Lífsgæðakapphlaup í kattheimum

Til að hita upp fyrir 24 ákvað ég að kíkja á nýjan spennugamanþátt á SkjáEinum. Hann er um mann sem þykist vera miðill og er fenginn til að hjálpa lögreglunni að upplýsa mannrán. Maðurinn hefur góða athyglisgáfu og er nokkuð snjall. Pabbi hans, löggan, hefur þjálfað hann í að taka eftir hlutunum. Mikið held ég að ég væri slæmt vitni fyrir lögregluna, ana áfram í gegnum lífið og horfi á hluti án þess í raun að taka eftir þeim.

KisusófiStóra systir verður seint kölluð kattakerling þótt hún eigi kött. Hún á nefnilega mann líka.

Hún sagði mér frá því að í Fiskó, dýrabúðinni sem hún fer stundum í, fáist leðursófar fyrir ketti og kosta rúmlega 20 þúsund kall stykkið! Þegar Mía verður rík ætlar hún að kaupa leðursófa fyrir Bjart. Þá verð ég kannski orðin svo rík, að ég get keypt heilt sófasett fyrir Kubb og Tomma! Þá geta þau nú aldeilis boðið gestum í heimsókn!

Svona getur nú lífsgæðakapphlaupið hoppað alla leið yfir í kattheima.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hann var svo langur að ég þarf að horfa á 24 á Stöð 2 plús!!! Já, ég held að ég nenni að horfa á næsta, alltaf gaman að sjá gátur leystar ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.2.2007 kl. 21:41

2 identicon

ómægod leðursófi fyrir kisa .... sé fyrir mér að kisa stúti honum fljótt

hundurinn minn hefur aldrei átt leðursófa, bara stól sem er honum ætlaður.... er bara sáttur við það held ég

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 21:42

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

þetta er náttúrlega bilun...

Ekki fær Loppa leðursófa á tuttuguþúsund, aldrei í lífinu!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.2.2007 kl. 21:44

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það vantar alveg í þig montið og kattahúsgagnametnaðinn, Hildigunnur mín!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.2.2007 kl. 21:46

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Leðursófasett fyrir ketti? En klærnar..? Og hversu ruglað er það að spá í hvernig kettir fara með leðursófa sem þeir ættu aldrei að eignast til að byrja með!! 

Heiða B. Heiðars, 11.2.2007 kl. 21:52

6 Smámynd: Díana Sigurðardóttir

Sæl Gurrý mín vildi bara láta þig vita að ég er komin með blogg-síðu en er í smá basli við að koma henni í það horf sem ég vil. Barnið á myndinni er Sebastian strákurinn hans Hlyns Freys þú mannst eftir honum er það ekki ?

Díana Sigurðardóttir, 11.2.2007 kl. 22:05

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, er Hlynur litli búinn að eignast barn???? Hljómar vel. Vona að þú verðir dugleg að setja inn myndir! Ég er ekki tölvunörd en mér hefur tekist að bögglast áfram hérna í einföldu umhverfinu og líst bara ansi vel á mig á Moggablogginu. 

Ég sá fyrstu færsluna á Mbl.is/blogg  fyrir tilviljunog heimtaði strax að gerast bloggvinur þinn ... segðu já, plís!!!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.2.2007 kl. 22:08

8 Smámynd: Díana Sigurðardóttir

er búin að því, já hann varð 2ja ára í desember, en Hlynur býr í Köpen. vinnur í lekhúsi þar svo það er annsi langt að heimsækja hann, en við notum Skipe til að ég geti séð Sebastían, Ívar Örn er að verða pabbi í annað sinn 17. maí svo ég er orðin margföld amma !!!

Díana Sigurðardóttir, 11.2.2007 kl. 22:14

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þessi köttur er ó-mót-stæðilegur (með fullri virðingu fyrir Tómasi og Simba - sem eru reyndar greinilega ættingjar).

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.2.2007 kl. 22:21

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hann er voða sætur og greinilega ættingi Tomma og Simba. Sófinn er líka mjög flottur en svona í alvöru talað ... ég myndi aldrei kaupa leðursófa fyrir kött á yfir 20.000 ... kannski 5.000 ef ég ætti nóg af peningum, bara fyrir djókið. Mía sagði mér frá þessu og skellihló, sæi hana ekki kaupa svona sófa þótt Bjartur sé í miklu uppáhaldi! Hún prjónar reyndar flott og mjúk teppi í körfuna hans ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.2.2007 kl. 22:28

11 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Voffilíus á tvö búr, hvolpagrind og körfu, en leðurhundasófi - nei, þar dreg ég mörkin.

Psych var bara skemmtilegur. Lofar góðu. :)

Svala Jónsdóttir, 11.2.2007 kl. 22:49

12 Smámynd: www.zordis.com

Þessi bleiki er ótrúlega gæjalegur!  Ég ætla að fá mér sófa og svo kött

www.zordis.com, 12.2.2007 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 30
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 158
  • Frá upphafi: 1529908

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 136
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband