Uppnefni, galdrabrennur og að halda kúlinu!

Fékk far með mestu hönkunum hjá Birtíngi niður að Shell/Skalla og náði hálffjögur vagninum upp í Mosó. Byrjaði að lesa Ilminn, nýútkomna kilju, á leiðinni. Svakalega er þetta góð bók, hef ekki lesið hana síðan hún kom út hérna í denn. Vonandi hefur tekist að koma henni sómasamlega á hvíta tjaldið. Annars sagði mér góður kvikmyndamógúll að maður ætti aldrei að bera saman bók og mynd, þetta væru tvö aðskilin verk.

Picture 514Gat ekki sleppt því að fara á kaffihúsið góða og fékk Ástu til að skutla mér þangað frá Skútunni. Mér leið svona eins og ég væri í 101 Akranes þegar ég labbaði áleiðis heim með latte í götumáli. Innanbæjarstrætó hirti mig upp á miðri leið, enda ganga fínar dömur ekki mikið, nema í flottum skokkgalla og alvörustrigaskóm. Ég á hvorugt en það stendur til bóta með hækkandi sól. Ásta veit allt um hvað er heitt eða kalt, inni eða úti, á Skaganum. Ég spurði hana einu sinni um gamla leiksystur sem ég hef ekki séð síðan ég var krakki en hún fattaði ekki strax hver átti í hlut. Svo lifnaði yfir henni og hún sagði: „Já, Sigga plastpoki!“ Þegar ég hváði sagði hún mér að leiksystirin gengi yfirleitt ekki með handtösku, heldur plastpoka, t.d. frá Einarsbúð! Eftir að hún sagði mér þetta hef ég reynt að troða öllu sem ég hef í farteskinu í Mary Poppins-handtöskuna mína, ekki vil ég vera kölluð Gurrí plastpoki.

Held reyndar að það sé lítið um uppnefni núna, en í gamla daga fékk fólk ýmis viðurnefni. Ég var t.d. kölluð Dóttir hennar Bryndísar á Skaganum og Mafíuforinginn á Sauðárkróki (ég var hippaleg, 15 ára, það var tengingin). Í Reykjavík var ég kölluð Gurrí, ekki lengur Guðríður, eins og á Skaganum. Erfðaprinsinn við strandlengjuna

Picture 398Galdrabrennum hefur fækkað líka og einstæðum mæðrum er ekki lengur lógað, heldur uppskera þær flestar fátækt ... og fyrirlitningu sumra.

Ég hef ekki enn spurt Ástu mína hvort það sé algjörlega út úr kú að taka innanbæjarvagninn, hvort ég þurfi að beygja mig þegar við mætum bíl eða eitthvað ... Auðvitað vil ég vera hipp og kúl, en það var frekar hvasst í dag, dásamlegt að geta hoppað upp í heitan strætó og fengið far alla leiðina að strandlengjunni í 170 Akranes og það fyrir hundraðkall.

Farþegar með litla innanbæjarvagninum hafa verið gamlar konur með göngugrind, börn og ég. Erfðaprinsinn hefur reyndar nokkrum sinnum komið með mér en hann er nú alinn upp af mér OG SVR. Strætóbílstjórarnir voru fín föðurímynd fyrir hann, traustir og ljúfir og hlýddu þegar hann hringdi bjöllunni!

Brooke var mjög kynæsandi í bleikum náttkjól í Boldinu áðan og reyndi að telja Ridge trú um að hann ætti að vera áfram hjá henni en ekki með Taylor, þeirri sem reis upp frá dauðum. Mamma Ridge varaði Taylor við því að nú myndi Brooke reyna að ná Ridge með sér í rúmið og þá væri allt glatað. Allt benti til þess að þau séu á leið í bólið ... Pabbi Ridge, Eric, hitti Taylor og það urðu miklir fagnaðarfundir. Þau hafa reyndar aldrei verið gift hvort öðru, ég hef fulla trú á handritshöfundum þáttanna og finnst líklegt að það gerist innan árs. Hann var nú kvæntur hinni tengdadóttur sinni, henni Brooke og átti með henni tvö börn. Hvernig væri að prófa eina dökkhærða, Eric?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Innanbæjar vagnar eru yfirleitt gjaldlausir fyrir þá sem eiga lögheimili í hverjum bæ fyrir sig hér í spánarlandinu.  Baráttumál fyrir Gurrí!

www.zordis.com, 15.2.2007 kl. 20:09

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er svo mikill uppgangur hér .. og bara læti, allt að lifna við. Ekki yrði ég hissa þótt það yrði frítt í strætó þegar tímar líða! Það verður alla vega frítt á öskudaginn, eftir tæpa viku!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.2.2007 kl. 20:11

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Dodí dodí dodí dodí....hey á sama tíma tölum við báðar um Ilminn. Bókina.

Nanananana...

Mundu mig ..ég man þig! Þú ert reyndar ógleymanleg Gurrí mín..hehe.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.2.2007 kl. 20:24

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Snilld!! Þarf að kíkja aðra ferð til þín á eftir. Mikið er heimurinn orðinn minni eftir tilkomu bloggsins. Það er eins og þú sért hérna hjá mér ... samt stefni ég á að heimsækja þig (innan árs ...). Ég kom síðast í október 2004!!! Allt of fljótt að líða!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.2.2007 kl. 20:28

5 Smámynd: bara Maja...

Haltu bara áfram að lýsa Boldinu, ég er alveg að detta inní þættina, reyndar eru þeir miklu skemmtilegri í lýsingunum þínum þannig að ég held mig bara við þig

bara Maja..., 15.2.2007 kl. 21:11

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hann á heilmikið eftir, varla orðinn sjötugur karlanginn. Bíddu, hann á Ridge (eða þar til kom í ljós að svo var ekki) og Thorne með Stefaníu sem hann er greinilega byrjaður með aftur (hún var orðin stutthærð, drykkfelld og skilin við Eric, þegar ég sá þetta í fyrra), svo á hann Rick og Bridget með hinni ljóshærðu Brooke sem er "gift" elsta syni hans (sem hann á ekki). Held að það sé ein dóttir enn, eitthvað nær stóru strákunum í aldri. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.2.2007 kl. 21:15

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mamma vorkennir mér innilega fyrir að hafa ekki aðgengi að leiðarljósi. Ég er alltaf að segja henni að ég hafi mitt leiðaræjós í lífinu en hún trúir mér ekki. Af því að ég veit ekki hver er með hverjum og hver dó og hver sveik hvern og af hverju hún má ekki missa af einum einasta þætti. Þó ég sé fjarverandi í nokkur ár og kem inn í einn þátt finnst mér ég ekki hafa misst af neinu. Allt við sama heygarðshornið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.2.2007 kl. 21:25

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ekki grunaði mig að þegar ég færi að blogga hjá Moggablogginu myndi það leiða mig út í sápugláp! Ég missi allan trúverðugleika og strætóbílstjórar hætta í stórum stíl að lesa strætóbloggið mitt! En hvað gerir maður ekki fyrir Kikku og kó!!! Því miður mun ég líklega ekki ná að horfa á þáttinn á morgun ... og þótt ég geti ekki horft í hálfan mánuð tekur bara einn þátt að ná því öllu upp, æ promiss!!! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.2.2007 kl. 22:18

9 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

Það var nú gott að fá að vita hvað er að gerast á Boldinu. Það er allt hægt í þessum þáttum meira að segja rísa upp frá dauðum. Er að hugsa um að fá mér bleikan kynæsandi náttkjól, og bleika inniskó með litlum dúskum í stíl.

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 15.2.2007 kl. 23:07

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehehhehhe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.2.2007 kl. 23:16

11 identicon

Pamelu í Dallas dreymdi nú hálft, eitt eða eitt og hálft síson hér um árið ... ekkert mál að vekja fólk upp frá dauðum. Get ímyndað mér að leikkonan hafi viljað reyna fyrir sér á öðrum sviðum leiklistarinnar, en ekkert gengið og fengið svo inn í þættina aftur? ... Segi svona...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 00:09

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta held ég að sé hárrétt hjá þér, sú sem lék Bridget einu sinni gerir það nú gott með eigin þætti, Close to home, held ég. Sýndir hérlendis og alles!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.2.2007 kl. 07:43

13 identicon

Æi þú ert bara sætust. Las líka næstum því ástarævintýrið, held að þú hafir sloppið vel. Annars er það nú þannig að lýsingar þínar á Boldinu eru mun skemmtilegri en Boldið sjálft og hreinlega óborganlegar á köflum. Hlakka til næstu lýsingar, en við þurfum ekkert að vita hvað gerist í hverjum þætti, meira svona að fá hæðarpunktana um aðalliðið svona af og til. Annars held ég að það sé frítt í strætó á Akureyri Góða og gleðilega helgi.

kv. kiks 

kikka (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 10:44

14 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Mér finnst þetta nú skuggalega líkt atburðarásinni þegar ég datt inn í þetta um tíma fyrir 6 - 7 árum síðan.  Gafst upp eftir um það bil eins árs gláp.  Getur verið að þeir séu að sýna gamla þætti?  Kem í kaffi fljótlega, Anna ætlar að taka mig með.  Kveðjur, Sigga

Sigríður Jósefsdóttir, 16.2.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 632
  • Frá upphafi: 1506077

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 519
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband