Sex, tapes and blogfriendsmeeting

Skrúðgarðurinn ...Mér sýnist á öllu að það verði bara sæmileg mæting á undirbúningsbloggvinahittinginn í Skrúðgarðinum kl. 13.00 á morgun. Allir eru að sjálfsögðu vekomnir! Líka þeir sem dirfast að blogga annars staðar en hér á Moggablogginu.

Aðalpartíið verður svo haldið í apríl þegar Katrín kemur til landsins. Og þá verður það vandlega auglýst! Og fyrirvarinn lengri.
 

-----        ------        -----        -----           -----        -----        ----- 

Nú er verið að sýna spennumynd í bíó þar sem talan 23 kemur sífellt fyrir í lífi manns nokkurs og táknar eitthvað alveg sérstakt, alveg svakalegt samkvæmt auglýsingum.

SexanÉg lenti sjálf í alvarlegu einelti af tölunni sex í mörg ár. Þversumman út úr símanúmerinu mínu (áður en 55 bættist fyrir framan) var sex, bankinn minn er númer 0303, þversumman úr bankareikningnum er líka sex. Ég hef búið í húsum númer 33 (x2) , 24, 6 (x2), 132 og 78, vinnustaðir verið við götur nr. 24 já, og 24 ...

 
Fyrrverandi ...Fyrrverandi eiginmaður var með sex sem þversummu út úr fæðingardegi og ári (örlagatalan), líka gaur sem ég deitaði hér í denn ... og svo var ég náttúrlega sexí!

Sem betur fer var þessu sex-skeiði lífs míns að ljúka þegar ég tók viðtal við spákonu í fyrra. Hún er ekki sátt við töluna sex sem heltekur líf fólks. Hún var alsæl með að nýja húsið mitt ber töluna 41, þversumma 5 ... miklu betri tala, að hennar sögn, vinnustaðurinn er númer 5 líka.

Bankinn og kynþokkinn bera enn töluna sex en annað er fjölbreyttara ... nema þjóðvegurinn upp á Skaga er númer 51! Gleymdi þó alveg að spyrja spákonuna hvað væri svona slæmt við töluna sex ... Bókin Harmsaga ævi minnar verður að sjálfsögðu skrifuð um þetta tímabil-sex í lífi mínu. Það verður saga talnanörds sem lendir í ýmsum ævintýrum!

 

Það gerðist EKKERT í boldinu í dag. Ridge og Taylor héldu áfram að spjalla saman, líkurnar verða sífellt Brooke í hag. Stefanía hélt áfram að segja ljóta hluti við vesalings Brooke sem lauk þættinum á því að segja að hún myndi aldrei yfirgefa húsið ... sem Taylor reyndar er eigandinn að!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jiiiii....verður skaga kaffíhúsið nægilega stórt fyrir alla þegar ég kem til landsins í mínum frægasta trékjól?

Einn kennarinn minn hafði mikið fyrir því að klippa greinar og stofna og líma á sig allan í allar áttir... til að halda í eitt augnablik að hann gæti verið ég.....og gert um mig leikrit. Algerlega misheppnað þar sem hann áttaði sig ekki á að eg væri miklu meira en bara umbúðirnar..muhaahaaaa!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.2.2007 kl. 21:07

2 Smámynd: Karolina

Ó mæ god... hélt að Taylor væri löngu komin undir græna torfu, dó hún ekki einhven tíma ?

Karolina , 23.2.2007 kl. 21:10

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Verð með ykkur í anda með gleraugnafjanda á morgun. Ohhhhhhhhh! Ég verð svo aftur í verund með ykkur og Katrínu í apríl. Alveg sama hvað Katrín ætlar að vera í fyrirferðarmiklum trékjól, ég verð þar, í fjaðraham ellegar skautbúningi, ég verð þar. Öfunda ykkur á morgun, og það þó ég verði önnum kafin við önnur veisluhöld. Þessa dagana kemur fátt í staðinn fyrir bloggvinina. Mann langar næstum að bjóða þeim í masters- og doktorsveislur. Sveimérþá. Ave amigos.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 23.2.2007 kl. 21:19

4 Smámynd: bara Maja...

Æjæjæj, mikið verður gaman hjá ykkur, en ég mun vera með ykkur í anda og má ég hundur heita ef að ég mæti ekki á næsta hitting (í apríl segiru...)

bara Maja..., 23.2.2007 kl. 21:28

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Katrín, þessi kennari hefur verið algjör hálfviti!

Karólína! Hefurðu ekki fylgst með? Taylor lifnaði við aftur og nú er allt í uppnámi. Þú neyðist til að lesa gamlar færslur hér ef þú vilt vita allt af létta! Annars frétti ég aðra ástæðu fyrir því að hún lifnaði við ... mun skrifa hana í kvöld eða á morgun.

Guðný Anna. Við drekkum kaffi hérna á Skaganum og mætum svo í allar masters- og doktorsveislurnar þínar. Maður getur lengi bætt á sig góðum mat ... Djók!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.2.2007 kl. 21:30

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Maja, Katrín mætir á Klakann og sameinar okkur öll. Ég átti reyndar ekki hugmyndina að kaffihúsinu, heldur Guðmundur sjálfur.  Hann langaði að kíkja, enda er þetta ekki mikil fjarlægð, gott að komast aðeins úr borg óttans ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.2.2007 kl. 21:34

7 Smámynd: bara Maja...

Góð samstarfskona mín á heima í borginni þinni, bara gott fólk sem kemur frá Skaganum, snilldar staðsetning

bara Maja..., 23.2.2007 kl. 21:58

8 Smámynd: Hugarfluga

Verð bara hrósa þér fyrir það hvað þú ert ötul að blogga, Gurrí. Afskaplega gaman að lesa bloggin þín, að ég tali nú ekki um hvað ég er glöð að vera loks öp tú deit í Bóldinu! 

Hugarfluga, 23.2.2007 kl. 22:49

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk flugan mín. Rétt bráðum koma sláandi fréttir um sannleikann við dauða og upprisu Taylor!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.2.2007 kl. 23:01

10 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Plís, komdu með þessar sláandi fréttir NÚNA, ég get ekki beðið til morguns. Missti af þættinum í dag því barnabarnið þurfti að horfa á STUBBANA .. það sem maður gerir ekki fyrir þessar krúttíbollur.

Vilborg Valgarðsdóttir, 23.2.2007 kl. 23:07

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Stubbarnir eru æði ... og færslan kemur eftir nokkrar mínútur!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.2.2007 kl. 23:13

12 Smámynd: Gunna-Polly

bíddu ? í gær haf'i hann valið líkið , getur maðurinn ekki ákveðið sig?

Gunna-Polly, 23.2.2007 kl. 23:19

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Halla frænka myndi segja að hann væri í vogarmerkinu ... eigi erfitt með að ákveða sig.

En ég held að verið sé að byggja upp spennu næstu vikurnar. Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga er hann líklegri til að velja þá upprisnu, þriðjudaga og fimmtudaga hina snúlluna. Og ég sit límd við tækið til að veita ykkur hlutdeild af heimi hinni ríku og „fallegu“.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.2.2007 kl. 23:25

14 Smámynd: Gunna-Polly

ok þá velur hann hvoruga held ég ! er ekki Amber á lausu? eða hvað varð um hana?

Gunna-Polly, 23.2.2007 kl. 23:28

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heyrðu, nú rifjast eitthvað upp fyrir mér sem ég sá í fyrra, nýflutt í himnaríki, minnir mig. Maður þarf ekki nema einn þátt til að komast inn í allt! Amber var fyrir tilviljun stödd í Feneyjum og sá hinn horfna Ridge sem hafði dottið og misst minnið á bar, eftir að Brooke hafði rekið hann að heiman fyrir að vera skotinn í dóttur hennar, Bridget, sem var systir hans þar til kom í ljós að Eric var ekki blóðfaðir hans. Viti menn, geðveika konan, þessi rauðhærða sem elskar Ridge og stal öðrum tvíburanum hans og hélt síðan Taylor í gíslingu lengi, já, hún bjargaði honum á barnum og fór með hann til Feneyja ... Það var sem sagt ekki fyrr en Amber sá hann í gegnum kíki (don´t ask) sem hann bjargaðist frá þeirri rauðhærðu og allir héldu að hann hefði látið sig hverfa ... Svona getur nú rifjast upp fyrir manni.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.2.2007 kl. 23:52

16 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Djísús hvað þetta hefur verið dramatískt! Reyndu að muna meira ... fyrirgefðu frekjuna ... ég til dæmis veit ekkert um börn Brookie og Ridge, hvort þau eru eitt eða fleiri, hvort þessi skelfilega Stefanía gúterar þau/það sem sín/sitt barnabarn og svo mætti lengi telja. Annars, góða helgi!

Vilborg Valgarðsdóttir, 24.2.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 208
  • Sl. viku: 646
  • Frá upphafi: 1505937

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband