17.2.2007 | 17:19
Vorboðinn ljúfi ... kattahár!
Tvær af mestu og bestu uppáhaldsfrænkunum komu í heimsókn í dag og mættu með hálft Mosfellsbakarí með sér. Bollur og allt! Þær hrifust mjög af svölunum en söknuðu þess samt að sjá ekki beint út á sjó.
Kunni ekki við að segja þeim að troða sér út um litla gluggann, eins og ég geri, til að komast út á svalir. Maður er nú veluppalinn ...
Svo var Laufey vinkona að hringja, var á rúntinum í Mosfellsbæ með manni og móður, og datt í hug að kíkja ... hún er á leiðinni núna og ég verð að fara að ryksuga. Kettirnir byrjuðu nefnilega að fara úr hárum í dag. Svörtu buxurnar hennar Margrétar frænku voru orðnar hvítar eftir Kubb og himnaríki er allt loðið!
Það var Evróvisjón-fílingur í frænkunum og þeim fannst hræðilegt að vita til þess að ég yrði ein í kvöld. Ég verð sko ekki ein, lítil vinkona ætlar að koma í heimsókn (ekki pössu, segir hún) og vera mér til samlætis! Mér finnst reyndar yndislegt að vera ein ... er í svo góðum félagsskap ... og ég er ekki að tala um kettina!
Uppáhaldsfrænkurnar sáu hluta af Boldinu, þær langaði að sjá X-Factor sem var ekki byrjaður ... og við skemmtum okkur vel yfir rifrildi Taylor geðlæknis og Brooke um hönkið!
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 37
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 661
- Frá upphafi: 1506060
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 546
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
æ já nú fara hárin að fjúka af köttunum... þá fer skapið að versna í manninum mínum, þetta fylgist alltaf að sko . Ég keypti einmitt bollur í dag en fannst þær ekki góðar. Keypti nokkrar til að setja á og þær verða pottþétt góðar með búðing á milli og sonna. . En skemmtu þér vel í kvöld með litlu vinkonu þinni . Kær kveðja.
Ester Júlía, 17.2.2007 kl. 17:32
Fury heaven .... Ég held að himnaríki megi alveg vera loðin og mjúk. Tala nú ekki um þegar maður er ógeðslega vel upp alinn og allir hafa skilning á himnaríki! Kisutútturnar eru bara fínar! Yndilsega kvöldstund með besta félagsskap ever! Skil hvað þú meinar þegar þú talar um góða félagsskapinn .....
www.zordis.com, 17.2.2007 kl. 17:36
Kettirnir mínir tveir sem eru innikettir fara úr hárum allt árið um kring. Ég þarf helst að rykmoppa parketið á hverjum degi ef vel á að vera. En þar sem ég nenni því ekki er heimilið yfirleitt mjög loðið og vinalegt.
Svava frá Strandbergi , 17.2.2007 kl. 17:55
Ég held að það sé margt verra en að vera einn. Sérstaklega þegar maður er svona skemmtilegur eins og þú .... og ég ... tíhí. Og rosalega kíkja margir í kaffi til þín! Verst að ég er með soddan hroðalegt kattaofnæmi og hrædd um að kettirnir myndu veiða svona flugu eins og mig. Annars væri ég á leið í kaffi til þín.
Hugarfluga, 17.2.2007 kl. 19:33
Æ, hugarflugan mín ... ofnæmi!!! Þú værir sko velkomin í kaffi til mín! Ég gef bara kettina ... múahahhahaha!
Þetta var svo góður dagur, fullur af gestum, svakalega góðum gestum!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.2.2007 kl. 19:45
Færslurnar hjá mér eru mörg þúsund talsins síðan ég byrjaði að blogga fyrir mánuði eða svo. Ætla því að reyna að svara þér HÉRNA, ekki benda þér á færsluna, held að ég finni hana ekki sjálf ... Ég vissi ekki að Taylor væri dáin ... en svo rak ég augun í þetta dásamlega bu.., ég meina sápuþátt! Sko, Taylor átti aðdáanda, greifa eða prins eða kóng í fjarlægu landi, hann mútaði sjúkrahússtarfsmanni, líklega lækni, til að gefa Taylor eitur svo að hún félli í dá og læknirinn gaf svo út dánarvottorð. Kannski missti hún minnið í fjögur ár þar sem hún lifði væntanlega í vellystingum í höllinni (nú er ég farin að giska) og svo hefur minnið komið aftur því að þegar Bridget var að fara að giftast honum þarna sem á barn með mömmu Bridgetar, Brooke, ljóshærðu sem giftist ekklinum sem var ekki ekkill af því að Taylor er á lífi, þá sá Ridge ekkill látinni konu sinni bregða fyrir og gerði svo mikil læti að brúðkaupinu var frestað. Svona held ég að þetta hafi verið! Svo er bannað að skrifa Gurrí með Ý!!! Annars kem ég til Bolungarvíkur og giftist syni þínum sem eldist jafnvel jafnhratt og börnin í Boldinu. Tvíburarnir eru orðnar gjafvaxta og Tómas var farinn að deita Amber á tímabili en hann var 5 ára þegar hún eignaðist barn sem dó og stal barni af frænku sinni, hjólhýsapakkinu, og lét sem það væri hennar eigið barn. Hjúkkitttt. Eriddanóg?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.2.2007 kl. 20:37
Við maðurinn minn # 1 fórum í framhaldsnám til USA 1979. Þar sem ég var með lítinn son minn nokkurra vikna gamlan og vinkonu mína (íslenska) í næsta stúdentaraðhúsi, horfðum við alltaf á General Hospital um klukkan þrjú okkur til ómældrar lífsfyllingar. Næst þegar ég kom til USA til dvalar, 1993 (líka til framhaldsnáms..) skrúfaði ég frá imbandum og gat haldið áfram að horfa á Lauru og ..hvað hann nú hét...í General Hospital eins og það hefði bara liðið ein helgi milli atriða. Er ekki einu sinni að ýkja. Þetta er auðvitað listgrein sem ekki á sinn líka í menningarsögunni....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.2.2007 kl. 23:43
Svona þættir eru snilld!!! Svo hringdi einn aðdáandinn í mig seinnipartinn og spurði hvað hefði gerst í föstudagsþættinum ... og ég gat ekki svarað því! Miðað við þetta sem þú segir GAA skiptir einn þáttur engu máli! Þú misstir af mörgum árum án þess að það kæmi niður á þér ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.2.2007 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.