17.2.2007 | 11:47
Heimur versnandi fer ...
Ekki stóðu flutningamennirnir mínir sig nógu vel fyrir rúmu ári. Þeir skildu víst helling eftir í kjallaranum, m.a. bókakassa. Ég vaknaði við símhringingu frá nýja eigandanum, hann er að gera upp kjallarann, breyta í íverustað og þurfti að losna við dótið NÚNA.
Sú sem keypti af mér hringdi í síðustu viku til að segja mér af nokkrum bókakössum. Ég ætlaði að biðja Hildu að nálgast þá fyrir mig en þá veiktist Davíð aftur. Hann er með sama sjúkdóm og Björn Bjarnason (undarlegt hvað sú elska tengist mér þessa dagana) eða lungun falla saman. Davíð þarf væntanlega að fara í aðra stóra aðgerð til að festa hitt lungað við lungnavegginn ... jafnvel á mánudaginn. Elsku Davíð minn!
Já, hún var búin að hringja í mig og segja mér frá einum eða tveimur bókakössum!
Þetta er nú gott betra en það, tekur fjórðung af plássi geymslunnar, gamall sófi, steríógræjur og fleira! Geturðu ekki sótt þetta núna?
Ja, ég bý nú eiginlega úti á landi og á engan bíl!
Er enginn sem getur sótt þetta fyrir þig?
Nei, því miður! (Hilda á barnadeildinni með Davíð, ein vinkonan að jafna sig eftir járnbrautarslys (hún var að missa mömmu sína), önnur í útlöndum ... osfrv. Maður gerir vinum sínum heldur ekki svona.)
Ertu þá sátt við að ég láti fara með þetta út í Sorpu?
Nei, alls ekki, alla vega ekki bækurnar, en ég sé enga leið!
Og svo framvegis. Ég vissi að stúlkan sem keypti af mér var búin að taka m.a. rulluna gömlu úr þessu drasli sem flutningamennirnir gleymdu en hefur greinilega ekki viljað hirða fleira.
Í beiskju minni sagði ég manninum að hann yrði þá að senda henni reikninginn fyrir sendibílnum, hún hefði grætt tæpa milljón á því að eiga þessa íbúð í nokkra mánuði (og fullt af flottu dóti sem ég gaf henni, flottar gardínur sem ég heklaði og pössuðu fyrir gluggana þarna og fleira og fleira ...beiskj, beiskj) þetta var bláfátæk einstæð móðir sem ég vorkenndi og vildi vera góð við en nú hefur hún það miklu betra, sem er auðvitað bara æðislegt! Og auðvitað á maður ekki að sjá eftir því að gefa hluti, sárindin eru kannski af því að það var ekkert metið. Ég hefði líka vilja vita miklu fyrr af þessu dóti þarna, ekki þegar rándýrir iðnaðarmenn eru komnir í kjallarann til að vinna.
Það er samt gott að vita og ekki seinna vænna þegar maður er kominn á fimmtugsaldurinn að flest fólk hugsar bara um sjálft sig. Maður er allt of vitlaus í viðskiptum! Hehehhehe! Sorrí, er að skrifa frá mér beiskjuna yfir grimmd heimsins. Vona bara að hluti kassanna sé ekki frá Ragnari sem fékk að geyma dót hjá mér ... í heil 18 ár! En þetta er farið á haugana núna ... á maður ekki bara að hugsa með sér að naflastrengurinn við gömlu íbúðina sé þá loksins slitinn ... og hefja bara nýtt líf? Horfa á sjóinn og hugsa með sér að maður geti engu breytt hvort eð er? Held það bara!
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 38
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 662
- Frá upphafi: 1506061
Annað
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 547
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Fojjj
Gerða Kristjáns, 17.2.2007 kl. 12:18
Knús smjús og páskaliljur yfir hafið til þín Gurrí mín. Sko einu sinni hitti ég vitra konu .Hún sagði að fólk væri að halda í gamalt fót og yrði oft sorgmætt og leitt þegar það missti það eða eitthvað yrði ónýtt, brotnaði og sollis. Hún sagði að við gætum litið á alla þessa hluti og dót eins og fólk sem hefði bara ákveðin langan líftíma og það kæmi alltaf að því að dót hætti að vera til í sínu fyrra formi...þá gætum við bara sleppt því og leyft því að fara. Haltu bara huglæga hlutajarðarför og hentu svo öllum beiskjublöndnum hugsunum í hafið og bíddu róleg eftir að skærgular páskaliljur komi siglandi upp að Langasandinum með knús frá okkur hérna megin. Og fullt af góðum óskum, vináttu og væntumþykju fyrir góða konu sem heitir Gurrí. Smjúts.
oK?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.2.2007 kl. 12:36
Heheheh, sannarlega rétt. Mér líður miklu betur! Já, mun halda andlega kveðjustund fyrir dótið mitt ... og hlakka til að fá páskaliljurnar!!
Ég veit um fólk í Keflavík sem missti barnið sitt fyrir nokkrum mánuðum ... og fyrir nokkrum dögum gaf sig heitavatnsrör í íbúðinni þeirra og heimilið er í rúst! Líklega innréttingar og húsgögn alveg ónýt! Ég er sko hætt öllu væli!!! En þurfti á smá útrás að halda, reyndar!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.2.2007 kl. 12:45
Hey! Af hverju segirðu ekki hexinu að anda með nefinu og þú sækir dótið þegar þú getur!! Ósvífnin í sumu fólki!! OJ
Heiða B. Heiðars, 17.2.2007 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.