Líður að flottum svölum ...

„Nú, bara alvörunni!“ sagði píparinn glaðlega eftir að hafa tekið sopa af kaffinu sem ég gaf honum. Hinn kinkaði kolli með sælubros á vör. Já, ég fékk tvo karla í heimsókn í morgunsárið. Heppin.

TvíburinnGefin hefur verið út ný reglugerð á Akranesi. Hún miðast við að aldrei færri en tveir menn fari í himnaríki. Þetta var gert eftir skelfilega lífsreynslu arkiteksins sem Ásta færði Guðríði eftir Akrafjallsklifrið í sumar og hann leið áþján heimilisverka í hálfan mánuð eða þar til ég sleppti honum. Eins og maður ráði ekki við tvo!

Nei, nei. Þeir þurftu að vera tveir til að halda á stofuofninum niður stigana. Og ég held að ég sé komin með pípara til að hjálpa mér þegar ég skipti út baðdótinu. Kaffið gerði útslagið.

Þeir spurðu hvenær svalirnar kæmu svo að þeir gætu sett upp nýjan og minni stofuofn. Ég notaði uppáhaldsbrandarann minn á þá: „Hann sagðist ætla að koma seinni partinn í febrúar en nefndi ekki árið.“ Það er mikið að gera hjá Gluggasmiðjunni en þetta er víst traust og gott fyrirtæki svo að ég þarf ekki að bíða neitt allt of lengi.

Það líður að svölum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég fer þá bara í megrun og treð mér út og inn um litla gluggann! Út á svalirnar skal ég komast með góðu eða illu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég mun mæta á svalirnar hjá þér, come rain or shine, hvenær sem fært verður þangað út. Ég treysti mér ekki til að troða mér í gegnum litla gluggann nema ef vera kynni að ég breyttist í hlaup og gæti liðast út um allt eins og gelið í gömlu Steve McQueen myndinni The Blob. Það var yndisleg hryllingsmynd þar sem stórt grænt jelló from outer space fór um og át unglinga í amerískum smábæ.

Steingerður Steinarsdóttir, 27.2.2007 kl. 11:23

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhaha, vona að þú breytist ekki í hlaup, elsku krútt! Það væri laglegt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2007 kl. 11:25

4 Smámynd: bara Maja...

Ohh þetta jafnast á við bestu spennumynd... svalir í ár eða ekki damdaradam...

bara Maja..., 27.2.2007 kl. 11:37

5 Smámynd: Ólafur fannberg

svalirnar að koma jibbi.....

Ólafur fannberg, 27.2.2007 kl. 12:41

6 Smámynd: Bragi Einarsson

Hey, hafið þið heyrt það þegar Guð var að skapa heiminn? Þá sagði hann: Verði ljós! Og þá kom rafvirki og sagði: Ég kem í næsta mánuði! Þannig varð fyrsti iðnaðarmaðurinn til!

Bragi Einarsson, 27.2.2007 kl. 16:04

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehehhehe, get alveg trúað þessu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2007 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 637
  • Frá upphafi: 1505990

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband