19.2.2007 | 17:01
Varúð, Keflvíkingar eða Kanar, og matarbylting í himnaríki
Þegar íbúfenið hætti að virka á hádegi var mér allri lokið og fór heim. Var svo heppin að fá far alla leið. Vinkona sem hafði ætlað að koma með mér klukkan fjögur breytti bara áætlun sinni, sótti mig í vinnuna, skoðaði himnaríki, drakk einn kaffi og fór fljótlega heim. Hún var hálfsslöpp líka.
Smáviðvörun!
Dökkt ský stefnir nú óðfluga til Keflavíkur!!!
Sjá mynd sem ég tók rétt áðan.
Ef Keflvíkingar sleppa við óveðrið þá vara ég Ameríkana við en stefnan er í westur!
Já, og ég er orðin matreiðslubók ríkari. Nú verður mataræði himnaríkis aldeilis tekið í gegn. Frá og með kvöldinu í kvöld verður allt annar matur á boðstólum og má segja að nú fái ég aðeins mat við hæfi.
Í kvöld:
Túnfisk-carpaccio
Fylltur lambahryggur með madeirasósu
Kókosís
Á morgun:
Ristaður skötuselur á lauk og beikonmauki með rauðvínssoðnum smjörbaunum
Ofnsteikt heiðagæs með bökuðu grænmeti í Savoykáli, kartöflukrókettum og Calvadossósu
Vanillu Créme Brulée með jarðarberjakompot
Verst að allar uppskriftirnar miðast við tíu en ef ég borða bara mjög hægt ...
Matreiðslubókin heitir Matreiðslubók íslenska lýðveldisins og eru í henni aðeins uppskriftir sem hafa verið notaðar í fínum kónga-, forseta- og ráðherraveislum íslenska lýðveldisins í gegnum árin.
Ég hef aldrei komist fínna en að borða hádegismat niðri á alþingi þegar vinkona mín, fv. alþingiskona, bauð mér. Mér fannst fyndið til þess að hugsa að sá matur hafi komið frá Múlakaffi. Þá hélt ég að Múlakaffi væri bara með risakleinur og mat fyrir glorhungraða verkstæðiskarla og trukkabílstjóra ... en mikið skjátlaðist mér. Maturinn var afar góður og líka sá sem við fengum á árshátið fyrirtækis sem ég vann hjá og kom frá Múlakaffi, algjör dýrðarmatur.
En nú þarf ég að fara að networka svolítið og reyna að komast í þessar fínu kóngaveislur fyrst ég er að komast á bragðið í orðsins fyllstu merkingu.
Myndin sem fylgir er af mataræfingu sem ég hélt áðan, kisunum og mér til mikillar gleði ...
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 626
- Frá upphafi: 1506025
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 512
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
skötuselur nammi namm
Ólafur fannberg, 19.2.2007 kl. 17:09
Úps .... þetta verður greinilega konunglegt bloggvinamót á Skaganum!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.2.2007 kl. 17:53
Þetta er svona MOUTHWATERING færsla ........ tala nú ekki um þegar maður er búinn að hríðhorast í dag af ávaxta áti og grænmetisdjúsdrykkju. Líst rosalega vel á matseðilinn og óska þér velfarnaðar með heilsubrestinn. Skrái mig í smakk til frú Guðríðar .... get verið aðstoðarsmakkari
www.zordis.com, 19.2.2007 kl. 17:55
Reykt ýsa sett í álpappír og fullt af sméri með í ofninn..sjóða kartöflur og Voila!!!
Himnesk máltíð. Heimilisfólkið umlaði, slefaði og kjammsaði á þessu góðmeti og voru leiðir þegar allt var búið. Stundum er einfalt líka gott.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.2.2007 kl. 18:08
Hljómar eins og sannur herramannsmatur (frúarkonumatur) ... kannski er þetta uppskriftin sem fengi mig til að borða reykta ýsu ...
Zordis er hér með ráðin sem aðstoðarsmakkari!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.2.2007 kl. 18:29
Siggi leigubílstjóri vinur minn fékk sér eitt sinn kvöldmat á Múló. Daginn eftir mætti hann aftur og bað um að fá að ræða við kokkinn. Kokkurinn kemur fram - eitt spurningarmerki. "Það er nú ljóti viðurgjörningurinn sem gestum er boðið upp á hérna, eftir að hafa étið hér situr maður bara á dollunni það sem eftir lifir vaktar"!
"Já en það hefur enginn annar kvartað".
"Auðvitað ekki - upp úr svona löguðu rísa bara alhörðustu menn..."
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 18:30
Hehehehehe
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.2.2007 kl. 18:47
Mmmm, slurp slurp ! Verst með þessar matreiðslubækur, flestar gefa upp skammtastærðina fyrir 4-6. Keypti reyndar eina um daginn sem heitir Cooking for two. Það er nær lagi. Vantar bara Cooking for one fyrir vikurnar sem Hilda er hjá pabba sínum
Svava S. Steinars, 20.2.2007 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.