Bílaþátturinn í kvöld og styttist í Formúluna!!!

Picture 542Fallegar öldurnar núna og skemmtilega háværar!

Hún missir af miklu hún vinkona mín sem frestaði heimsókninni til morguns en vonandi verða bara enn flottari öldur þótt önnur vindátt verði ríkjandi þá, eða hvöss austlæg átt.

Tók þessa mynd út um stofugluggann minn áðan en ég held að fyrirsæturnar (fyrir utan öldur) hafi ekki verið í grunsamlegum erindagjörðum. Þær störðu bara á öldurnar sem skvettust samt ekki á þær. 

Það skvettist skemmtilega þegar öldurnar skella á steinunum og það vantar bara Hildu til að æpa af hrifningu. Hún er örugglega á barnaspítalanum hjá Davíð sínum.

Top GeardexterFrá klukkan 19.45 er SkjárEinn óumdeilanlegur sigurvegari í slagnum um sjónvarpsáhorfendur í kvöld en bílaþátturinn Top Gear hefst þá. Ég á ekki bíl og hef ekki áhuga á bílum en það er eitthvað við þennan þátt sem mér finnst æði. Síðan er það Psych um manninn sem þykist vera miðill og aðstoðar lögregluna við að upplýsa mál. Þá er það Boston Legal og á endanum Dexter, blóðslettufræðingur lögreglunnar sem myrðir í frístundum ... en bara fólk sem á það skilið ... Hljómar kannski ekki vel en bókin er þó spennandi.

Einhvers staðar þarna á milli þarf ég að troða áhorfi á 24 á Stöð 2 ... Eins gott að Örninn er ekki sýndur á RÚV ... þá myndi ég bara slökkva á sjónvarpinu og halda áfram að lesa Ilminn!

P.S. Formúla 1 hefst 17. mars! Ég get ekki beðið! Nú verð ég að finna mér uppáhaldsökumann. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Gurrí, Alonso þarf á fegurðardísum eins og okkur að halda.  Mæli með honum, hann er rogginn og fögur típa.

www.zordis.com, 18.2.2007 kl. 19:07

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ef hann lendir aftar en í 10. sæti í fyrstu keppninni verður hann minn maður! Þá er svo spennandi að sjá hann vinna sig upp aftur. En hvað gerir maður svo sem ekki fyrir bloggvinina sína? Ég er svo munaðarlaus eitthvað síðan Montoya hætti. Hann tók mig með trompi! Nú er hann að gera það gott í kappakstri annars staðar, algjör snilli! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.2.2007 kl. 19:18

3 Smámynd: Gerða Kristjáns

Úfff, 16. mars er ss. síðasti dagurinn þar til tímabilið er búið sem hægt er að tala við mömmu af viti.......hún er forfallinn formúlisti........

Gerða Kristjáns, 18.2.2007 kl. 20:23

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... og með hverjum heldur virðuleg móðir þín?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.2.2007 kl. 21:25

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Sakna svo Six Feet Under þegar ég sé krúttið sem leikur hann Dexter. Sá var einn af fáum þáttum sem hlotið hefur náð fyrir krítískum augum mínum! Ætla að gefa þessum þætti sjéns, útá leikarann. Veit að það munar þig afskapleg miklu að vita þetta.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.2.2007 kl. 22:25

6 identicon

Mikid var gott ad heyra um öldurnar aftur. Eg var farin ad halda ad svalirnaar skygdu a allt utsyni. Gluggagægir

Gluggagægir (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 22:27

7 Smámynd: Gerða Kristjáns

Hakkinen var hennar kall.....og hans lið hennar lið, man ekki nafnið á gaurnum sem hún snéri sér að eftir að Hakkinen fór frá henni (ójá, þetta var nánast ástarsorg)

Gerða Kristjáns, 18.2.2007 kl. 22:51

8 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, dagskráin á SkjáEinum er hreint út sagt frábær á sunnudögum. Kannski ekki mjög kristileg en bráðskemmtileg það fer nefnilega sjaldnast saman.

Steingerður Steinarsdóttir, 19.2.2007 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 631
  • Frá upphafi: 1506030

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 517
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband