Efnahernaður ... eða bara kvef?

Já, það er víst konudagurinn. Allar konur, til hamingju! Blómum, konfekti og skeytum hefur rignt yfir mig frá strætóbílstjórum, -farþegum og öllum sætum mönnum sem ég hef hitt á lífsleiðinni. Strákar, þetta er að verða nóg! Hef ekki lagt í vana minn að safna blómavösum, enda eru þeir bara notaðir þegar ég á afmæli ... og ég vil bara fylltu molana frá Nóa Síríus!
Annars er gömul vinkona mín á leiðinni upp á Skaga, hringir á hverri stundu til að fá leiðarlýsingu.

 
12.08.2005_bjorn_bjarnason_1Davíð frændiÉg ætlaði ekki að geta sofnað í nótt þrátt fyrir gífurlega syfju, svo mjög snörlaði og ýlaði í lungunum á mér. Hélt að tilhugsunin um Davíð frænda og Björn Bjarnason (lungnavesenið á þeim) hafi haft áhrif á mig.

Var farin að ímynda mér það versta, enda var lofthreinsunartækið í gangi með kannabis-lyktinni í vatninu. Efnahernaðarkvikmyndir í tugatali rifjuðust upp fyrir mér og á endanum fór ég fram á gang og slökkti á tækinu. Vaknaði svo bara kvefuð í morgun.

 

KvenspæjarastofaÉg hóstaði pent við afgreiðsluborðið á Skrúðgarðinum í hádeginu og María almáttugur, kaffihúsaeigandinn, skellti rauðrunnatei í poka handa mér. „Drekktu þetta og hananú!“

Er það ekki rauðrunnate sem hún drekkur alltaf í kvenspæjararstofu númer eitt? Það minnir mig. Og ekki hóstar hún á síðum bókanna góðu.

RauðrunnateJæja best að fá sér rauðrunnate og leysa heimsmálin á meðan.  

 

P.s. Elskan hún Dobba á afmæli í dag! Til hamingju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Til hamingju með daginn!!!!!!!!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.2.2007 kl. 16:09

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takkkk, gamli granni!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.2.2007 kl. 16:10

3 Smámynd: www.zordis.com

Þetta er mikill hamingjudagur   Segi eins og þú, allt of mikið af súkkulaði frá gömlum aðdáendum.  Turron hér og turron þar!  fékk dásamlegan súkkulaðibita með hnetum eftir hádegismatinn sem tendó gaf mér ( I´m the lucky one)  Bestu kveðjur á fallegasta punkt jarðar!

www.zordis.com, 18.2.2007 kl. 18:44

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Súkkulaðið mitt var nú bara IN MY DREAMS og ég hefði slitið stjórnmálasambandi við tengdamömmu ef hún hefði reynt að gefa mér súkkulaði með HNETUM! Heheheh!

Og bestu kveðjur suður eftir til þín

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.2.2007 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 18
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 642
  • Frá upphafi: 1506041

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 527
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband