Frakkinn

FranskurUng stúlka vann á ónefndri hafnarskrifstofu á höfuðborgarsvæðinu. Hún var símastúlka í sumarafleysingum. Einn daginn sagði yfirmaður hennar við hana að hann tæki ekki símann það sem eftir væri dagsins, nema símtali sem hann ætti von á frá Frakkanum Jean Pierre, fulltrúa vinabæjar ... Ekkert mál, sagði stúlkan. Nokkru síðar hringdi síminn.

„Já, góðan dag, ég er að hringja út af frakka, sagði karlmannsrödd í símanum.
„Einmitt, við áttum von á því,“ sagði stúlkan.
„Nú?“ sagði maðurinn. „Ég týndi honum sko í gærkvöldi!“
„Hvað ertu að segja, týndir þú Frakkanum og hvar gerðist það?“
„Niðri við höfnina!“
„Hvað varstu að gera með hann niðri á höfn?“
„Ja, ég ætlaði eiginlega ... mér leið svo illa ... ætlaði að kasta mér í sjóinn ...“
„HVAÐ ERTU AÐ SEGJA? HVERNIG DATT ÞÉR Í HUG AÐ TAKA FRAKKANN MEÐ ÞÉR Í SLÍKA FERÐ?“
„Ég eiginlega veit ekki hvaða máli það skiptir ... en hva ..“
„Ég ætla að gefa þér samband við yfirmann minn, hann verður brjálaður!“

FrakkiOg hún gaf honum samband við yfirmanninn. Síðan sagði hún samstarfsfólkinu frá mögulega hræðilegum afdrifum aumingja Frakkans sem hafði verið að þvælast niðri á höfn með einhverjum klikkuðum Íslendingi og Frakkinn væri týndur! Ein konan á skrifstofunni fór að hágráta og milli ekkasoganna sagði hún fólkinu að þau Jean Pierre hefðu verið í leynilegu sambandi í nokkur ár! Allt var í miklu uppnámi þegar yfirmaðurinn kom fram og sagði þreytulega við símastúlkuna að hann skildi ekki hvernig hún hafi fengið vinnu þarna ... þetta hefði allt verið misskilningur, manngreyið hefði bara týnt frakkanum sínum á fylleríi kvöldið áður og vildi athuga hvort honum hefði verið skilað þangað og þannig vildi nú svo vel til.

Nokkru fyrir lokun kom ungur maður á skrifstofuna og sagði: „Ég er að sækja frakka sem ég týndi við höfnina í gærkvöldi!“

Innibyrgð spennan hjá starfsfólkinu yfir misskilningnum og játningu samstarfskonunnar fékk útrás þarna og allir sprungu úr hlátri. Ungi maðurinn varð voða sár, enda vissi hann ekki forsöguna og sagðist ekkert sjá fyndið við sjálfsmorðstilraun. Fólkið hló svo mikið að það gat ekki útskýrt neitt fyrir honum. Ef hann les þetta þá veit hann ástæðuna núna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Misskilningur getur verið drepfyndinn - þetta er frábært!

Góða nótt yfir voginn !

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.2.2007 kl. 23:35

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Góða nótt hinum megin ... og sofðu rótt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.2.2007 kl. 23:39

3 Smámynd: Díana Sigurðardóttir

Sumum er bara ekki viðbjargandi !!

Kíktu á myndirnar hjá mér ?

Díana Sigurðardóttir, 11.2.2007 kl. 23:42

4 identicon

hehehehe

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 23:43

5 Smámynd: www.zordis.com

mæ ó, þessi er grátbroslegur!  Blessaður drengurinn

www.zordis.com, 12.2.2007 kl. 08:12

6 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

LOL.  Eigi er jakki frakki nema síður sé...............

Guðrún Eggertsdóttir, 12.2.2007 kl. 08:30

7 Smámynd: bara Maja...

hahahaha  æjæj

bara Maja..., 12.2.2007 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 139
  • Frá upphafi: 1529913

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband