12.2.2007 | 18:54
Kannabislykt og skakkur lampi ...
Mikið var dásamlegt að fá far heim með Ástu og það með viðkomu í Húsasmiðjunni/Blómavali. Ég á eitthvert tæki sem maður setur vatn í og dropa af góðri lykt og það er eins og við manninn mælt, það verður tryllingslega hreint og gott loft um allt himnaríki. Ég keypti lykt sem heitir Cannabis ... í alvöru, og hún er dúndurgóð.
Tækið er komið af stað og ef ég fer að verða eitthvað drafandi hér á Moggablogginu þá ætti ástæðan að liggja fyrir! Svo keypti ég ógurlega flottan lampa, seventís-lampa sem á eftir að njóta sín vel í kósíhorninu þar sem tölvan var áður. Lög með hljómsveitinni Bread, já, og John Denver, fóru að hljóma í hausnum á mér þegar ég sá lampann.
Hann er svolítið skakkur ... það er kannski bara alveg við hæfi.
Mér tókst að plata Ástu með á nýja kaffihúsið, sá á henni að hún nennti ekki heim, þessi elska. Ég er eini kúnninn þar sem hefur mætt daglega frá opnun!
Við Ásta pöntuðum kaffi og kökur, flettum húsbúnaðarblöðum, Vikunni og öðrum dásamlegum tímaritum og ég er að volgna aftur í sambandi við að láta gera upp eldhús og bað! Og ég verð sífellt vissari um barborðið og barstólana út á svalirnar. Þoli ekki að liggja í sólbaði, enda finnst mér útlitið hvít postulínsbrúða eiga vel við mig, en myndi afplána útiveru með bestu lyst ef ég gæti horft út á sjóinn og þá eru barstólar málið. Veit ekki með barinn ... en gestir mínir fá alla vega kaffi!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 22
- Sl. sólarhring: 72
- Sl. viku: 352
- Frá upphafi: 1530169
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 303
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
cannabis lykt er góð ....
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 19:02
Keyptirðu lampann í Blómavali?? Hann er gjörsamlega geggjaður og mjög við hæfi bústinnar býflugu!!!
Hugarfluga, 12.2.2007 kl. 19:04
Varð lampinn skakkur EFTIR að þú kveiktir á Cannabis lyktinni ? bara smá pæling...
bara Maja..., 12.2.2007 kl. 19:07
Hahahaha MajaG!!!!!
Hugarfluga, 12.2.2007 kl. 19:10
Lampinn er geðveiktl flottur. Hvað kostar svona lampi??
Uuuummm, eru góðar kökur á kaffihúsinu? Kannski ég kíki á það áður en ég fer til Dk...
SigrúnSveitó, 12.2.2007 kl. 19:44
Ég reyndi að koma því nett að að lampinn væri "skakkur" af kannabislyktinni ... Tíhíhíhíhí! Lampinn kostaði innan við 2.000 kall, var á 40% afslætti, kannski bara nær 1.000 kallinum. Hefði átt að kaupa fleiri! Er með ranga peru í honum eða kann ekki á hann ... kannski vantar stykki einhvers staðar sem þarf að skrúfa, best að kíkja betur. Gengur ekki að hafa skakkan lampa ... eða eins og Halla frænka myndi segja; ekki þegar maður er með merkúr í meyju!
Ég hef fundið alvörukannabislykt og hún líkist ekki þessum góða ilm sem hamast við að troða sér inn í hvert horn í himnaríki!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.2.2007 kl. 19:52
Ekkert eins gott að setja góða lykt. Manni líður eins og stormsveip á eftir! Lokar augum og allt tandurhreint! Lampinn er vissulega flottur og verðið bara nokkuð gott! Lotus lykt er rosalega góð!
www.zordis.com, 12.2.2007 kl. 20:13
Vá geggjaður lampi!! Já cannabisilmur er ótrúlega góður ef hann kemur ekki frá pípu..
, þegar ég var unglingur var mjög í tísku að fara í 1001 nótt og kaupa þar hasslykt í lítilli flösku (musk) man ekki hvað hún hét en í þá daga var hasslykt af öllum unglingum.. ( úr flösku auðvitað :)
Ester Júlía, 12.2.2007 kl. 20:29
Og eitthvað sem hét Patjúlí var líka voða vinsælt ... (skrifað eftir framburði) ... gaman að fara í 1001 nótt, ég elskaði þá búð. Minnir að hún hafi fyrst verið á Hverfisgötu 50 þar sem Bára flutti síðar inn með fínu kjólana sína.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.2.2007 kl. 20:37
Hæ elsku nýi bloggvinur! Er ekkert kaffihús í Bolungarvík?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.2.2007 kl. 20:54
Æðislegur lampi. Ég er eins og þú, finnst ekkert gaman að liggja í sólbaði, geri það stundum fyrir kallinn þegar við förum til Spánar, honum finnst gott að láta sólina sleikja sig, en ég er bara oft undir sólhlífinni og les.
Margrét Annie Guðbergsdóttir, 12.2.2007 kl. 21:30
Vá, lampinn minnir á góðar pælingar í góðra vina hópi og rótsterkt kaffi í GLASI (mjög nauðsynlegt) og koníka fyrir svolana. Uhmmmm. Mér finnst líka best að vera undir sólhlíf, en það er líka himnaríki í suðurlöndum (ekki eins og himnaríkið hennar gurríar, en svona á svipuðu kalíber..) Cannabislykt já, man einhver hvernig hún er?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.2.2007 kl. 00:24
Groovy lampi, ekki spurning. Ég greinilega missti af hass-ilmvatnstískunni, en fannst mjög gaman að fara og versla eitt og annað í 1001 Nótt. Var reyndar alltaf spes lykt í búðinni, kannski einmitt hasslykt ?
Svava S. Steinars, 13.2.2007 kl. 00:37
Til hamingju með lampann, það verður alltaf meira og meira kósí í himnaríki!
Guðrún Eggertsdóttir, 13.2.2007 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.