Hugarorkan á hvassar hviður

Rok, rok, rokAuðvitað reif ég mig á lappir í morgun og fór í vinnuna! Kvef, hiti, hósti, hálsbólga snýt ... hvað! Og hljóp út í rokið sem þó var ekkert miðað við það sem beið í höfuðborginni.

Hefði þó mátt vera nokkrum mínútum fyrr á ferð til að ná að fara út í Skútu og ná sæti því að ég náði bara sæti á fjórða bekk, sæti 2, ekki fyrsta bekk við hlið Ástu, eins og venjulega.  

StrætóHjá Ástu sat glaðhlakkaleg kerlingarbeygla, alsæl með að hafa eyðilagt daginn fyrir okkur Ástu! Djákninn og þroskaþjálfinn hafa alveg rænt fyrsta bekk, sæti eitt og tvö, sem við Ásta notum til vara, þannig að fátt er í stöðunni annað en skilnaður eða mæta fyrr!  

Við Ásta héldumst í augu nokkrar dramatískar sekúndur þegar ég gekk upp í vagninn og sá hafði gerst. Svo valdi ég mér sæti við hlið ungs manns, skóladrengs. Hann var vissulega ekki pervisinn en samt ekki kominn með þessar breiðu axlir sem ekki er séns að sitja við hliðina á í rútu.   

Svo þurfti megnið af Kjalnesingum, alla vega fjórir eða fimm, að standa á leiðinni, eða þar til við komum í Mosó ... en þetta stendur ekki lengi, enda hættulegt og harðbannað. Tveir morgunvagnar af Skaga fara alveg að verða að veruleika; Hraðferð Hafþórs þar sem Skagamönnum er ruppað upp í vagninn og ekið sem leið liggur BEINT í Ártún, hvergi stoppað á leiðinni, og svo er það „Geðheilsa, gleði og hægferð“, sem leggur af stað frá Skrúðgarðinum tveimur mínútum síðar og stoppar á Kjalarnesi og endar í Mosó! Ef maður missir af hraðferðinni ... þá er þetta ekkert hryllilegur kostur!   

Kjalarnesi í morgunÞað var hvasst  á Kjalarnesinu (og á að hvessa enn meira í dag) svo að ég þorði ekki að blunda, heldur notaði hugarorkuna til að halda strætó á veginum. Það tókst svona líka rosalega vel.  

Við Sigþóra fukum svo meðfram vegarkantinum við Vesturlandsveginn og þurftum ekki að hlaupa til að ná leið 18.

Vont veður er þetta alltaf í borg óttans.

Vá, hvað ég er orðin eitthvað mikil dreifbýlistútta, heheheheeh!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Kvikmyndin "dreifbýlistútturnar" byggð á sögu eftir Guðrúnu Helgadóttur, kom upp í hugann þegar ég las færsluna þína!  Mér svelgdist á kaffibollanum mínum ( vont kaffi úr risakaffikönnu Orkuveitunnar) þegar ég skellti upp úr við lesturinn.    En rosalega varstu nú dugleg að drífa þig af stað í vinnuna, svona hrikalega kvefuð!!

Ester Júlía, 19.2.2007 kl. 08:43

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

 Maður er orðin hálfgerð tútta (borg óttans, alltaf rok í Reykjavík osfrv).

Æi, er vont kaffi í vinnunni þinni? Það er alvörukaffi hérna! Espressó frá Kaffitári, voða gott!!!Þú getur alltaf labbað niður eftir til mín, stutt á milil okkar, og fengið góðan sopa!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.2.2007 kl. 08:49

3 Smámynd: Ester Júlía

Ég læt mig FJÚKA núna!!   . Takk fyrir þetta . Annars hef ég stundum gert mér ferð út á bensínstöð og keypt mér kaffi þar, fínasta kaffi úr expressóvél ..

Ester Júlía, 19.2.2007 kl. 09:12

4 Smámynd: bara Maja...

%$##$% rokrass er þetta...  en hvar nærðu í allar þessar skemmtilegu myndir til að skreyta ? stórskemmtilegt

bara Maja..., 19.2.2007 kl. 09:21

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

www.google.is, ýti á "myndir" og svo set ég ýmis orð inn; wind comic, osfrv.  

Sko Ester, það er miklu betra hjá mér kaffið, en á bensínstöð, í alvöru!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.2.2007 kl. 09:29

6 Smámynd: www.zordis.com

Kaffi er ekki bara kaffi !  Láttu litla ræflinum batna, þyrftir að láta dúdda (i takt vid tímann)  þig upp heilun og slökun

www.zordis.com, 19.2.2007 kl. 09:31

7 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Láttu þér batna Gurrí mín.  Þú manst eftir galdramixtúrunni: eplaedik + hunang

Guðrún Eggertsdóttir, 19.2.2007 kl. 09:43

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Nudd hjá Dúdda, eplaedik og hunang ... nú getur ekkert klikkað!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.2.2007 kl. 09:58

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já og smá logn.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.2.2007 kl. 10:49

10 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Þú verður stálstlegin um kvöldmat, með þessu áframhaldi.

Guðrún Eggertsdóttir, 19.2.2007 kl. 11:21

11 identicon

Er ekki allveg öruggt að Tommi bróðir er með uppstand á ferðum sínum með ykkur í strætónum. (Kannski erfitt vist hann situr við stýrið). Það mætti segja mér að farðþegarnir fái kraftmiklar lýsingar á mönnum og málefnum í þessum ferðum.

Magga (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 11:47

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Tommi bróðir? Það er sko brosmildi bílstjórinn  (var ekki að keyra í morgun ) Við lentum einmitt í hættu með honum þegar myndaðist allt í einu glerhálka í síðustu viku. Ég sagði þá við hann eftir að honum tókst með naumindum að halda strætó á veginum: „Vá, ég hefði ekki viljað vera bílstjórinn sem kom á móti okkur.“ Þá svaraði Tommi: „Ja, ég hefði ekki viljað vera nærbuxurnar hans!“ Og allir í strætó skellihlógu og hættu að vera hræddir! Tommi er ótrúlega skemmtilegur!!! Til hamingju með að vera systir hans!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.2.2007 kl. 12:12

13 identicon

Takk fyrir það  hann er stuðbolti. Frábæt blogg hjá þér - ég mun fylgjast með daglega. Góðar ferðir með Tomma.

Magga (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 1506025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband