Flækjur fallega fólksins - sápuópera á Moggablogginu

Flækjur fallega fólksinsKleópatra Mjöll vaknaði og sá að í stól við hlið rúms hennar sat nýfundinn hálfbróðir Guðmundar góða, Ólafur Fannberg.
„Hvað ertu að gera hér og hvar er Guðmundur?“ æpti hún upp yfir sig.
Ungi maðurinn setti kyssilegan stút á munninn sagði: „Ekki vera hrædd, við erum ekki blóðskyld!“

„Úps,“ sagði Kleópatra Mjöll og andvarpaði. „Ég hélt sem snöggvast að Skessa-mamma hefði komist að því að Katrín Snæhólm og Gunna-Pollý ætla að koma henni á óvart á afmælinu með því að gefa henni Smáralind.“

Kleópatra Mjöll hristi svarta lokkana og  Fannberg vissi að senn liði að því að hann yrði að segja henni allan sannleikann um skyldleika þeirra. Hann var orðinn þreyttur á að lita hár sitt ljóst og vera í felum.
„Ég get ekki verið svona endalaust í kafi,“ sagði Fannberg. „Fyrr eða síðar fer nosejob að læra köfun og þá finnur hann fjársjóðinn!“

„Það má ekki gerast,“ sagði Kleópatra Mjöll og hrukkaði gáfulegt ennið.  

Brúðarterta„Svo getum við alveg eins búist við því að Guðný Anna fari að skipta sér af arfinum,“ sagði Ólafur lágt. Varla hafði hann sleppt orðinu þegar vélstýran gekk inn í herbergið.
„Voruð þið að tala um fegurð Guðríðar?“ spurði hún góðlátlega.
„Nei, ekki var það nú svo gott,“ svaraði Kleópatra Mjöll og tók upp gemsann sinn. Anna og Fannberg horfðu óttaslegin á hana þegar hún valdi númer Helgu Völu. „Ekki blanda henni í málið,“ æpti Fannberg. „Þá fyrst verður Doddi brjálaður! Hefurðu séð bókasafnsfræðing í ham?“
„Ég veit hvað við gerum,“ sagði Anna. „Förum bara í Laugatún og tölum við Siggu Dögg! Stína getur ekkert gert, enda er hún í njósnaför í Kanada.

Ná þau í brúðkaupið? Verður eitthvað eftir af tertunni? Hvar eru allir? Fylgist spennt með næsta þætti af Flækjum fallega fólksins!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

hahaha góð ..Nú ermaður kominn í sápuoperu Spennandi hvað geris næst

Ólafur fannberg, 27.2.2007 kl. 15:38

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Geðveikt að verða loksins auðkýfingur..þó það sé bara í sápuóperu. Einhverstaðar verður maður að byrja. Fylgist sko spennt með!!! Hvað ætlarðu að lát mig kaupa næst? Svo get ég líka borgað mig útúr þessum þjófnaði á myndunum á blogginu mínu og mútað löggunni til að fangelsa mig bara á einhverju fínu hóteli.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 15:39

3 identicon

hehehehe afi hélt ég væri orðin geðveik þegar hann heyrði hláturinn úr stofunni...

fylgist sko spennt með!!! aldrei verið í sápuóperu aftur ... en afhverju er herra ólafur að horfa á mig sofa ... hux hux hehehe

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 15:43

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hann er skyldari þér en þú heldur ... leyndarmálin upplýsast hvert af öðru!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2007 kl. 15:45

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Katrín, þú ert sko aðalauðkýfingurinn, bíddu bara!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2007 kl. 15:45

6 identicon

þetta er æði!!! vá hvað þú þarft að halda áfram

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 15:59

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Næsti þáttur kemur í kvöld ... múahahahhaha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2007 kl. 16:04

8 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Gurrí, þú ert alveg milljón!!!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.2.2007 kl. 16:17

9 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Gurrí mín, þú verður örugglega tilnefnd til bókmenntaverðlauna fyrir þetta.  Bíð spennt eftir næsta kafla, verður ekkert fjör á Holtinu?

Sigríður Jósefsdóttir, 27.2.2007 kl. 16:19

10 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

Það er svo gaman að þér, fylgist spennt með.

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 27.2.2007 kl. 16:23

11 Smámynd: bara Maja...

Frábær saga, fylgist spennt með, Greys Anatomy hvað...

bara Maja..., 27.2.2007 kl. 16:40

12 identicon

Blah-hahahaha.... Ég bara viðurkenni það hér með að ég pissaði á mig ég hló svo mikið. Eina vandamálið er að ég verð ekki í sápunni af því að ég er ekki bloggvinur (Ég les samt bloggin ykkar allra, líka þeirra sem ég þekki ekki neitt þannig að kannski er ég besti bloggvinurinn, sá sem enginn veit af). Er hægt að gera undntekningar, ha, plís ég er sjúk í sápur. Ég veit, ég get verið týnda dóttirin, tvíburasystir Guðríðar fögru, sem hef verið á Barbados frá fæðingu því mér var rænt og það... þú skáldar afganginn. Ha er hægt að gera undantekningu? Plís, plís...

kikka (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 16:55

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Auðvitað verður þú með! Það er svo auðvelt að búa til sápuóperu því að það eru svo margar persónur og ég mun hiklaust nota þá "bloggÓvini" sem kommenta hjá mér, maður þarf ekki að vera bloggvinur þótt það saki ekki!!!

Ég hitti Kleópötru Mjöll í bloggvinahittingi á dögunum og þarna var hún komin, fallega sápuóperudrottningin. Fannberg lifir svo spennandi lífi að hann var kjörinn til að vera í áberandi byrjunaratriði. Allir fá hlutverk ... múahahahahah!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2007 kl. 17:12

14 identicon

hehehe fallega sápuóperudrottningin ... það munar ekki um það! Eins gott að ég deyji ekki í öðrum þætti eða eitthvað hehe alltof mikil drottning til þess muhahaha

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 17:19

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég veit ekki hverjum ég mun kála ... en það verður sko ekki þú!!! Hver á þá að finna demantanámuna á Grundarfirði?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2007 kl. 17:23

16 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Get ekki beðið eftir að rífa umbúðirnar utan af Smáralind!!

Heiða B. Heiðars, 27.2.2007 kl. 17:47

17 identicon

Ég held að þetta sé flottasta sápuóperan sem ég hef séð!!! Yndislegt alveg - þú ert frábær, Gurrí!

 Passið ykkur á Dodda bókasafnsfræðing í ham ... hann gæti raðað ykkur í stafrófsröð!!!

Frábært Gurrí!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 18:33

18 Smámynd: Gunna-Polly

hey ég er í sápu!! loksins, loksins ,loksins

Gunna-Polly, 27.2.2007 kl. 18:55

19 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

By the way....ertu nokkuð til í að mjókka á mér mittið og stækka á mér brjóstin..fyrst þetta er sápuópera þarf það að vera til staðar svo ég geti verið stjarna. Og mig langar líka til að doneita peningum til geðheilbrigiðsþjónustunnar á íslandi sem vantar svo peninga og gott fólk. Eða má raunveruleikinn ekki vera með í sápuóperum? Láttu þá vinna í heimslottóinu svo þeir geti gert allt vel og rétt. Mátt líka alveg nota peninga góðu álfkonunnar til þess. Mín!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 18:56

20 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Oh, vissi að draumar mínir myndu rætast á blogginu - og hjá þér Gurrí mín - LOKSINS er maður kominn í almennilega sápu. NÚ fylgist maður sko með og bíður spenntur eftir framhaldinu....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.2.2007 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 648
  • Frá upphafi: 1506001

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 525
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband