Tvöfalt skúbb, frjálslyndir koma við sögu

madonnaFrétti áðan að einn keppandinn í X-Factor hefði misst fingur í slysi í gær. Bílhurð er um að kenna. Þótt Einar Bárðarson sé mikill keppnismaður fylgdi það sögunni að hann hefði ekki gert henni Ingu þetta til að halda henni í keppninni.

Nú verður hún X-Factor-stjarnan, þessi elska, nema eitthvað enn meira krassandi gerist hjá öðrum keppanda. Bataóskir til Ingu, hún er flott! Og ótrúlega fyndið hvernig var látið í sambandi við aldur hennar í byrjun.

Hún er ári yngri en Madonna, bara svo það sé á hreinu.

 

Halldóra steinsofnaði í gær í sófanum á meðan ég sat og las ódauðleg orð bloggvina minna. Ég reyndi eftir bestu getu að halda mér vakandi, alla vega til að sjá endursýninguna á Silvíu Nótt og það tókst, snilldarþáttur. Svo steinsofnaði ég og vaknaði ekki fyrr en móðir Halldóru hringdi til skiptis í gemsa og heimasíma ... Ég reyndi að senda henni hugskeyti, leyfðu okkur að sofa ... en svo gast ég upp, svaraði og sagði: „Leyfðu okkur að sofa!“

frjalslyndirSvo kom mamman í hádeginu og við skruppum allar þrjár á kaffihúsið. Þar varð ég vitni að mjög grunsamlegum fundi hjá Frjálslynda flokknum. Magnús Hafsteinsson og þrír aðrir sátu og spjölluðu saman. Hvað var í gangi? Hvað var verið að pukrast? Var þetta kannski bara saklaus sunnudagsfundur?

Það vantaði reyndar reykjarmökkinn og dregur aðeins úr grunsemdum mínum. Svo frétti ég að Samfylkingin hefði verið þarna í gærmorgun. Hvað er að gerast? Eru að koma kosningar?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, það var grunsamleg tónlist í bakgrunni, djass eða eitthvað ... verst að ég sá ekki hópinn fyrr en ég var að borga og Magnús líka, hann var svo brosmildur, sætur og sakleysislegur ... en við vitum betur. Múahahahahaha! Já, Arna, hvað gerist næst?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.2.2007 kl. 14:17

2 Smámynd: Ester Júlía

Til hamingju með daginn kæri bloggvinur.    Þetta er þó þjóðlegri siður en valentínusardagurinn...  ég er hlynnt konudeginum.  (sorrý , kemur færslunni þinni lítið við )

Ester Júlía, 18.2.2007 kl. 14:19

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takkkk, auðvitað er konudagurinn í dag! Nú sest ég við dyrabjölluna og bíð eftir að hún hringdi og upp stigana þjóti sendlar með blóm í hrönnum! Ahhh, ég gleymi reyndar alltaf að koma mér upp aðdáendum um þetta leyti árs!!! Klaufi ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.2.2007 kl. 14:20

4 Smámynd: Ester Júlía

Það þarf nú ekki einu sinni að eiga mann til að fá blóm sko.  þessi elska skrapp til Hveragerðis og ég hringdi í hann áðan og eitthversstaðar inn á milli setninganna sem fór okkur á milli segir hann :  Hei, það er konudagurinn í dag?? ..ÉG : Já og hvað með það??  Hann: hvað get ég gert fyrir þig elskan ?  ÉG:  alla vega ekki kaupa blóm, leyfðu mér frekar að skreppa eitthvað út þegar þú kemur, Hann ( með móral) ha..já auðvitað elskan.  hehehehe svo ég á frí seinni partinn..var ég ekki sniðug ??

Ester Júlía, 18.2.2007 kl. 14:50

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Alger snillingur!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.2.2007 kl. 14:58

6 Smámynd: gua

þeir eru örugglega að leggja á ráðin um byltingu á stór-Akranessvæðinu og þú bara skúbbaði þessu á þínu bloggi  en eigðu góðan konudag og ég sendi þér lots of blómum í huganum kveðja gua

gua, 18.2.2007 kl. 15:06

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheh, takk gua! Held að það verði bara bylting hér. Þeir náðu einum manni inn í bæjarstjórn með Sjálfstæðisflokknum í fyrra! Nú ætla þeir sér stærri bita!!!

Eigðu góðan konudag sömuleiðis, nú er að renna í aldeilis guðdómlegt konudagsbað fyrir mig! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.2.2007 kl. 15:09

8 Smámynd: Gunna-Polly

ég drattaðist að taka niðurt jólagardínur ( já ég veit það er febrúar) þá kemur kallinn og segir heyrðu elskan þú átt ekki að vera áð vesenast í þessu í dag það er konudagur svo sest hann inn í stofu með kaffi *piff*

en skipt var um gardínur ;) og til hamingju með daginn konur

Gunna-Polly, 18.2.2007 kl. 15:47

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahah, góður!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.2.2007 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 645
  • Frá upphafi: 1506044

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 530
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband