Fyrrverandi eiginmenn, hundar og svín!

FyrrrrrverandiElskulegur fyrrverandi eiginmaður minn á afmæli í dag. Hver vill elska 49 ára gamlan mann? Ja, líklega konan hans! Ég sendi bara góða kveðju í huganum.

RauðhærðurC´mon, ég varð nú fyrst skotin í honum þegar ég var 13 ára og hann með flott rautt og krullað hár.

Um 24 ára aldurinn var hárið orðið grænleitt (spanskgræna) og þá skilaði ég honum, menn sem svíkja lit eru ekki gjaldgengir í heimi Guðríðar.

Eins og ég hef sagt áður þá átti ég erfitt með að kyngja því að hann væri vörubílstjóri (þeir eiga kærustur í hverjum kaupstað) en reyndi að sætta mig við það með því að sjálfur Elvis hefði byrjað feril sinn sem vörubílstjóri! Eftir nokkurra ára sambúð sönglaði hann af sér ... og það var eins og við manninn mælt, ég skilaði honum. Elvis

Þegar Gulli stjörnuspekingur sá stjörnukortið hans fölnaði hann og sagði að svona guðdómlegt, hlýtt og viðkvæmt ljón, eins og ég, (fullt af krabba í kortunum) ætti ekkert erindi með svona ísjaka sem er með sól, tungl, merkúr og venus í vatnsbera og mars í steingeit. Þá vorum við reyndar skilin fyrir nokkrum árum, minnir mig, annars hefði ég auðvitað hlýtt spekingnum ... heheheh!

Gulli stjarnaGulli sagði að vatnsberar ættu að vera vinir mínir, ekki eiginmenn! Og ég hef hlýtt því!

Svo fæddist hann á ári hanans ... mæ godd ... en ár hundsins, árið mitt, hófst daginn eftir fæðingu hans. Þá er Dobba mín fædd og hún er sko góður hundur.

Sem minnir mig á að ár svínsins hefst á morgun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ég er með kínverska táknið fyrir svínið tattúverað á hægra herðarblaðið........dóttir mín, frumburðurinn, er fædd á því ári :)

Gerða Kristjáns, 17.2.2007 kl. 21:59

2 identicon

En ég er trésnákur með sól í vog og tungl í meyju - sem er alveg vonlaust - múahahhahaha...

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 22:15

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ónei, Guðmundur, samkvæmt þessu ertu nánast fullkominn! Hahahahahah!

Og Svandís, þessi bók er víst til hjá Amazon, fann hana þegar ég gúgglaði Ex Husband!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.2.2007 kl. 22:19

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gaurinn þinn bjargaði kúlinu með því að gerast lögga!!! Mér finnst löggur flottar!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.2.2007 kl. 22:54

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gurrí, er maðurinn þinn fyrrverandi, rauðhærði vörubílstjórinn sem raulaði af sér, bloggari..??

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.2.2007 kl. 23:52

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Nei, það held ég ekki! Hann keyrir reyndar ekki vörubíl lengur ... nú er hann kjarneðlisfræðingur (djók). Alveg indælis maður en unglingaástir slökkna stundum þegar væntingar bregðast. Hefði getað drepið Barböru Cartland fyrir að vekja falskar vonir hjá mér um lífið, ástina og karlmenn! Ég get ekki lýst því hvað ég hef kysst marga prinsa sem jafnóðum hafa breyst í froska!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.2.2007 kl. 23:59

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Gurrí, ekki hlusta á KJAFTÆÐI UM STJÖRNUMERKJARUGL!

minn maður er vatnsberi og ég þekki bara engan sem er jafn langt frá því að vera ísjaki og hann. Skoh, annaðhvort reikna þeir allir upp á nýtt og taka Naðurvaldann með í stjörnumerkin, eða þá (gáfulegra by far) átta sig á því að allar þessar stjörnur í stjörnumerkjunum, hundruð ljósára héðan í burtu, flestar, geta bara ekki mögulega haft nein andskotans áhrif á líf okkar hér heima bara með því að sjást...

(æji, sorrí rantið, aðeins of mikið freyðivín/hvítvín/rauðvín/tokaji/bjór á árshátíðinni í kvöld. Samt mín hjartans meining...)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.2.2007 kl. 02:04

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

(já og fullt af stjörnumerkjastjörnunum orðnir hvítir dvergar fyrir löngu, bara einhverjir tugir ára þar til það sést hér heima)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.2.2007 kl. 02:26

9 Smámynd: www.zordis.com

Talið er samkvæmt kínversku fræðunum að Svíns börn séu best og að flestir leggji upp úr því að eiga Svín!  Dóttir mín er fædd á ári svinsins og átti lítið gælusvín þegar hún var yngri.  Þeim kom vel saman.  Faðir hennar er "algj.svín" en það er efni í færslu.  Segi svona, bara grín ...... hehehheeh  Já til hamingju með sigurinn Íslendingar!

www.zordis.com, 18.2.2007 kl. 09:20

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hildigunnur ... Gulli fölnaði yfir allt of miklu KÚLI í fyrrverandi ... mikill vatnsberi og steingeit, e-ð svoleiðis ... og ég má alveg sko beygja orð hans og nota mér í hag sko ... (já, farðu að drekka minna, væna mín) heheheheh!!! 

Þekki reyndar ákaflega hlýja og dásamlega manneskju sem á afmæli daginn á eftir og er með allt þetta KÚL kjaftæði ... það er hún Dobba, frænka Parísardömunnar! En hún er líka fædd á fyrsta degi árs hundsins ... sem er náttúrlega guðdómlegt og breytir öllu!!! Knús til þín í þynnkunni, darling (múahahahahah)

Zordis, Hilda systir er fædd á ári svínsins og var held ég ákaflega meðfærilegt og gott og fullkomið barn.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.2.2007 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 24
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 648
  • Frá upphafi: 1506047

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband