Hönkið gerði upp hug sinn ...

19.2 2007Fattaði áðan að illilega, dökka skýið úr síðustu færslu er ekki ský sem ógnar Keflvíkingum eða Ameríkönum, heldur er þetta bara geimskip. Það hefur ekkert hreyfst og Akurnesingum hefur fækkað nokkuð síðasta klukkutímann, eru ekki lengur 6.000, heldur mun færri eftir spennandi ljósgeisla sem hafa sogað fólk upp. Og ég í stúkusæti eins og venjulega.

Þegar ég horfði til hægri út um stofugluggann sá ég nefnilega eðlileg ský.

Ef smellt er á myndina þá stækkar hún!  

 

Hope úr BoldinuSpennan magnast í Boldinu (sem ég er farin að horfa reglulega á fyrir bloggvinina, aðallega tilvonandi alþingiskonu úr Bolungarvík og leikrita- og söngleikjaskáld úr Keflavík). Þátturinn endaði á því að Ridge the hönk sagði: „I´m sorry“ .............. við Brooke, þá ljóshærðu! Hún var nógu góð til að passa fyrir hann börnin og hlaða niður nýju barni með honum þegar hann var syrgjandi ekkill en nú þegar Taylor er risin upp frá dauðum þá er það allt gleymt!

Á meðan þetta dramatíska uppgjör fór fram var ýmislegt brallað á öðrum stað. Jackie, sem ég var að fatta að er móðir Nicks, gaursins sem Brooke á næstyngsta barn sitt (Hope) með en ætlar að fara að kvænast Bridget, dóttur Brooke. Fyrrum kærastan og barnsmóðirin verður sem sagt tengdamamma hans ef af brúðkaupi verður sem ég er farin að stórefast um. Sko, Jackie gekk á fund Stefaníu, mömmu Ridge (þær virðast samt hatast) og segist ætla að sjá til þess að Brooke og Nick nái saman aftur. Stefanía heldur þó að Brooke muni hika við að stinga undan dóttur sinni.

Á miðvikudaginn mætast Liverpool og Barcelona ... missir maður nokkuð af því á Sýn? Onei!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég fór á Netið og aflaði mér heimilda, spurði aðdáanda í ættinni ... en þegar ég var í margra vikna veikindafríi fyrir nokkrum árum horfði ég stöku sinnum á þetta, það er grunnurinn! Það hefur bæst við fólk sem ég þekki ekki, eins og þessi Nick en nú veit ég næstum allt um hann. Heheheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.2.2007 kl. 19:20

2 Smámynd: Gunna-Polly

ekki gleima PSV  Arsenalá morgun 

Gunna-Polly, 19.2.2007 kl. 22:00

3 identicon

Takk fyrir þetta vinkona, nú er ég sko spennt, spennt, hvað gerist?

kikka (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 11:40

4 Smámynd: Ólafur fannberg

ha er enn verið að sýna þessa sápu? hehehe

Ólafur fannberg, 20.2.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 31
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 665
  • Frá upphafi: 1506018

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 538
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband