18.2.2007 | 22:12
Fleiri góð ráð til að myrða ... kvef!
Tventífor er bara nokkuð spennandi en ég er búin að ákveða það að um leið og einhver kona, viti sínu fjær yfir svikum, drepur lykilvitni sem hefði getað vísað á vondu karlana þá er ég hætt að horfa. Bróðir Jacks Bauer er greinilega einn af þessum vondu.
Svo er líka frekar óþægilegt að ein fyndnasta manneskjan úr Ally McBeal skuli vera ráðgjafi forsetans.
Mig vantaði eitthvað heitt áðan, eða hitaeiningar, þótt ég sé með hita, og eldaði mér pastarétt úr pakka, setti bara vatn út í.
Pakkinn rann út í lok janúar sl. en ég lét mig hafa það, eins og skjólstæðingar Mæðrastyrksnefndar þurfa að gera. Sum fyrirtæki gefa nefndinni og Fjölskylduhjálp helling af útrunnum mat og heimta svo að komast í blöðin fyrir góðverkið!
Ég henti helling af hvítlauk út í útrunna pakkann minn og veit því ekki hvort þetta var illilega ónýtt eða ekki. Mig vantaði hita ... og hvítlauk.
Svo ætla ég að vakna í fyrramálið alheil og hress! Búin að drekka óbjóð, c-vítamín og sólhatt út í kalt vatn, plús rauðrunnate í dag og horfi nú á mjög kveflosandi sjónvarpsefni. Held að það sé ekki hægt að gera betur en þetta!
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 3
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 627
- Frá upphafi: 1506026
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 513
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Killing the kvef er ómögulegt. Það þarf bara sinn tíma til að komast í gegn. Og sólhatturinn á að vera fyrirbyggjandi til að byggja upp ónæmiskerfið...svo kvefið komist ekki að. Ekki að nota það eins og smokk þegar barnið er komið undir. Hélt að allir vissu þetta. Kveflosandi sjónvarpsþættir eru hins vega eitthvað alveg nýtt. Hljómar spennandi. Bið að heilsa sjónum. Ferlega erfitt að búa inní landi og sjá ekki sjó daglega nema í þáttunum..Living in the sun.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.2.2007 kl. 22:16
Sjáum til með það, frú Katrín. Ekki vanmeta mátt hugans. Ef ég trúi því nógu heitt þá mun ég læknast! Ég hef líka tekið lyfleysur af öllum sortum, aðallega sykurpillur, og ef þær virka ekki þá veit ég ekki hvað ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.2.2007 kl. 22:21
Óbrigðult ráð við kvefi: Væta vasaklút í tíðablóði hreinnar meyjar á fullu tungli. Láta blóðið storkna og mylja gúmmelaðið í heyið í rúmi sínu.
Ertu ekki fegin, að við lifum nú á tímum?
Góða nótt og góða heilsu við öldunið og aftanklið!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.2.2007 kl. 22:22
Bestu heilsukveðjur til þín Gurrí. Máttur hugans er ótrúlega öflugur!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 22:54
Heheheheheh, sjúr! Ég bara nenni ekki að vera veik og því ætla ég að nota allt til að láta mér batna, jafnvel nota ráð Guðnýjar Önnu!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.2.2007 kl. 22:58
Þegar þú verður komin á topp fimmtíu leysast öll þín vandamál, kvef, kattafár og komutímar rútubilstjóranna. Bara 6 sæti í það. Hetja. Kíki við nokkrum sinnum á dag til að hífa þig upp ur kvefinu darlingið mitt.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.2.2007 kl. 23:03
Gurrí mín
Ekki hafa áhyggjur af útrunnum pakkamat, venjulega geta vörur verið í besta lagi í marga mánuði, jafnvel ár. Þetta er bara fyrirhyggja í hæðsta lagi til að koma í veg fyrir lögsóknir. Annars væri ég löngu dauð....Og ef fyrirtæki eru að gefa mat, jafnvel útrunninn, það er reyndar góðverk því ef honum væri hent væri það frádráttarbært til skatts, ef þeir gefa hann þá þarf að borga fullann skatt. Go figure!!!!
lalla (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 23:09
Takk, Lalla, gott að vita það. Ef ég hefði ekki verið svona svöng þá hefði ég hent þessu! Fólk ætti að vita af þessu! Knús í bæinn ... og annað knús til Englands (Katarína)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.2.2007 kl. 23:17
Ææ vonandi virkaði rauðrunnateið, hvítlaukurinn og útrunna súpan! En reyndar er voðalega erfitt að eiga við kvef . Mér finnst voða gott að fá mér engifer ( og nóg af því) hvítlauk og hunang út í sjóðandi vatn. Pressa hvítlaukinn og engiferið í stóran brúsa, læt standa í 10-15 mín áður en ég fæ mér fyrsta bollan. Bragðbæti svo með hunangi í bollan. Þetta rífur alveg í hálsinn ef þú hefur þetta nógu sterkt. Svo er auðvitað hægt að fá sér jagermaster Góðan bata dúllan
Ester Júlía, 19.2.2007 kl. 06:51
bollukvitt
Ólafur fannberg, 19.2.2007 kl. 07:59
BOLLUKVITT????? ERTU AÐ SEGJA AÐ ÉG SÉ FEIT???? ÓLAFUR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Heheheh, djók!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.2.2007 kl. 08:29
litlasystir steindrepur kvef með sólhatti, þó það sé byrjað, ss áður en það nær sér upp í einhvern styrk. En magnið sem hún tekur af þessu...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.2.2007 kl. 08:36
litlasystir steindrepur kvef með sólhatti, þó það sé byrjað, ss áður en það nær sér upp í einhvern styrk. En magnið sem hún tekur af þessu...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.2.2007 kl. 08:36
arrg, fékk villumeldingu þannig að sendi aftur. Átti ekki að koma tvisvar.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.2.2007 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.