Innrás, kaffihúsaferð og fótbolti!

Mána, Peter og HalldóraHilda

 

Ólafur með Kubb í fanginuHilda systir gerði innrás í dag og var með fullan bíl af börnum. Ólaf, Mánu, Peter og Halldóru. Öll nema Peter voru í helgarheimsókn og fengu að kíkja á Gurrí frænku í himnaríki. Auðvitað dró ég þau í Skrúðgarðinn, nýja kaffihúsið. Auðvitað! Ekki að ég sé nísk á kaffið mitt, heldur vil ég leggja mitt af mörkum til að kaffihúsinu vegni vel. Við vorum svo heppin að eitt borðið losnaði þegar við vorum búin að panta en annars var fullt! Jibbí!

Picture 492Eftir skemmtilega kaffihússferð þar sem Peter, 13 ára, daðraði stanslaust við sætu stelpurnar sem vinna þarna, skruppum við til Míu systur, Sigþórs, Kolbeins og Bjarts the cat.

Kolbeinn, sonurinn á heimilinu, er í miklu uppáhaldi ... en þó ekkert á við Bjart sem er mikill dekurköttur. „Pabbi“ hans gætir þess að hann fái alltaf fimmréttað að borða. Þegar hinn rígfullorðni Bjartur mjálmar hljómar hann eins og litli drengurinn með eldspýturnar eða pínulítill og glorhungraður kettlingur. Maður hleypur nú daglega út í fiskbúð fyrir svoleiðis kött!

Var svo heppin að ná síðustu mínútunum í leik Asenal og Wigam (er þetta ekki rétt skrifað?). Þá var staðan 1-0 fyrir Wigam. Svo komu tvö mörk frá Arsenal í endinn, spælandi fyrir hina en gott fyrir ... West Ham! Maður verður bara að hugsa svolítið fram í tímann! Sem sannur föðurlandsvinur held ég með West Ham! Eftir að Eiður Smári fór út í kuldann og hætti síðar hjá Chelsea hefur því liði gengið frekar illa og eru Manchester United efstir og munar sex stigum. Sorrí, missti mig aðeins í boltanum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Ég er númer 150 í dag og segi föngulegur barnahópur.  Ekki verra að fara á kafiihúsið 

www.zordis.com, 11.2.2007 kl. 19:31

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég var að hitta Peter í fyrsta skiptið, sannarlega fjörugur og skemmtilegur strákur. Hann daðraði í alvöru við stelpurnar! Þær skemmtu sér konunglega yfir honum. Frábær strákur, pólskur en alinn upp í Bandaríkjunum og nýfluttur til Íslands. Við deilum ást á Eminem!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.2.2007 kl. 19:35

3 Smámynd: SigrúnSveitó

hahaha...þar sem netsambandið var ekki til staðar hjá mér í dag...þá var ég fyrst núna að lesa færslurnar þínar frá í morgun og í gærkvöldi...og shit hvað ég hló!!! þessi með prófessorinn...og tvíburana og og...

SigrúnSveitó, 11.2.2007 kl. 20:49

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Góða ferð, kæri Guðmundur! Bið að heilsa nýja barnabarninu og það verður gaman að fá þig aftur á bloggið!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.2.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 141
  • Frá upphafi: 1529873

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 127
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband