Blogg and the bjútífúl - 4. þáttur

SólinNú víkur sögunni að Kleópötru. Hún er nýbúin að frétta frá Stínu að Sverrir leitaði Sólargeisla.

Marga fýsir vissulega að vita hver einn dularfyllsti auðmaður landsins er, maðurinn sem varð ríkur eftir að demantar fundust í jörð hans á Vesturlandi. Kleópatra brosir og veit að leyndarmál Guðmundar er öruggt hjá henni.

Enginn veit hvaða maður þetta er sem heldur uppi bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp og styrkir þar að auki ljósmæðranema til náms. Hún ákveður að hringja í Fannberg, nýfundinn ættingja sinn, óblóðskyldan þó. Fannberg er í kafi en Skessa svarar í símann. Kleópatra skellir á, hún vill síst af öllu láta móður sína veiða nokkuð upp úr sér um samband sitt við Ágúst og Grundarfjarðargengið.

Bolungarvík

 

Á sama tíma í Bolungarvík: „Ég sendi þig til Póllands í stólpípu ef þú talar ekki, Jónína nær sannleikanum upp úr þér!“ urrar Stebbi. Augu Ingibjargar stækka og hún fyllist ótta. „Demantarnir eru ... á Akranesi!“ lýgur hún blákalt en hún hafði lært tæknina af samstarfsmanni sínum, Nosejob. Hún gat ekki vitað að með þessu var hún að leggja Gurrí í stórhættu. Bragi gæti þó eitthvað gert í því, dulbúinn sem pípulagningamaður. Eða Saumakona!

Heimili KatrínarNokkru síðar í Bretlandi: Katrín gengur um gólf, mjög áhyggjufull þrátt fyrir fallegan líkama.

Nú væri gott að hafa Kikku til skrafs og ráðagerða, hugsar hún, en Ísland hefur jafnvel enn meiri þörf fyrir hana.

Kannski verður að nægja að tala við Guðnýju Önnu. En þá áttar Halkatla sig kannski á samsærinu.

 

Doddi dulbúinn

 

Leikur Katrín Anna tveimur skjöldum? Hvað með allar þessar Katrínar og allar þessar Önnur? Er þetta ein og sama manneskjan?

Er fallhlífin hans Dodda í stafrófsröð eða náði Percy að rugla öllu áður en Zordís gat varað Guðmund við að Grafarþögn byggi í Grafarholtinu?

Hvað um Stínu? Sleppur hún frá Kanada áður en hún verður afhjúpuð?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Þetta er æsispennandi, hlakka til að sjá framhaldið

Björg K. Sigurðardóttir, 28.2.2007 kl. 10:13

2 identicon

Ma bara getur varla beðið eftir framhaldinu... spennan hríslas um mann allann....

Arna Hildur (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 10:23

3 Smámynd: www.zordis.com

Doddi er flottur svona dulbúinn ... getur örugglega náð sér í fylgisvein með svona varir!  Æsispenna í gangi hjá genginu! 

www.zordis.com, 28.2.2007 kl. 10:28

4 identicon

Spennó....

Ella (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 10:46

5 identicon

Þú færð 10+ í einkunn fyrir þetta. Ég er búin að hlægja mig máttlausa í vinnunni og þú verður að halda áfram með þetta. Bíð sko spennt eftir næstu færslu

karolina (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 11:01

6 Smámynd: Hugarfluga

Ef maður skyldi vera búinn að missa þráðinn, þýðir það þá að maður sé treggáfaður??   Ég er sko ekki að spyrja fyrir mig heldur aðra flugu ... hmm hmm.  

Hugarfluga, 28.2.2007 kl. 11:12

7 Smámynd: Saumakonan

Ha... dulbúin sem ég????   Bíddu nú við... eru til TVÆR ÉG þá???  ójedúddamía ein er sko alveg nóg.. heimurinn ræður ekki við tvær!!    ROOOOFFFLLLLLL *veinúrhlátri*

Saumakonan, 28.2.2007 kl. 11:12

8 Smámynd: Gunna-Polly

er búi ðað skirfa mig út úr blogg and the jútifúl manni getur nú sárnað , fæ oskar og hverf svo bara pant lifna við frá dauðum en ekki með svona varir eins og taylor og jolie

Gunna-Polly, 28.2.2007 kl. 11:13

9 identicon

Spennan er óbærileg ....

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 11:24

10 identicon

Þessi er eins og sápur gerast bestar. Internasjonal, auðkýfingar og fegurðardísir. Illmenni og dulbúnir pípulagningamenn. Ástfangin ættmenni, en þó ekki blóðskyld, fyrr en síðar ef henta þykir...ÉG GET EKKI  BEÐIÐ EFTIR NÆSTA ÞÆTTI. G.B Harry, þú ert snillingur

kikka (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 11:34

11 Smámynd: Ólafur fannberg

hahaha spennandi

Ólafur fannberg, 28.2.2007 kl. 12:51

12 identicon

Er einmitt að fara að kaupa mér sólgleraugu í Men in black style til að geta verið með í sápunni múhaaaaa drepfyndið

gua (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 13:55

13 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Þarf maður að fara að læðast með veggjum svo að æstur múgurinn ráðist ekki að manni til að biðja um eiginhandaráritanir.......  eða bara kaupa nýja fyllingu í pennann?  Óska svara frú bloggsápuóperuhöfundur (kemst þetta ekki í orðabókina yfir löng orð?)

Sigríður Jósefsdóttir, 28.2.2007 kl. 14:05

14 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta líst mér vel á. Sting upp á því að þarna komi við sögu sérlega grimmlyndur og útsmoginn einkaritari einka Steinka að nafni sem situr um að svíkja og pretta saklausar konur og bláeyga menn.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.2.2007 kl. 14:16

15 identicon

hehe afhverju er mamma með símann hans ólafs!!! er hann ekki minn?!?!? hehe

eða er hann bara á eftir demöntunum ... og fegurð minni ??

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 14:42

16 Smámynd: Gunna-Polly

ætli lífverðir silviu nætur séu á lausu ?

Gunna-Polly, 28.2.2007 kl. 14:42

17 identicon

Gott Twist í þessum söguþræði...

Snilld

TIDDI (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 16:16

18 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

lol...... Þetta er sko skemmtilegt. áðan þegar ég fór í supermarkaðinn tók ég alveg eftir að fólk var að horfa á mig eins og það héldi að ég væri einhver fræg. Hlakka  til þegar þetta kemur út á útlensku og kemst i selebrittíblóön hérna með Britney og Jolie.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.2.2007 kl. 16:31

19 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Enginn er dauður þótt hann sé ekki í hverjum þætti ... ég er enginn Umberto Eco sem hef unun af því að drepa ... persónurnar mínar.  Og ef ég drep þær er ekkert mál að lífga þær við aftur. Hehhehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.2.2007 kl. 16:41

20 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ég er búin að eyða deginum í sminki, hlýt að eiga hrikalegt comeback í næsta þætti

Gerða Kristjáns, 28.2.2007 kl. 17:30

21 Smámynd: Ólafur fannberg

kleópatra ég er bæði á eftir demöntunum og þér hahaha og við mamma þin sko.......

Ólafur fannberg, 28.2.2007 kl. 18:01

22 Smámynd: bara Maja...

Jösses hvað þetta er spennandi og takk fyrir aukahlutverkið í flugvélatiltektinni, vona að þú sjáir mig í stærra hlutverki þegar líða tekur á herligheitin...  ég bíð við símann...í sminkinu... þú ert snillingur !!!

bara Maja..., 28.2.2007 kl. 19:23

23 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég pant´fara´á ball og í extreme makeover, dansa tango í Argentínu og rifja upp allan Freud, liggjandi á nuddbekk í Svissnesku ölpunum. Takk, bjútífúl bloggkróníkuhöfundur.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.2.2007 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 639
  • Frá upphafi: 1505992

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband