Tilhlakkelsi fyrir hittinginn ...

KökusneiðÞað styttist óðum í bloggarahittinginn á Skaganum og þótt við ætlum að hittast á kaffihúsinu ákvað ég nú samt að skipta um eldhúsinnréttingu og parkett í tilefni gestakomunnar. Ekki veitti af alla vega.

Það er ósköp draslaralegt í himnaríki eftir slappelsið síðustu daga og gott yrði að fá smáorku til tiltekta og hana fær maður líklega á stefnumótinu í Skrúðgarðinum eftir smástund.

Blautt hár ... hósti við útiveru, hmmmm ... best að hringja í Önnu og plata hana til að kippa mér með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hann er við Kirkjubrautina, aðalgötuna á staðnum. Skáhallt á móti Barbró, stað sem var lokað vegna hryllilegs nafns, og við hliðina á Nínu, einni uppáhaldsbúðinni hennar Dorrit. Skrúðgarðurinn er í bláu steinhúsi þar sem löggustöðin og bókasafnið voru áður. Þetta er rétt áður en maður kemur að Akratorgi þar sem styttan af sjómanninum stendur! Það er líka hægt að ganga í gegnum lítinn skrúðgarð (ekki í blóma) frá Suðurgötunni. 

Vona að þetta gagnist eitthvað

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.2.2007 kl. 12:34

2 identicon

Ég spyr nú bara út af því að ég er forvitinn og stundum vitlaus: er þetta eitthvert bloggara-reunion eða bloggara-union í gangi?

Get ég skráð mig í svoleiðis hittíng hérna á Akureyri, veistu það?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 12:39

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

myndi gjarnan vilja kíkja, reyndar, en það er dagur tónlistarskólanna og ég á víst að mæta í Hafnarfirði :-( Góða skemmtun og bið að heilsa í hittinginn...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.2.2007 kl. 12:40

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er eiginlega undirbúningur fyrir bloggarahitting í apríl. Guðmundur almáttugur kom með þessa góðu hugmynd og það koma eflaust c.a. 10 manns. Katrín, sem býr í Englandi, kemur til landsins í apríl, Guðrún verður komin frá Washington og maður blæs ekki til svona fagnaðar með nokkurra daga fyrirvara. Þannig að við megum eiga von á þér frá Akureyri í apríl??? Hehehhehe! Þetta er ósköp óformlegt. Guðmund langaði að taka Skrúðgarðinn út ... og þetta breyttist í hitting. Og allir velkomnir! Kaffihúsið er mjög stórt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.2.2007 kl. 12:45

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Fyrst ég rekst nú á þig Hildigunnur, - ég var í gær og fyrradag að reyna að kommentera hjá þér, en fékk alltaf eitthvað undarlegt feedback, - er allt í lagi með síðuna?

Elsku Gurrí, góðar kveðjur - sakn, sakn!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.2.2007 kl. 12:45

6 identicon

Góða skemmtun

kikka (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 14:15

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Vona að kleinan standi í ykkur Hittast fyrir allar aldir lengst upp í sveit!!

Heiða B. Heiðars, 24.2.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 33
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 662
  • Frá upphafi: 1524977

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 563
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Brandon Apple
  • Á lausu
  • Jason minn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband