Meira bullið í Lost og meira gúggl

Guðríður 1Held að ég fari alveg að gefast upp á Lost, þetta er nú meira bullið. Eins og þessir þættir lofuðu góðu í upphafi. Maður þarf að velja og hafna og ég kosið svefnvana föstudaga til að geta horft á ameríska Idolið í endursýningu á fimmtudagskvöldum. Nú þarf ég þess ekki lengur. Sjúkkkk

Guðríður 2Um daginn gúgglaði ég Gurrí með mögnuðum árangri; Bush, Brynja Björk, Marlyn Monroe og miklu fleiri sem ég hafði ekki pláss fyrir en þegar ég gúgglaði Guðríði fann ég fullt af flottum nöfnum mínum, meira að segja sætan kött ... en flugvélar, c´mon!!! Hér koma örfá dæmi ...

Guðríður 3Ég vil taka það fram að ég var skírð í höfuðið á ömmu minni frá Skeiði í Svarfaðardal, búsettri lengst af í Flatey á Skjálfanda. Og hana nú, ekki í hausinn á flugvél!

Fannst þó alltaf rosalega gaman að heyra nafnið mitt reglulega í útvarpinu þegar ég var lítil í sambandi við þessa nöfnu mína, flugvél Þorbjarnardóttur.

Afsakið dónaskapinn á efstu myndinni sem er ekki úr Lost! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

ég gúgglaði eitt sinn mínu og fékk Bush Idi Amin og Hitler er ennþá í andlegu sjokki að vera skipaður i flokki með þeim

Ólafur fannberg, 26.2.2007 kl. 23:28

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahhaha, vá, ég fékk sem betur fer bara Bush!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.2.2007 kl. 23:31

3 Smámynd: Ólafur fannberg

heppin

Ólafur fannberg, 26.2.2007 kl. 23:36

4 identicon

þið getið eflaust giskað hvað kemur þegar ég gúggla mínu

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 23:42

5 Smámynd: Ólafur fannberg

hehehe þori ekki að spá í það hehehe

Ólafur fannberg, 26.2.2007 kl. 23:43

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Kleópatra, ég get vel ímyndað mér það!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.2.2007 kl. 23:49

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

ég fæ bara upplýsingar um kindasmölun og þess háttar!

Heiða B. Heiðars, 26.2.2007 kl. 23:53

8 Smámynd: www.zordis.com

Kanski að ég komi til með að fljúga í svona vél heim á ný!  Það er nú ýmislegt sem kemur upp þegar maður gúgglar nafnið sitt!  

www.zordis.com, 26.2.2007 kl. 23:55

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm, hvorri vélinni, frú Zordis?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.2.2007 kl. 23:57

10 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Lost var bara gott fyrsta árið. Síðan hefur það verið hundleiðinlegt. Ég horfði á einn þátt um daginn (eftir að hafa ekki horft lengi) og mér drepleiddist. 

Mér finnst bestu þættirnir vera: Veronica Mars, Law and Order (allar raðirnar), Corner Gas, Medium, Supernatural, House, Criminal Minds, Ghost Whisperer, Deparate Housewifes. Ég held að þið fáið næstum því allt þetta á Íslandi (ekki Corner Gas samt). Reyndar sé ég suma þætti sjaldan, t.d. House. Á þriðjudagskvöldun klukkan níu fáum við (á mismunandi stöðvum) Veronica mars, House, Criminal Minds, Law & Order: CI. Það er erfitt að velja og hafna.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.2.2007 kl. 07:04

11 Smámynd: halkatla

gott að ég er ekki sú eina sem er upptekin af sjónvarpsþáttum, hjúkk, ég fæ stundum áhyggjur, hehe

medium, desperate housewives og heroes eru í uppáhaldi hjá mér, lost er alveg búið að tapa  

halkatla, 27.2.2007 kl. 09:51

12 identicon

Ég gúgglaði mig og fyrsta færslan sem kom upp (undir Þorsteinn Gunnar Jónsson) var komment sem ég hafði sjálfur skrifað á einn póstlista... - annars prófaði ég að myndagúggla "Doddi" og komst að því að partur af latnesku heiti á ógeðslegum pöddum/flugum er doddi .... sem kannski skýrir fóbíuna mína?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 10:16

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Anna, uppnefndu mig! Ég mana þig! Hehehehehhe!

Og Doddi, þú færð pöddur, ég fæ skrýtinn karl með furðulegt hár, líklega sjónvarpspredikara. Kannski er verið að segja okkur eitthvað um fóbíur! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2007 kl. 10:23

14 Smámynd: Bragi Einarsson

Ég man eftir þáttum á RUV sem hétu Twin Peeks eftir David Linch. Vá, mar, hvað þetta voru flottir þættir fyrstu 5 vikurnar! Svo kom Froðan! Endalaus froða!

Bragi Einarsson, 27.2.2007 kl. 10:46

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, ég er algjörlega sammála þér. Þessi þættir voru svo spennandi fyrst að maður argaði ef blóm hreyfðist grunsamlega ... en svo fóru þetta út í eitthvað bölvað bull og allir hættu að horfa!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2007 kl. 10:48

16 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það besta við Twin Peaks var músíkkin; munið þið???

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.2.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 55
  • Sl. viku: 634
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband