Brimenglar eða mögulega mútuþægir veðurfræðingar

Sementós-svæðiðAnnar píparinn dásamaði útsýnið mitt í morgun og svo kom hann með áhugaverða spurningu þegar hann horfði á loftnetsskrímslið í stofuglugganum.

„Dettur sjónvarpið þitt ekki út þegar sjórinn er spegilgljáandi og sólin endurkastast af honum?“

Kubbur og sjónvarpsloftnetiðÁ sekúndubroti small ýmislegt saman í höfðinu á mér og ég svaraði játandi. Hef ekki skilið hvers vegna myndin frýs stöku sinnum og hef hvorki menntun né reynslu til að skilja útvarpsbylgjur þótt ég trúi vissulega á þessi ósýnilegu kvikindi.

Nú þarf ég sem sagt að hlaupa út þegar allt frýs í sjónvarpinu og hræra svolítið í sjónum með þeytara eða höndunum til að fá hreyfingu á hann.

Sjónvarpsvænt veður

 

Ég bið bara brimenglana mína að vera svolítið vakandi fyrir þessum þörfum himnaríkis!

Svo er líka alltaf hægt að múta eins og einum veðurfræðingi til að fá soldið brim þegar sem mest spennandi er í sjónvarpinu.

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skal koma og hoppa reglulega í sjóinn til að skapa smá hreyfingu ... eitt hopp ætti að duga eina viku, svo mikill verður öldugangurinn

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 13:09

2 Smámynd: Ólafur fannberg

og ég get svamlað þarna fyrir utan til að halda við ölduhreyfingunni og buslað með látum..

Ólafur fannberg, 27.2.2007 kl. 13:10

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þið eruð frábærir! Takk fyrir þetta. Mánudagskvöldin eru einna bestu sjónvarpskvöld vikunnar þannig að takið þá daga frá. Gott kaffi í boði fyrir bestu buslarana!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2007 kl. 13:14

4 Smámynd: Gunna-Polly

eru ekki til einhverjir fjarstýrðir þeytarar sem þú getur stjórnað út un gluggann ekki máttu missa af bodinu ég verð að fá minn daglega skammt af því þar sem ég missi af þessu

Gunna-Polly, 27.2.2007 kl. 13:25

5 identicon

ég skal svamla með ólafi ...

en skemmtileg staðreynd samt ... alltaf gaman að læra eitthvað nýtt

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 14:11

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gunna-Polly. Ef ég dey úr leiðindum yfir Boldinu þá skal ég bara semja sápu sérstaklega fyrir bloggvinina! Hver veit nema svo verði.

Moggabloggslöður? Hvaða nafn gæti slík sápuópera borið?

Tillögur vel þegnar! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2007 kl. 14:16

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Anna mín, er ekki píparasaga nóg?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2007 kl. 15:10

8 Smámynd: Gunna-Polly

The blogg and the Bjútífúl

Gunna-Polly, 27.2.2007 kl. 18:56

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk Gunna-Polly, hér með er nafnið komið!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2007 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 639
  • Frá upphafi: 1505992

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband