Leiðin að hjarta heimilislæknisins

Læknir á AkranesiÁtti stefnumót við sætan lækni í morgun. Ég setti útlit sem skilyrði þegar ég pantaði tímann, kona á mínum aldri verður að hafa gaman af einhverju í þessu lífi. Ég veit svo sem reyndar að það er valið eftir útliti í læknadeildina, bæði hér heima og í Ungverjalandi, klásus hvað!!!

Þótt ég hafi verið full af kvefi, hósta og slappleika var erindið ekki að fá pensílín og samúð, onei, ég var að fara í blóðprufu. Gefa úr mér blóð í óeigingjarnri fórn til læknavísindanna. Saklaust æxli var fjarlægt úr mér fyrir nokkrum árum og hviss, bang, búið. Engir geislar, engin lyf. Svo í síðustu viku fékk ég krúttlegt bréf frá Íslenska krabbameinsverkefninu og var beðin um að taka þátt í rannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og fleiri aðila. Þarna uppgötvaði ég að ég hafði verið með krabbamein. Takk kærlega, elsku læknir, fyrir nærgætnina þarna um árið! (ekki hæðni) Ég sagði lækninum nefnilega að ég vildi ekki láta sletta sannleikanum framan í mig ... ef þetta væri banvænt, ég vildi ekki láta taka frá mér alla von. Hann reyndi að dylja brosið og sagðist vona að það yrði allt í lagi með mig! Sem kom svo í ljós skömmu eftir aðgerðina.

Dr. George ClooneyEn ég fór á heilsugæsluna klukkan tíu í morgun, sýndi lækninum útfylltu könnunina og sagði honum að ég hefði átt að skila henni til hans og jafnframt einhverjum millilítrum af  blóði. Rannsóknarstofan er víst bara opin fyrir slíkt milli 8 og 9 á morgnana en þarna átti að gera undanþágu.

Blóðslettufræðingurinn Dexter, sem ég hitti á rannsóknarstofunni, var ekki hress með að ég hefði ekki fengið blóðprufuglas með könnuninni þótt hann sýndi mér ekkert annað en ást og aðdáun. Hann hringdi í rannsakendur í bænum til að fá að vita hvers konar blóð hann ætti að taka úr mér (!!???!!!) en þá kom í ljós að til var nóg af blóði úr mér og enga þurfti ég stunguna ... sjúkkkk!!!

 

Ég ákvað að fá eitthvað annað en aukna kostnaðarvitund fyrir 700 kallinn sem ég borgaði heilsugæslunni og fór aftur til læknisins, lét hann hlusta mig til öryggis, en það ýlir svo í lungunum. Ekkert reyndist þó óeðlilegt og ég færði mig enn meira upp á skaftið. „Ég var að hugsa um að biðja þig að skrifa upp á dóp fyrir mig!“ sagði ég og beið svo í fjórar sekúndur. „Ég er sko að meina íbúfen en í aðeins meira magni en fæst í apóteki!“

House læknirMeð því að nota þessa aðferð sem virkaði svo vel hjá Védísi, vinkonu minni fyrir vestan, tókst mér að fá 100 töflur sem duga mér út árið og jafnvel lengur. Bíllausar skvísur sem vinna oft frameftir eiga erfitt með að nálgast íbúfenið sitt ...

Fyrir slysið hroðalega á ógæfumölinni sl. haust var aldrei til verkjapilla í himnaríki, enda óþarfi! Þegar hnén fóru í tætlur (c´mon 9 spor í hægra hné og teygjubindi á hitt) orsakaði það verki sem enn koma af og til og hver nennir að haltra?

Við doksi vorum sammála um að lyf við kvefi væru óþörf og ekkert annað en óþörf snudda.

Ég fór auðvitað á kaffihúsið á eftir og fékk mér einn latte, svona fyrst ég var komin niður í bæ. Apóteksferðin var líka skemmtileg en kona þar sagði mér svo að það væri ekki hallærislegt að taka innanbæjarstrætó.

Nú ætla ég að taka eina íbúfen og leggja mig í tvo tíma. Fékk þá ráðleggingu að vera heima í einn dag enn og taka því rólega á morgun líka. Held að það sé ráð að hlýða því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gua

Það er ekki af þessum læknum tekið að þeir fara sínar eigin leiðir eins og kötturinn, og það er ekki nema fyrir stálhraust fólk að díla við þetta kerfi  en það var gott að þú ert heil heilsu fyrir utan kvefið audda, góðan bata kv.gua

gua, 20.2.2007 kl. 13:22

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hef afar sjaldan þurft læknishjálp en alltaf verið voða ánægð með samskiptin! Er samt beisk út í lækninn sl. haust sem neitaði að láta nægja að kyssa á bágtið, heldur heimtaði hann að sauma, ormurinn!!! Sigrún sveitó, bloggvinur minn og nágranni, sem ég var nýbúin að kynnast, ók mér upp á spítala þarna í haust og hefur síðan gengið undir nafninu Flórens (hún er sko hjúkka).  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.2.2007 kl. 13:37

3 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Hafðu það gott í dag, sem og aðra daga

Guðrún Eggertsdóttir, 20.2.2007 kl. 13:46

4 identicon

Heyrðu láttu þér nú batna manneskja. Annars held ég að ég verði að fara að koma í heimsókn og skilja eina koníak eftir hjá þér svo þú getir sett slettu út í heitt súkkulaði eins og ónefnd frænka mín fyrir norðan mælir með í veikindum.  Og læknar sem ekki vilja kyssa bágtið eiga ekki að vinna með fólki, frekar á færibandi í álbræðslunni eða á Grundartanga eða einhversstaðar ... Óttalegt tilfinningaleysi og dónaskapur oft í þessum doktorum

kikka (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 14:27

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheheh, hann hefði örugglega verið til í að sleppa mér við saumaskapinn ef ég hefði beðið hann enn betur! En mér finnst svo gaman að sjá karlmenn sauma þannig að ég fórnaði mér bara, eins og venjulega!

Takk Guðrún!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.2.2007 kl. 15:01

6 identicon

Sætir læknar og saumaskapur. Sérstaklega góbelín. Eitthvað svo sexý

Gudny Anna (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 21:10

7 identicon

Gurry mín þegar ég kem á eina fótboltaleikinn sem ég fer að horfa á þarna hjá þér, þá tek ég út hvar himnaríki er og kíki á þig :) kv Álfhildur

Álfhildur (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 659
  • Frá upphafi: 1506012

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband