Vantar djöfullega Prada

devil_prada_300x400Ég hafði bara gaman af The Devil wears Prada. Hélt á tímabili að það ætti að þvinga aðalpersónuna til að gera það sem hún vildi ekki ... en það var misskilningur! Hún var við stjórnina allan tímann og tók eigin ákvörðun. Sjúkkkkkk! Meira segi ég ekki, margir eiga kannski eftir að sjá hana.

devil pradaMargt í myndinni minnti mig á vinnuna mína, eins og þegar ég hendi kápunni minni í samstarfskonurnar á morgnana og heimta að þær hengi hana upp fyrir mig. Eini munurinn er sá að þær gera það ekki! Jamm.

 

 

Peysan mínÉg veit núna að ég er ekki tískugella þótt ég sé í designer-peysu sem snillingurinn hún Sigríður Ásta (fyrrum samstarfskona, nú hönnuður í Kirsuberjatrénu) bjó til, þetta er gömul ullarpeysa, lituð og öll í litskrúðugum dúllum! Enginn í öllum heiminum á svona peysu!

Mig langar svolítið í glæsilega skó ... Ég er með fætur eins og ungbarn en það er vegna þess að ég hef ekki pínt mig í gelluskó og er því ekki kúl. Það er svolítil fórn. Skórnir mínir eru þægilegir, ekki flottir. Ég get t.d. ekki farið í svæðanudd því að ekkert sigg er á milli mín og nuddarans og því líð ég óbærilegar kvalir í nuddinu. 

DorritEin vinkona með tískuvitund sagði mér að maður ætti að ganga í dýrum skóm og vera með dýra tösku ... hinu mætti redda! Þegar ég vann á skrifstofunni hjá DV í gamla daga efldu samstarfskonurnar tískuvitund mína helling þegar þær sögðu mér (virkilega skelfdar) að maður færi ekki á árshátíð á kínaskóm! Ég hlýddi því en síðan hefur leiðin eiginlega legið niður á við.

Þegar ég er í sparifötunum mínum líður mér eins og pluss-sófa. Held að ég verði að skreppa í heimsókn til Nínu!

Fyrst Dorrit verslar þar hlýtur mér að vera óhætt!     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: bara Maja...

Já sammála með Prada myndina, ferlega góð  við verðum að líða fyrir flottheitin með glæsilegum skóm, sem oftast eru þá ekki þægilegir... en töff peysa, glaðlegir litir,,, þú hlýtur að brosa allan tímann sem þú ert í henni, svona flík eiga allir að eiga  þú ert örugglega samt týpan sem brosir alltaf... og Dorrit er flott kona.

bara Maja..., 24.2.2007 kl. 22:45

2 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Fæst ekki allt í Bónus eða Hagkaup, þetta dót er allt eins, held ég.

Pétur Þór Jónsson, 24.2.2007 kl. 22:47

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég hélt það ... en svo kom í ljós í myndinni að þetta er algjör misskilningur. En Nína er ekki dýr þótt hún sé flott. Búðin hennar er við hliðina á Skrúðgarðinum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.2.2007 kl. 22:55

4 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Er ekki taska alltaf taska og skór alltaf skór, ef þetta er þægilegt skiptir þá nokkru máli hvað það heitir.

Pétur Þór Jónsson, 24.2.2007 kl. 23:04

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Onei, Pétur, greinilega ekki ... ekki frekar en kaffi er ekki sama og kaffi! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.2.2007 kl. 23:06

6 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Ok., en samt finnst mér kaffi alltaf kaffi, Mogginn væri ekki Mogginn ef ég hefði ekki kaffi og öfugt.

Pétur Þór Jónsson, 24.2.2007 kl. 23:11

7 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Kæri Pétur, þú ert greinilega ekki með á nótunum þegar konur og skór eru annars vegar. Það er ekkert við því að gera, því miður. En umræðan gæti  kannski orðið til þess að þú færir með konuna í lífi þínu í flotta skóbúð þegar þú villt vera henni ofboðslega góður. Þá muntu skora, ég lofa því.

Vilborg Valgarðsdóttir, 24.2.2007 kl. 23:36

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Pétur; þegar ég var ungur maður brýndi móðir mín fyrir mér hve mikilvægt væri að vera í vel burstuðum skóm. Það væri það fyrsta sem fólk horfði á til að kanna hvort maður væri síviliseraður. Reyndar var ég fljótur að gleyma þessu eftir að hún sleppti af mér tökunum. Hvað finnst ykkur yngismeyjum. Horfið þið á skóna hjá okkur köllunum?     -    (Moggi með kaffi (eða var það öfugt?) er ómissandi meðan gráu sellurnar eru að vakna í byrjun dags).

Ágúst H Bjarnason, 24.2.2007 kl. 23:36

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vel burstaðir skór koma alltaf sterkir inn!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.2.2007 kl. 23:44

10 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Burstunin er ekki endilega málið hjá körlum, það er kannski meira svona: Á hva öld lifir hann eiginlega! En snyrtimennska er auðvitað eiginleiki sem flestar konur lofa. Konur hugsa bara öðruvísi þegar um skó er að ræða og ekkert meira með það. Geta lesendur skýrt þetta eitthvað nánr?

Vilborg Valgarðsdóttir, 24.2.2007 kl. 23:52

11 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Afsakið, síðasta orðið á að vera N'ANAR, ekki nánr

Vilborg Valgarðsdóttir, 24.2.2007 kl. 23:55

12 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Fyrst er þá að finna konuna og svo að fara í kennslustund í merkjavöru, eitthvað rámar mig nú í að konan mín hafi haft meiningar um þessa hluti en hún var kölluð burt héðan áður en ég náði merkjaprófinu en sagt er að svo lengi lærir sem lifir, verð greinilega að taka mig á.

Pétur Þór Jónsson, 25.2.2007 kl. 00:09

13 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Veistu það Pétur að flestar konur þekkja ekki eitt merkið frá öðru en hafa heyrt eða lesið um mörg/flest þeirra. Það hefur ekkert með skó að gera, það  er fyrst og fremst eitthvað heillandi við skæði sem hæfa gæti vorum fínlegu fótum. Við bara verðum að prufa!

Vilborg Valgarðsdóttir, 25.2.2007 kl. 00:20

14 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Ok., skilið og meðtekið, segðu mér svo síðar frá gengi þínu í tóbaksfráhvarfinu og hvort þú verður virkilega "húkkd" á káli.

Pétur Þór Jónsson, 25.2.2007 kl. 00:25

15 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Ég hugsa mér að halda einhvers konar dagbók um reykleysi og kálát. Ég á bara svo gamla fartölvu að það er ekkert víst að neitt komi frá mér fyrr en að afeitrun og kálinnrætingu lýkur sunnudaginn 4. mars.

Vilborg Valgarðsdóttir, 25.2.2007 kl. 01:18

16 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Einhvers staðar sá ég að maður á að vera í flottum skóm sama hversu mikið þeir særa mann. Þótt maður skakklappist áfram þá er það samt betra en að vera í ljótum og þægilegum skóm. Sjálf fer ég nú ekki eftir þessu. Keypti í vetur hins vegar þessi frábæru leðurstígvél sem ég fer varla úr. Þau eru bæði flott og þægileg. Frábært þegar það fer saman (sem gerist næstum því aldrei).

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.2.2007 kl. 07:23

17 Smámynd: www.zordis.com

Þægilegir skór gefa lífinu meira gildi en eitthvað annað ..... Annars kallar maður ekki allt ömmu sína í þessum efnum!  Ég fór einu sinni í nudd og nuddaranum fanst ég vera með svo heilbrigðar og fallegar tær þótt svo að ég væri búin að skakklappast á 11 cm hælum með stút á vör!

www.zordis.com, 25.2.2007 kl. 10:33

18 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Halló kæru bloggarar.... eitthvað finnst mér þið nú vera "feimin" / "feimnar" við að viðurkenna að föt og fataval skiptir máli. Ég verð kannski að byrja samt á að segja að persónan og það sem viðkomandi geyslar frá sér er það sem skiptir máli og ekkert annað. En fötin og tilfinning fyrir stíl og persónuleika skipta samt gríðarlegu máli. Það er hægt að klæða sig "nautralt" til að trufla ekkert geyslunina, en það sem er miklu meira gama er þegar þið "konurnar" sérstaklega... veljið fötin til að framhefja eigin karakter og persónu. Er sammála þessu með litlu fylgihlutina, flott taska og skór geta gert eins einfalda hluti og t.d. gallabuxur og bol að mjög smart klæðnaði.

Fannst myndin sjálfum góð, sjá bloggið mitt,....  en ég mæli samt ekki með tískudrotttningum eins og þar réðu förinni,...  fetið í fótspor hennar Anne ,... hún var stjarnan ótrúlega smart, einlæg og sjarmerandi þegar hún klæddi sig eftir eigin karakter

Hólmgeir Karlsson, 25.2.2007 kl. 14:03

19 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég bið t.d. alltaf fólkið sem kemur í afmælið mitt um að vera í lítt áberandi fötum. Mæli þá með einhverju drapplitu, dauðgrænu eða grábleiku. Ekkert má skyggja á afmælisbarnið. Hólmgeir, þetta er rétt hjá þér. Föt skipta máli!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.2.2007 kl. 14:37

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, átti að vera daufgrænu ... fraudísk mistök líklega!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.2.2007 kl. 14:38

21 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Nákvæmlega,..  þetta er eins og með að fara í brúðkaup. Þar eiga konur að gæta hófs í fatavali, þannig að ekki sé hætta á að einhver skyggi á brúðina

Hólmgeir Karlsson, 25.2.2007 kl. 14:45

22 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, held ég ætti að skella mér í rúmið, komin með hálsbólgu aftur. Ekkert nema villur hjá mér Freudísk mistök átti þetta að vera í kommenti nr. 21! Hata villur hjá sjálfri mér, vel upp alin hjá prófarkalesurunum mínum hjá Birtíngi!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.2.2007 kl. 14:55

23 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Hólmgeir! Skiljanlegt þetta með brúðkaup og að skyggja ekki á brúðina!!! Þú ættir að sjá hvað vinir mínir koma í skærlitum og glæsilegum fötum í afmælið ár eftir ár eftir ár. Ég hangi bara inni í eldhúsi í pradaskónum mínum með gucciveskið og helli upp á kaffi, það tekur enginn eftir mér hvort eð er ... en ég fæ svo flottar gjafir svo að það er allt í lagi ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.2.2007 kl. 14:57

24 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Það hlýtur að vera til ráð, er yfirleitt til ráð við öllu!?  Bjóddu þeim bara næst í "búninga-afmæli" og láttu ganga út að þemað sé Barbapabba. Komdu svo öllum á óvart í þínu fínast pússi og vittu til einhver mun bjóðast til að vera í eldhúsinu og hella uppá,he he  ... en passaðu bara að þau fari ekki með gjafirnar með sér heim ...

Hólmgeir Karlsson, 25.2.2007 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 213
  • Sl. sólarhring: 301
  • Sl. viku: 905
  • Frá upphafi: 1505912

Annað

  • Innlit í dag: 172
  • Innlit sl. viku: 738
  • Gestir í dag: 165
  • IP-tölur í dag: 159

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband