Lokaþáttur dagsins + bold of the day

Katrín gengur út úr dyngju sinni, kinkar kolli góðlátlega kolli til eiginmanna og barna, það dugar vanalega. Hún er löngu hætt að nenna að bjóða góðan dag. Hún stígur ofan í morgunbaðið sem butlerinn hafði látið renna í af alúð. Hún tekur óútkomin morgunblöðin og les fréttir sem eiga eftir að sjokkera heimsbyggðina klukkutíma síðar. Hún lítur augnablik upp og virðir fyrir sér gullkranana án þess þó að sjá þá. Svo er eins og hún taki ákvörðun. „James, handklæði!“

ÓvinurinnButlerinn kemur hlaupandi með drifhvítt, upphitað handklæði sem hann vefur vandlega utan um Katrínu. Þótt hann megi ekki horfa á hana getur hann ekki still sig um að dást að líkama hennar, engin fertug kona getur litið svona vel út. Katrín veifar hendinni, James hleypur og sækir símann.
„Hólmgeir, sæll, þetta er ég! Þú átt að gera mér stóran greiða!“

Á sama tíma situr Karólína bundin við stól. Elena liggur kefluð á gólfinu. Hún þurfti endilega að rífa kjaft. Þær brjótast um þegar Sverrir kemur askvaðandi inn og hlær óhugnanlega.
„Ég vil Grafarþögn!“ urrar hann. „Hvað heitir hún réttu nafni? Og hver er þessi Sólargeisli? Þið hafið of lengi staðið í vegi fyrir áformum mínum um að yfirtaka Flugleiðir!“

HugarflugaHugarfluga kemur í dyrnar og læðist hljóðlega að Sverri! Hún segir DÖHHH mjög hátt og Sverrir hnígur niður. Hún bindur hann og segir harkalega: „Þetta færðu fyrir að halda ekki með West Ham!“ Karólína og Elena brosa í gegnum fjötrana. Þetta hefði Gunna Pollý átt að sjá.

„Kikka sagði mér frá ykkur, þið eruð ekki blóðskyldar mér en samt tengjumst við og nú ætla ég að komast að því hvernig,“ segir Hugarfluga og hugurinn hvarflar til Steingerðar. Kannski er Hulda lykillinn að þessu öllu saman. Skyldi vera flugvöllur á Grundarfirði? Og hvenær hringir Björg?

 

Hvernig líður Braga þegar hann sér að kynþokkinn virkar ekki á Gerðu? Mun Doddi taka til sinna ráða áður en það verður of seint fyrir Katrínu Önnu? Hver er Ágúst í raunveruleikanum? Fararstjórinn ræður för en Hólmgeir er hræddur um að Ólafur kjafti öllu í Ragnar!

-    -    -    -    -    -    -   

 

HINN ÞÁTTUR DAGSINS: 

Blóðfaðir Ridge, Massimo, ráðleggur varkárni í málinu: Val Ridge milli Brooke og Taylor.

Stefanía segist hugsa um hag barnabarnanna en samtalið við Bridget síðan í gær stendur enn.  

„Ég held að þú sért afbrýðisöm út í mömmu,“ segir Bridget.

Nick og Jackie hafa áhyggjur af afskiptum Stefaníu. Nick elskar Brooke þótt hann ætli að kvænast dóttur hennar og Jackie hugsar bara um hamingju Nicks.

Jackie hittir Taylor í fyrsta sinn og segir að heimkoma Taylor sé guðsgjöf. Konurnar skiptast á þýðingarmiklu augnaráði.

Jackie hittir Brooke einslega úti fyrir og segir henni að líklega muni hún vera áhorfandi, ekkert annað, að ást Ridge og Taylor.

Stefanía talar við mynd af Brooke: „Þegar Taylor kemst að því sem þú hefur gert mun hún ekki leyfa þér að dvelja stundinni lengur í húsinu!“

Jackie gefur Brooke í skyn að Forrester-fjölskyldan muni aldrei kunna að meta hana á svipaðan hátt og hún og Nick muni gera.

Hmmm, held að Flækjur fallega fólksins/Blogg and the Bjútífúl sé skemmtilegri sápuópera, alla vega eru persónurnar mun áhugaverðari!   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Bwahahahahahaha !!  Tær snilld

Gerða Kristjáns, 27.2.2007 kl. 20:56

2 identicon

Sammála

TIDDI (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 20:58

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jiiiiii þetta er bara svo mikið ég að ég þarf ekki einu sinni að leika. Bara draga inn magann og bíða róleg eftir því að þið fáið lindur.  Oh afsakið. Linsur. Aðeins of mikið kampavín í morgunmat.

Lol!!! Skemmtilegt!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 21:05

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Óoo... ó ég þori ekki að víkja frá símanum ...

Hólmgeir Karlsson, 27.2.2007 kl. 21:38

5 Smámynd: Gunna-Polly

and the oskar goes to..............

Gunna-Polly, 27.2.2007 kl. 22:12

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

GUNNA POLLY! FYRIR frábæran leik í sápunni Blogg and the Beautiful!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2007 kl. 22:15

7 Smámynd: Gunna-Polly

ég þakka föður mínum , móður fyir að búa mig til , öllum Hríseyingum og nærsveitum og svo auðvitað Gurrihar fyrir að veita mér þetta tækifæri einnig vil ég þakka manninum með bleika hattinnn fyrir að setja mig ekki í spennitreyju , ég brosi gegnum tárin við fjólublátt ljós við barinnn

Gunna-Polly, 27.2.2007 kl. 22:26

8 Smámynd: www.zordis.com

Hva var ég drepin ............ eða?  Gurrí, the ewil twin getur ekki bara dáið .... er ekki come back?  geðklofa ástand og gúrkutíð .....

www.zordis.com, 27.2.2007 kl. 22:28

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Zordis, þú varst ekki drepin, skjúsmí, það eru bara þrír þættir komnir! Þú ert enn á Spáni, bíddu þar til þú verður komin til Grundarfjarðar í demantaleit!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2007 kl. 22:30

10 Smámynd: bara Maja...

Vá bíð spennt eftir framhaldi

bara Maja..., 27.2.2007 kl. 22:46

11 Smámynd: www.zordis.com

This my stuffffff,  var orðin svo líkleg eitthvað!  Sjúkkettý ...........

www.zordis.com, 27.2.2007 kl. 23:02

12 identicon

þetta er æðislegt! Hlakka til framhaldsins. Næ ég að passa demantana? Hvernig er Ólafur skyldur mér? Er ég ástfangin af honum? hehehehe

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 23:36

13 Smámynd: Saumakonan

óboyyy óboyy.... *grenjúrhlátri*

Saumakonan, 27.2.2007 kl. 23:56

14 identicon

Yndislegt ...  ég vona að ég nái að gera flugvélina ready og bjarga Katrínu Önnu! ... enda gömul og góð vinkona mín ...

... woo hoo - spennandi: hvað gerist næst...

(pssst: þú ert frábær, Gurrí!!!) 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 00:07

15 Smámynd: Svava S. Steinars

Úff, ekki langt í að allir fari að giftast öllum og eignast börn með stjúphálfsystkinum ! The plot thickens !

Svava S. Steinars, 28.2.2007 kl. 00:13

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það má alltaf hafa áhrif á söguþráðinn. Með hverjum blogvinanna vildir þú helst eignast barn í laumi? Held að þeir séu flestir kvæntir ... en það gæti verið yfirvarp njósnarans!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.2.2007 kl. 00:19

17 identicon

Mér þætti vænt um að fá að eignast börn með 2-3 hérna (skiptir ekki máli hverjum - bara upp á söguþráðinn sko ... ).... svo væri gaman að komast að því hvort einhver hérna sé blóðfaðir eða blóðmóðir mín ...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 00:39

18 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ok, mun láta ykkur Svövu hlaða niður börnum og Steingerði, systur Svövu, vera blóðmóður þína ... æ, ég finn eitthvað!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.2.2007 kl. 00:45

19 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er vöknuð og bíð spennt eftir hvað gerist næst í lífi mínu. Ég er svoleiðis að lifa mig inn í að vera söguhetja. Kallaði meira að segja manninn minn James í morgun og skipaði honum að spæla handa mér egg!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.2.2007 kl. 08:33

20 Smámynd: Ólafur fannberg

Farinn að verða forvitinn á sambandi okkar Kleópötru og demantanna

Ólafur fannberg, 28.2.2007 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 647
  • Frá upphafi: 1506000

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 524
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband