Synd að missa Sigga

Einar BárðarEkki hefur valið verið auðvelt hjá Ellýju dómara í kvöld!!! Eiginlega var bara fáránlegt að Siggi og GÍS hafi lent í neðstu sætunum. Ég hefði sko grátið með Palla ef hann hefði misst næstsíðasta hópinn sinn út úr keppni og það er svo sem komið að Einari að missa sinn fyrsta keppanda ... en Siggi var ekki verstur í hópnum hans, mér fannst hann eiginlega bestur! Einar var ansi reiður yfir úrslitunum, þessi elska! Það fljúga þvílíkt skotin á milli dómaranna, það er eiginlega hálfóþægilegt!

Frú Katrín, er X-Factorinn þinn í Englalandinu kannski fullur af sprengiefni og hálfgerðum svívirðingum?

silvianott11Rétt mundi eftir að horfa á Silvíu Nótt í seinkaðri dagskrá á SkjáEinum. Mér finnst hún æði (og ég segi þetta ekki til að sleppa við að fá hana í himnaríki til mín, hún er alltaf velkomin)!

Steven SegalSvo langar mig að horfa á fræðslumyndina hans Al Gore, hún bíður þangað til á morgun ...

... og líka einhver spennumynd með Van Damme eða Steven Segal, held ég! Alltaf gaman af góðum hasarmyndum inn á milli. En þær þurfa þá að vera góðar. Ég deili aðdáun á Die Hard og True Lies með Birni Bjarnasyni! Á það sameiginlegt með honum, eins og ég á sameiginlegt með Bretadrottningu að fá ókunnugan mann á rúmstokkinn og það um svipað leyti. Það var kannski í tísku þarna að villast inn í ókunnugar íbúðir og bögga sætar stelpur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég keypti "An Inconvenient Truth" þegar ég var úti í USA og ég verð að segja að hún fékk mig til að hugsa mjög mikið! Al Gore var líka þrælgóður í myndinni - þú skalt endilega horfa á hana! Seagal og Under Siege ... mynd sem alltaf er hægt að brosa að og skemmta sér yfir! Ég er meira að segja að hugsa um að horfa á Die Hard núna áður en ég fer að sofa. Vinna á morgun ...

... já og góðir bókasafnskrakkar eru velkomnir á Amtsbókasafnið hér fyrir norðan

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 01:29

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

æ--tla ei um pólitík mig að tjá, hvað er lengst til vinstri......Smá svona, útúrdúr.

Músíkk og algleymdi, þreyta og þunninldi, lífiðið samt i sinni hráustu mynd. þekkjið þið þetta?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.2.2007 kl. 03:39

3 identicon

Ég er eiginlega búin að gefast upp á að horfa á þetta blessaða X-Factor, vegna yfirgengilegs bjánahrolls sem ég fæ í hvert sinn sem dómararnir byrja að skjóta hver á annan eins og leikskólabörn. Kannski ég fái bara að dæma á næsta ári? 

Tinna (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 08:34

4 Smámynd: www.zordis.com

Væri alveg til í að sjá einn þátt með drottningu Silvíu Nótt!!!  Er það kanski möguleiki á netinu

www.zordis.com, 17.2.2007 kl. 09:43

5 identicon

Gurrí. Ég treysti þvi að þú horfir á Eurovision í kvöld og kjósir þar rétt...

Mannstu Eika Hauks ;)

Annars er ég sammála þér með Sigga, þá fáu þætti sem ég hef séð var hann bara mjög góður. Synd að hann skuli vera dottin út. En það segir bara að maður verður að passa sitt fólk vel...

Jóhanna (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 10:33

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Hanna mín! Auðvitað kýs ég Eirík Hauksson! Hann er flottastur!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.2.2007 kl. 10:54

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Zordís, held að það ætti að vera séns að horfa á Silvíu Nótt á Netinu. www.skjarinn.is.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.2.2007 kl. 10:55

8 Smámynd: www.zordis.com

Gracias, Bella mujer! 

www.zordis.com, 17.2.2007 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 618
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 508
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband