Sætur sigur í morgunsárið!

Jess, ég var á undan Gullu prófarkalesara í vinnuna en það munaði ekki miklu. Dröslaði rennblautum dagblaðapökkum inn á ganginn og þegar ætlaði að fara að loka útidyrunum heyrði ég örvæntingarópin í henni þar sem hún var að koma út úr flotta jeppanum sínum. „Ekki loka ... já, góðan daginn elskan mín!“ Engin strætóbeiskja blossaði upp hjá mér í þetta skiptið af því að ÉG FÉKK FAR Í BÆINN!!!   

Kisublundur

 Var bókstaflega dauðþreytt í morgun og ákvað að lúra fram að næsta strætó. Ætlaði að fara að sofa um 23 leytið, nýböðuð og vær, þegar síminn hringdi, næturvaktarvinkonan að hringja, nývöknuð sjálf. Geispaði svo mikið að hún gafst upp á mér eftir hálftíma, enda hef ég aldrei verið mikið fyrir símablaður ... en ég bjánaðist til að fara að horfa á American Idol, sem ég missi alltaf af því að Lost er komið á mánudagana ...

My life as a sjónvarpssjúklingur ... (mun hluti ævisögu minnar heita)  

SofaÁsta almáttugur ákvað að ég skyldi með í morgun, og eftir tvö SMS sem ég hafði ekki svarað hringdi hún bara ... Mér tókst að klæða og drekka kaffi á sjö mínútum.

Síminn var í hleðslu frammi í eldhúsi en þær eru stórar vistarverur himnaríkis og maður heyrir ekki alltaf á milli herbergja þar.

Það var sætur sigur nú í morgunsárið að geta loksins boðið Gullu gott kvöldið ... þar sem hún var svona sein, en hún er svo oft á undan mér, ormurinn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

alltaf gaman að hafa sigur alveg sama í hverju

Ólafur fannberg, 16.2.2007 kl. 08:11

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úje, það er sko rétt

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.2.2007 kl. 08:20

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég fann *Litlu búðina*...sokkabuxurnar eru jafn dýrar og í *Sokkabúðinni*...kosta 2990 íslenskar krónur...!!  Mér finnst þetta bara DÝRT...! 

SigrúnSveitó, 16.2.2007 kl. 12:00

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Svona er að stelast án mín í búðina ... viss um að verðið hækkaði af því að þú skildir mig eftir útundan ...

Djók, þetta var misminni hjá mér, sokkabuxurnar voru á 2.990, alveg eins og í bænum. Sorrí, Flórens mín!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.2.2007 kl. 12:03

5 Smámynd: SigrúnSveitó

hihi...já, mér var nær!!!

En ég keypti mér þykkar nælon á 1300...það verður að duga þar til ég kemst í búðina mína í Græsted...og eins gott að þeir selji ennþá flottu sokkabuxurnar með ullarblöndunni á 79.95 dkr (sem mér fannst alveg nógu dýrt þegar ég bjó þarna...en sé núna að það er spottprís!!) 

SigrúnSveitó, 16.2.2007 kl. 12:19

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Óli kaupir sínar sokkabuxur líka í súpermarkaðinum en þær eru aðeins þykkari en mínar og með sérstakri klofbót og eru þess vegna einu pundi og fimmtíu dýrari. Til í svörtu og dröppuðu

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.2.2007 kl. 12:44

7 identicon

Ég er alltaf fyrst í vinnuna mína!   Kannski af því að ég eini starfsmaðurinn... hmm  gæti verið ;)

Mér finnst þú góð samt að bjóða henni góða kvöldið :) muahahaha

Ellen (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 13:03

8 identicon

Heyrðu... ég skemmti mér alltaf konunglega að lesa helstið hjá þér úr B&B. Einhver bloggari um daginn benti á þessa síðu: www.ronnmoss.com og þú bara VERÐUR að kíkja. Óborganlegt :) Verður að vera með hljóðið á :)

sigga www.kvika.net (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 13:39

9 identicon

Sigga mín, takk fyrir þennan link, algerlega óborganlegur. Nú dauðlangar mig að fara á tónleika með manninum bara til að sjá hvort hann er úr plasti eða ekki. Kannski get ég slegið þessu saman við draumaferðina á Star Treck ráðstefnuna sem mig hefur alltaf langað á. Þá get ég mætt sem Klingona bimbó á báðar uppákomurnar.

 HaHa, kv. Kikka

kikka (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 13:53

10 Smámynd: Adda bloggar

æðisleg kisumyndin á blogginu, og já æði að sigra öðru hverju

Adda bloggar, 16.2.2007 kl. 14:54

11 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Það er sko allt í lagi að hún sé á undan, einhversstaðar stendur að hinir siðustu verða fyrstir, go girl.

Pétur Þór Jónsson, 16.2.2007 kl. 15:05

12 Smámynd: www.zordis.com

Sigurvegari!!!  Rosa krútt þessi kisu lúru pokar

www.zordis.com, 16.2.2007 kl. 16:36

13 Smámynd: bara Maja...

 alltaf góð Gurrí.

bara Maja..., 16.2.2007 kl. 18:46

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, ég kíkti á aðalhönkið, hann er eins og Ken hennar Barbí! Hahhahahaha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.2.2007 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 627
  • Frá upphafi: 1506072

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 515
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband