Klám, kynfrelsi og karlmennnnnn

Langar að benda ykkur á einkar góða bloggfærslu. Þekki reynar ekkert til viðkomandi konu http://halkatla.blog.is/blog/halkatla/ sem fjallar mjög málefnalega um það sem mörgum liggur á hjarta þessa stundina.

TippEx er frábært!Ég held að ákaflega margir rugli saman kynfrelsi og klámi og ég veit ekki betur en femínistar hafi beitt sér heilmikið fyrir kynfrelsi! Þetta er mikið hitamál og sumir ganga svo langt að segja femínista vera karlahatara. Ég elska karlmenn, reyndar alveg rosalega mikið, er eiginlega alveg vitlaus í karlmenn ... þótt ég sýni það kannski ekki á almannafæri af því að ég er prúð kona ... en ég verð sífellt meiri femínisti með hverri klukkustundinni sem líður. Gef mér varla tíma til að horfa á X-Factor fyrir blogglestri.

Þegar rauðsokkurnar komu fram á unglingsárum mínum fann ég þeim flest til foráttu til að byrja með. „Hvað eru þessar kerlingar að væla?“ Með tímanum hef ég orðið þeim sífellt þakklátari fyrir að hafa hjálpað okkur konum í baráttu okkar fyrir bættum kjörum og aukinni virðingu. Það er t.d. ekkert langt síðan konur í Sviss fengu kosningarétt, ég var a.m.k. fædd þá. Mér finnst mjög niðrandi fyrir konur þegar ég sé hálfnakta konu auglýsa Tipp-Ex eða flottan bíl. Þetta dregur úr trúverðugleika okkar og kyndir undir fordómum um að konur séu vara og karlmenn neytendur. Ég vil endurtaka, ég er brjáluð í karlmenn!

Afganskur maðurÉg er líka mikill talsmaður frelsis en hvað gerði frelsið t.d. Afgönum gott? Þegar Kaninn réðst inn í landið 2001 og „frelsaði“ fólkið þar var m.a. farið að sýna klámmyndir í bíó, allt í nafni frelsisins. Svo „undarlega“ vildi til að nauðganir fóru allt í einu að verða áberandi en svo hafði ekki verið áður, enda þjóðin á steinöld, skv. Bandaríkjamönnum.

Þótt ég sé ánægð með að búa í vestrænu landi (þekki ekkert annað) sé ég samt gallana og öll gömlu gildin eru hverfandi. Hjá múslímum tíðkast t.d. ekki að senda foreldra sína á elliheimili og þeir eru víst mjög hneykslaðir á okkur fyrir að kasta fólkinu sem fæddi okkur og ól upp á stofnun um leið og það hættir að gera gagn. Þetta er vissulega bara dæmi um ólíka menningarheima ... og ég veð alltaf úr einu í annað. En þetta er alla vega mitt innlegg í þessa umræðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Hvað Gurrý mín ef  karlar eru vara og konur neytendur, allir hlutir hafa marga fleti, sný þínum orðum til mín, er brjálaður í konur, þær eru það fallegasta og besta sem Almættið setti á þessa jörð.

Pétur Þór Jónsson, 16.2.2007 kl. 22:46

2 Smámynd: Ester Júlía

Langaði að bara að kvitta fyrir lesturinn.. er líka brjáluð í kalla enda á ég fjóra en ætla að fá að sleppa rökræðum um klám og vændi  núna því ég er svooo sybbin.

Ester Júlía, 16.2.2007 kl. 23:20

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sofðu rótt skan!!! Vertu viðbúin færslu um X-Factor og Silvíu Nótt! Þá þarftu nú aldeilis að hugsa ... heheheheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.2.2007 kl. 23:23

4 identicon

Ég er mikill jafnréttissinni og ég skammast mín fyrir það sem karlmaður hversu mikla baráttu konur hafa þurft að heyja, fyrir það eitt sem "við karlarnir" köllum sjálfsögð réttindi. Eins og þetta með kosningaréttinn í Sviss ... ótrúlegt!

En þótt ég elski konur - tel þær (eins og Pétur hér fyrir ofan) vera það fallegasta sem búið hefur verið til síðan líf fór að kvikna á jörðinni - þá er ég einn af þeim sem hef ekkert á móti nekt. Mér finnst að karlar og konur eigi að hafa sama frelsi til þess að sitja fyrir og til þess að skoða og dást að. Mér finnst þessi mynd t.d. af sápugæjanum í greininni virkilega flott, en hún "höfðar" ekki til mín, ég hefði horft lengur ef þarna hefði verið kvenmaður. Þannig er ég bara. En er þá viðhorf mitt, þ.e. að finnast nekt í fínu lagi svo lengi sem ekki sé um niðrandi nekt að ræða, að eyðileggja fyrir einhverjum?

Auglýsingarnar eru sér fyrirbrigði, og fyrir langa löngu sá ég þátt á RÚV sem hét "Sex sells" þar sem hreinlega voru sýndar auglýsingar með kynferðislegum tónum og talað um áhrif þessarar stefnu. Þetta hefur ekkert breyst, og mér finnst það alltaf jafn fáránlegt. Hálfnakin kona eða hálfnakinn karlmaður að auglýsa Tipp-Ex er bara fáránlegt.

Ég þori hins vegar ekki að svo stöddu út í Afghanistan, Bandaríkin og frelsis-umræðuna strax... ég er enn svo reiður út af X-Factor kvöldsins...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 23:27

5 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Las svo gáfulegt í Fréttablaðinu í dag eftir Hallgrím Helgason:

„Konur sem gera sjálfar sig að leikföngum karlmanna eru dauðanum merktar því „draumakona“ karla er ekki til í veruleikanum heldur aðeins sem dauð hugmynd í kolli þeirra. Leikfangið drepur þannig í sér konuna fyrir þessa hugmynd og er því þegar hálfdautt, svona eins og dúkkur eru. Þegar leikfangið lætur síðan á sjá er ekki annað að gera en kasta sér á haugana því karlmannskrakkinn vill sífellt nýrri leikföng.“

Afskaplega vel að orði komist, finnst mér.

Guðrún Eggertsdóttir, 17.2.2007 kl. 16:33

6 Smámynd: halkatla

mér þykir þetta mjög góð lesning... 

halkatla, 19.2.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 618
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 508
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband