Æsispennandi Evróvisjón?

Dró Laufeyju og kó með á kaffihúsið nýja, hvað annað? Stund var milli stríða eða Skagamenn kannski ekki búnir að átta sig á að opið er til tíu ... en vitlaust var að gera fyrri hluta dags! Hingað til höfum við bara haft reykmettaðan bar, matsölustaðinn Galito og Hróa hött ef okkur langar út á djammið! Kaffið var æði og terturnar geðveikar!!!

Picture 351Svo drifu þau sig í bæinn og skutluðu okkur Halldóru heim ... allir að horfa á Evróvisjón.

 

Ég styð Eirík Hauksson fyrir Hönnu ... en ég hef ekki heyrt þessi lög, því miður. Alltaf ætlað að kíkja á þau á Netinu í gegnum ruv.is.

Vonandi verður þetta skemmtileg keppni en ég vil senda Silvíu Nótt aftur! Athuga hvort Finnar skilji húmorinn ... held að henni hefði verið tekið betur þar. Múahahhahaha!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Einhvernveginn hefur þetta farið framhjá mér......hef ekki séð eitt einasta lag (eða heyrt).Kannski maður láti sig hafa það að horfa á eftir ?

Gerða Kristjáns, 17.2.2007 kl. 19:44

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þá verður þetta nýtt og ferskt fyrir okkur á meðan allir hinir eru búnir að fá leið á lögunum ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.2.2007 kl. 19:46

3 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Hæ Gurrí,

ætlarðu að horfa á Euro, hef ekki heyrt eða séð útsendingarnar en heyri mjög margar mismunandi skoðanir á lögunum, kannski maður leggi frá sér bókina og kíki á þetta.

Pétur Þór Jónsson, 17.2.2007 kl. 19:58

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Pétur, við skulum bara kíkja á þetta, held að það verði bara gaman. Svo skulum við bera saman bækur okkar

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.2.2007 kl. 20:06

5 Smámynd: gua

hef allaf verið spennt fyrir júró en ekki núna,þvílíkt samansafn af miðjumoði,og búningarnir td hjá Jónsa eru hörmung held bara að Dóra Einars hafi komist með klærnar í þá hver man ekki eftir átfittinu í gleðibankanum hehehe svo þakka ég þér fyrir frábært blogg kemst alltaf í gott skap þegar ég les það sem er reynda á hverjum degi :) góð gáfa kímnigáfan, kveðja yfir flóann gua

gua, 17.2.2007 kl. 20:13

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahaha, já, takk fyrir að minna mig á búningana hjá Gleðibankafólkinu! Þeir voru dýrð! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.2.2007 kl. 20:28

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég hef heyrt eitt og eitt lag af þessu ótrúlega lagasafni - og eina lagið sem mér fannst þess virði að hlusta á til enda var lagið með Eiríki og hann eini flytjandinn sem hélt lagi og hafði þennan þétta tón og þrótt, - OG HANN VANN. Ég er alsæl með það. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.2.2007 kl. 23:51

8 identicon

Takk,  takk elskan ég vissi að það væri hægt að treysta á þig.

Ég brosi hérna gjörsamlega út að eyrum að ánægju....

Jóhanna (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 28
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 652
  • Frá upphafi: 1506051

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 537
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband