Einar Bárðar með hárkollu og Palli í magabelti?

BaðkerVar búin að sætta mig við að taka næstfyrstu strætóferð dagsins vegna syfju og þó mætt löngu fyrir níu ... þegar kærkomið SMS frá Ástu klingdi um himnaríki korter í sjö. Ég þaut fram úr, öll syfja á bak og burt, hringdi í gelluna og meldaði mig með. „Ertu ekki tilbúin?“ spurði hún.„Jú,“ laug ég, setti allt í gang og var tilbúin tíu mínútum síðar þegar hún kom. Kvöldbað er nefnilega málið þegar maður býr úti á landi og þarf að vakna klukkan sex!

 

 

 

Led ZeppelinLed Zeppelin malaði í bílgræjunum seinni hluta leiðarinnar. Dazed and Confused hófst akkúrat þegar við ókum inn í Ártún (sem er ekki lengur stöð, heldur tvö strætóskýli hlið við hlið, svo það sé á hreinu). Það var bókstaflega kvalafullt að láta henda sér út úr bílnum þegar svo guðdómleg tónlist hljómaði.

Ég gekk í hægðum mínum niður milljóntröppurnar, undir brúna og upp lúmsku brekkuna og hélt ég hefði nægan tíma ... brá svolítið þegar ég sá fimmuna sem er alltaf rétt á undan 18 ... og herti gönguna. Náði rétt svo leið 18 ... og þegar við keyrðum út úr Ártúni var Skagastrætó að koma að hinum megin við götuna. Ég hefði aldrei náð 18 ef Ásta hefði ekki tekið mig með! Umræðuefnið á leiðinni var fremur fúlt að mínu mati (hver vill líka tala yfir tónlist Led Zeppelin?) En sumt Skagafólk hefur víst undrað sig á því hvað Ellý, Skagamær og dómari í X-Factor, lítur "óeðlilega" vel út í þáttunum. Hún hljóti að vera með bótox í andlitinu ... Ekki veit ég um það en þegar ég sé hana ófarðaða á ferðinni lítur hún alveg út fyrir að vera 44 ára, kannski ögn yngri því að hún lifir svo heilbrigðu lífi. Hún reykir hvorki né drekkur, borðar hollan mat og stundar ræktina grimmt! Hún er líka algjör snillingur að mála sig.

Palli sætiHvort hún er með sílikon í vörunum veit ég ekki og mér er alveg sama. Það skiptir engu máli. Fötin hennar eru úr Nínu á Akranesi, búðinni sem Dorrit forsetafrú elskar. Það finnst mér skipta meira máli!

Af hverju spyr enginn hvort Páll Óskar sé t.d. í magabelti, hann geti ekki verið svona fitt, flottur og bumbulaus á fertugsaldri! Og hann Einar Bárðar ... ekki séns að hann sé með svona flott hár í alvörunni, hann hlýtur að vera með hárkollu!!!

Bloggvinkona hneykslaðist um daginn á fyrirsögn sem átti að vera sniðug: "Donatella vill koma Hillary úr buxunum"

Tvíræð og leiðinleg fyrirsögn um tískugúrú sem vill að tilvonandi forseti USA fari að ganga í pilsi. Ég setti á kommentakerfi vinkonunnar að þetta væri svipað og að búa til fyrirsögn um mann sem gengur t.d. alltaf með bleikt bindi: "Tískulöggan vill losa Bjarna við dömubindið!“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

góðan mánudag...

Ólafur fannberg, 12.2.2007 kl. 08:47

2 identicon

Góðan daginn. Hef að vísu ekki séð þessa X factor þætti. En eru þetta ekki bara góðu genin sem Ellý hefur fengið frá formæðrum sínum. Hún var líka alltaf langflottust í gamla daga þó þá væri e.t.v farið sjaldnar í ræktina... nema hún hafi verið  á Hótel Borg? (þ.e. ræktin)

kikka (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 08:54

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehe, hlýtur að vera erfitt að vera svona milli tannanna á fólki. Alveg er mér slétt sama hvort einhver sé með bótox, gangi í magabelti, sé með hárkollu, haldi fram hjá eða hvað sem er ... mér bara kemur það ekki við. Urrrrr

Og góðan mánudag, herra Ólafur!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.2.2007 kl. 08:57

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, þessir karlar með dömubindin eru ferlegir. Ég bara verð að segja það. En stundum hef ég velt því fyrir mér hvort við konur séum of viðkvæmar fyrir þessu. Ungur þingmaður varð nú fyrir því um daginn að fá tiltal fyrir að klæða sig ekki í samræmi við stöðu sína inni á þinginu. Við gerum líka ákveðnar kröfur til karla hvað útlit og klæðaburð varðar þótt þær séu kannski ekki jafnsterkar. Ég gleymi því t.d. ekki þegar ég stakk upp á því við manninn minn að hann keypti sér bleika skyrtu. Hann leit á mig helsærðu augnaráði og virti mig ekki svars. Það var eins og ég hefði boðist til að fara með hann til dýralæknis til að láta gelda hann.

Steingerður Steinarsdóttir, 12.2.2007 kl. 10:01

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mér finnst konum oft meiri óvirðing sýnd, eiginlega miklu meiri ... vissulega er líka sett út á karlana, þessi þingmaður braut hefð með klæðaburði sínum ... en sá ekki að nokkur sýndi honum dónaskap ... eða óvirðingu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.2.2007 kl. 10:07

6 identicon

Ég er með bumbu og er hárlaus ... en ekki skal ég grípa til hárkollu eða magabeltis. Hef þó trú á því að Palli sé svona fit ... spurning með Einar og hárið! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 11:22

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheh ... ég tók bara eitthvað dæmi um Einar og Palla ... þoli ekki hvað konur eru dæmdar mikið eftir útlitinu, bæði sem hrós eða gagnrýni!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.2.2007 kl. 11:33

8 identicon

við konur erum gerðar að skrautmunum, þess vegna er það mun algengara að konur fari í bótóx og sílikon til dæmis...

sjálf finnst mér hundleiðinlegt að "þurfa" að vera alltaf sæt og fín til að fólk einfaldlega haldi ekki að það sé eitthvað alvarlegt að. Dauðþreytt á strákum sem sjá mig sem eitthverja rós í hnappagatið sitt ... verð það aldrei. ætla að gera mitt til að vera ég ... hvort sem ég verð hrukkótt eða ekki ..

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 11:51

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hrukkur eru smart!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.2.2007 kl. 12:13

10 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Án þess að ég sé að mæla því bót að sífellt sé talað um útlit kvenna þá hef ég sérstaklega tekið eftir fötunum hennar Ellýjar. Kannski er það vegna þess að ég velti ekki fyrir mér hvernig ég liti út í fötum þeirra Einars og Palla. 

En þættirnir.. Úff! Þetta er svo miklu leiðinlegra en Idolið (samanburður óhjákvæmilegur). Það vantar alveg hina orðheppnu Simma og Jóa, sem höfðu hið augljósa fram yfir Höllu, að vera tveir (ef einhver hélt að ég ætlaði að segja ,,að vera karlmenn", þá má sá hinn sami skammast sín!). Hún þyrfti að vera ansi góður stand up comedian til að jafnast á við líflegt samspil þeirra.

Og dómararnir, og allt húllumhæið með liðin þeirra, finnst mér hreinlega flækjast fyrir þegar fókusinn ætti að vera á söngvarana. Mér er allavega nákvæmlega sama í hvaða ,,liði" hver er... 

erlahlyns.blogspot.com, 12.2.2007 kl. 15:20

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég sakna sko Simma og Jóa!!! Þeir voru æði ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.2.2007 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 79
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 213
  • Frá upphafi: 1529987

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 181
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Desember 2018
  • Einarsstaðir
  • Ég er rík

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband