 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 1529862

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband