Svínslega erfitt að skapa sér sérstöðu

ÞingvellirEinu sinni var ég líklega eina manneskjan í Reykjavík sem hafði aldrei farið til Þingvalla á mínum aldri, þegar ég var 29 ára og 364 daga gömul.

Á þrítugsafmælinu buðu vinkonurnar mér í grand morgunmat á Hótel Valhöll í ristað brauð, heitt súkkulaði og kampavín!

Áttaði mig á því stuttu seinna að þarna höfðu vinkonurnar góðu eyðilagt tækifæri lífs míns til að skapa mér einstaka sérstöðu, ég hefði getað verið eina manneskjan sem hefði aldrei farið til Þingvalla í lífinu.

Bláa lónið

 

 

Ég lét ekki deigan síga og fékk frábæra hugmynd; ákvað því að fara aldrei í Bláa lónið. Ekki liðu mörg ár þar til Gyða Dröfn, eða vinkonur hennar, eyðilagði það fyrir mér en gæsapartíið hennar var haldið þar. Nokkuð virðulegur hádegisverður... ég þekki bara dömur.

 

Svo hugsaði ég með mér í fyrra ... best að fara aldrei í nýja IKEA, það er hvort eð er lengst upp í sveit. Enn ein vinkonan eyðilagði það fyrir mér seinnipartinn í dag ... Ég fórnaði sérstöðunni fyrir tíu herðatré og annað smottirí.

Ikea eldhúsEn ég sá nokkuð flotta eldhúsinnréttingu, frístandandi með einstaklega rúmgóðum neðri skápum.

Held að það ætti að leggja niður efri skápa, þeir skapa bara vöðvabólgu og slysahættu. Það sagði alla vega arkitekt við mig í viðtali í fyrra. Hún hefur enga efriskápa í geðveika eldhúsinu í geðveiku villunni sinni í Ameríku!  

Gott að vera komin heim í himnaríki. Þar mætti mér kannabis-lyktin góða, enda skildi ég tækið eftir í gangi í allan dag. Ég fer að verða háð þessari lykt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er flott sérstaða ... þótt þú missir af miklu! Ég verð að finna mér eitthvað nýtt, verð að hafa stefnu og markmið lífsins á hreinu! Hvert á ég ekki að fara?????

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.2.2007 kl. 21:14

2 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Hmmmmmmm,  Hornstrandir - koma þær til greina?  Grímsey?  Hrísey?  Tálknafjörður, Patreksfjörður eða Bíldudalur?  Það er af mörgu að taka.  Þetta eru a.m.k. staðir sem ég hef aldrei komið á. 

Guðrún Eggertsdóttir, 16.2.2007 kl. 21:23

3 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Ég hef aldrei komið til Vestmannaeyja og held að ég sé ekki að missa af neinu.

Pétur Þór Jónsson, 16.2.2007 kl. 21:28

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æ, kannski þarf ég að finna mér annan tilgang í lífinu en að fara EKKI á einhvern stað. Ég veit að Ómar Ragnarsson var kominn yfir fimmtugt þegar hann fór fyrst út í Viðey! Miðað við þann brjálaða ferðalang var það ansi merkilegt!

Er búin að fara um Vestfirðina og það var æði ... og mig langar rosalega á Hornstrandir og út í Grímsey og Hrísey. Læt mér detta eitthvað í hug! Fór út í Flatey á Skjálfanda fimm ára og þangað hafa nú ekki margir komið

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.2.2007 kl. 22:05

5 Smámynd: bara Maja...

Ég hef aldrei komið á svo marga staði, held ég, þangað til mamma eða prinsinn minn segja "jú Maja voðaleg vitleysa er þetta í þér," við vorum þarna í hitteðfyrra, eða mamma segir þú varst þarna þegar þú varst 8 ára. kommon hvernig á maður að muna það... 8 ára pfff, (sérstaklega þegar ég man ekki eftir staðnum í hitteðfyrra)  En verð samt að spyrja, er myndin af eldhúseyjunni frá IKEA ? (hef ekki komið þangað heldur, en væri til í að kíkja á þessa eyju) Hey ég er farin að blogga á athugasemdunum þínum Gurrí... sorry...

bara Maja..., 16.2.2007 kl. 22:22

6 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Hef komið í Hrísey og Flatey á Skjálfanda, og reyndar Flatey á Breiðafirði líka.  Á reyndar báðar Grímseyjarnar eftir (bæði þá á Steingrímsfirði og þá norður undir heimskautsbaug).  Á sumarbústað á Hornströndum (need I say more?).  (Þekki reyndar einn framkvæmdastjóra í Reykjavík sem hefur aldrei komið í Perluna.)  Á líka eftir að heimsækja Dýrfinnu vinkonu mína á safnasvæðinu á Skaganum.  Þarf að gera það fljótlega.

Sigríður Jósefsdóttir, 16.2.2007 kl. 22:35

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heyrðu maja mín, þú mátt sko blogga hér þegar þú vilt. Þetta er líkt eyjunni sem ég sá nema í minni eyju voru traustvekjandi skúffur undir diska, glös og hvaðeina ... ég nenni ekki að vera með efri skápa sem taka frá mér útsýnið út á sjó!!! Frekar hillur úti um allt!!!

Grafarþögn, þú hefur greinilega komið víða við ... vá! Frábær þessi framkvæmdastjóri að forðast vonda kaffið í Perlunni! Hlakka til að fá þig í kaffi með Önnu ... vonandi sem fyrst!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.2.2007 kl. 23:56

8 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Hvorug Flateyjan hefur verið heimsótt af mér............

Guðrún Eggertsdóttir, 17.2.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 621
  • Frá upphafi: 1506066

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband