Blogg and the bjútífúl 5. þáttur um ástir og örlög bloggverja

„Betra er seint en aldrei,“ dæsti Gerða þegar hún horfði á brúðkaup Rúna Júl. og Maríu, förðunin virtist ætla að heppnast. Fæstir vissu að athöfnin var yfirvarp og gert að undirlagi Katrínar ríku sem hafði frá fæðingu legið í Maríu að giftast Rúna. Gerða leit í kringum sig. Jú, þarna var allt fólkið, allir gervigestirnir sem hún hafði safnað saman með erfiðismunum. Hún horfði grimmdarlega á Karólínu sem var að fá sér þriðju tertusneiðina. Óþarfi var að lifa sig svona mikið inn í hlutverkið. Pálína var á verði við alla útganga og Keli lá hreyfingarlaus í loftræstistokknum og hafði útsýni yfir veisluna. Skyldi vélstýran láta til skarar skríða núna eða bíða fram að gullbrúðkaupinu?

Katrín og FannbergAnnars staðar á sama tíma: Katrín situr undir stýri í einkaþotu sinni á leið til Íslands. Hún nýtur þess að fljúga sjálf og nær oft að púsla saman flóknum vandamálum í vélinni. Allt í einu heyrir hún þrusk fyrir aftan sig, setur á sjálfstýringuna og læðist fram í farþegarýmið. Þarna situr Fannberg fáklæddur en mjög alþýðlegur. Þau fallast í faðma og Katrín íhugar alvarlega að gera hann að fjórða eiginmanni sínum. Hvern vantar ekki kafara með góð sambönd við Filippseyjar?

Demantar frá Grundarfirði

 

 

Á Grundarfirði: Zordís, Hugarfluga og Guðný Anna og Arna Hildur sitja við borðstofuborðið og dreypa á höfugu kaffi, Jamaica Blue Mountain, ekki eftirlíkingu. Grafarþögn vaktar gluggann og Bragi dyrnar, þau eru fáklædd og vopnuð. „Hvað eigum við að gera við Gunnu-Pollýju?“ segir Hugarfluga. „Hún stefnir aðgerðinni í stórhættu með þessu sambandi sínu við Hólmgeir!“ Guðný Anna horfir gáfulega en þó kynþokkafullt upp í loftið og segir: „Við gætum beðið Kleópötru að tala við Sólargeisla, hún ein veit að það er Guðmundur!“ Úps, hún beit í vörina á sér en konurnar voru svo hugsandi að enginn virtist hafa tekið eftir þessu. Það sem Guðný Anna vissi ekki var að Tiddi hafði komið upptökutæki fyrir í stofunni til að reyna að fá upplýsingar um demantana. Hann hló stórkarlalega þegar hann heyrði þetta. Nú skyldi Guðmundur fá það óþvegið. Maður eyðir ekki öllu sínu í góðgerðastarfsemi. Hann tók upp símann. „Halló, Fararstjóri, kallaðu á Saumakonuna, ég veit hver Sólargeisli er, farðu svo í Laugatún og gakktu frá Gunnu-Pollýju. Hún verður að vera dauð fyrir kvöldmat!“

Kópavogur: Ritari Tidda gengur inn á skrifstofuna. „Þú ert loks komin, einka-Steinka, eins gott, annars hefði ég kálað þér fyrir óstundvísina,“ segir hann grimmdarlega við Steingerði. Steingerður hagræðir hljóðnemanum í eyranu laumulega. Svala og Svana urðu að geta heyrt samræðurnar til að geta blandað sér í málið ef Tiddi trylltist. Maja liggur undir skrifborði og er til alls líkleg.
„Danmörk er grunsamleg,“ segir Tiddi. „Hvað eru allir að gera í Danmörku núna? Meira að segja Sigrún sveitó tók yngsta krakkann með sér þangað! Kannaðu málið í hvelli eða ég drep þig!“ Steingerður þykist vera hrædd en hefur þó alla þræði málsins í hendi sér.

Hvers vegna drakk njósnahópurinn ekki Kosta Ríka? Er Fannberg réttur erfingi Guðmundar og verður þá Katrín of rík ef hún tekur sér hann fyrir eiginmann? Hvað gerðist á hárgreiðslustofunni þar sem Ingibjörg og Halkatla voru í lagninu? Svíkur vélstýran lit og blaðrar öllu í Hall sem fær Hólmgeir til að kála Pálínu? Nær Ridge að komast á svalir Guðríðar? Hvenær segir Ingibjörg sannleikann um faðerni Svölu?    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunna-Polly

ég verð örugglega fallegt lík?

spurnig að hringja til hollywood og fá kvikmyndaréttinn?

Gunna-Polly, 28.2.2007 kl. 19:46

2 identicon

en sko ég hélt að ólafur væri minn ... snöökkkttt :)

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 20:08

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hann er blóðskyldur þér ... Hólmgeir og Doddi eiga eftir að berjast um þig, bíddu bara!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.2.2007 kl. 20:13

4 Smámynd: Hugarfluga

Ertu viss um að það hafi ekki verið Hugarfluga, sem horfði kynþokkafullt upp í loftið? Það er nebblega eitthvað svo mikið "moi".

Hugarfluga, 28.2.2007 kl. 20:15

5 Smámynd: Ólafur fannberg

og ég hélt að við kéópatra værum.....ég er í slæmum málum

Ólafur fannberg, 28.2.2007 kl. 20:21

6 identicon

Jööss, ekki ónýtt að vera kominn með hlutverk í sápunni

Gargandi snilld að venju...

TIDDI (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 20:27

7 Smámynd: Saumakonan

ROFL!!!  Já Tiddi minn... það er sko ekki amalegt að vera komin með hlutverk í svona sápu sem verður sko örugglega heimsfræg...  nú þarftu að fara að taka fram smókinginn fyrir rauða dregilinn og ég finn einhvern kjól í Seglagerðinni!  ROOOOFFFLLLLL !!!!!

Saumakonan, 28.2.2007 kl. 21:11

8 Smámynd: Karolina

Spurning hvort að mín sé komin á heilsuhælið nei ég meina spa-ið í Hveragerði eftir allt þetta tertuát ? Kem svo slim og slank út og verð aðal pæjan

Karolina , 28.2.2007 kl. 21:12

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Snökt, snökt, sé svoooooooo eftir að hafa kjaftað frá, það var henni...þarna...hvað hún nú heitir...að kenna. Mér var ekki sjálfrátt. 

EN: Kemst Ridge uppá á himnaríkisbalkong...og geri hann það...hvað þá?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.2.2007 kl. 21:57

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hvur er Tiddi?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.2.2007 kl. 21:58

11 Smámynd: Gerða Kristjáns

Hahahaha ég vissi að sminkið hefði borgað sig

Gerða Kristjáns, 28.2.2007 kl. 22:04

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Tiddi er óbeinn bloggvinur, bara skemmtilegur gaur sem kemur af og til í heimsókn og gerir allt vitlaust. Ég gerði hann samstundis að einum vonda karlinum. Múahahhaha! Ég er enn að hugsa málið með Ridge ... held að hann komist ekki lengra en upp á svalir. C´mon, þetta er sápuóperupersóna, ekki svona real eins og við.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.2.2007 kl. 22:06

13 identicon

Ég er nú bara leyndur aðdáandi frá meginlandi Evrópu, eða litla draslinu sem er fast við Evrópu.

TIDDI (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 22:16

14 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ridge hlýtur að þurfa að fara í megrun ef hann ætlar sér á altanið í Himnaríki

Sigríður Jósefsdóttir, 28.2.2007 kl. 22:18

15 Smámynd: Bragi Einarsson

Þegar mar sér svona snilld, mega framleiðendur Leiðindaljóss og BB leggja bara þættina niður.  Þetta meira að segja slær Nágrönnum út

Bragi Einarsson, 28.2.2007 kl. 22:21

16 identicon

Sammála Braga, hitt er auðvitað algert rusl við hliðina á þessu, og launin auðvitað mikið hærri í þessari sápu, sem sést á öllum leikmununum og sviðsetningu, mikið lagt í þetta.

TIDDI (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 22:24

17 Smámynd: Gerða Kristjáns

Launin ??  Bíddu færðu laun fyrir þetta ??  Hmm......spurning um að blikka rétta aðilann ha ?  Í mínum samningi stendur að þetta sé allt í sjálfboðavinnu

Gerða Kristjáns, 28.2.2007 kl. 22:26

18 identicon

Já neinei, sjálfboðastarfið er vel launað..Hér í minni svítu er t.d. boðið upp á öl og obblátur. Ekkert blikk var haft um hönd við gerð þessa þáttar.

TIDDI (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 22:30

19 Smámynd: Gerða Kristjáns

Svítu ?????  Og ég fæ ekki einu sinni búningsherbergi !!  Gurrí, þú verður að gera eitthvað í þessu, svona DAMA (hóst) eins og ég verður amk að fá búningsherbergi......þó ekki væri nema aflóga kústaskápur.......og mér þætti ekki verra að geta vætt kverkarnir í einhverju öðru en regnvatninu eða í þessu tilviki bræddum snjó

Gerða Kristjáns, 28.2.2007 kl. 22:33

20 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hjólhýsi fyrir alla, kampavín og gúrkusamlokur! Og sömu laun fyrir sömu vinnu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.2.2007 kl. 22:49

21 Smámynd: bara Maja...

snilld... LOL  

bara Maja..., 28.2.2007 kl. 23:51

22 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Mér er ekki farið að lítast nógu vel á þetta, þori ekki að fara að sofa fyrr en vélin er lent í það minnsta. Ég get aldrei gert Gunnu Pollý mein, ekki að ræða það sama hvað Hallur er að bauka. Ég er líka ennþá half smeikur um að Ólafur kjafti öllu í Ragnar.... og þá er voðinn vís .... þið vitið heldur ekkert hvað Katrín var að biðja mig um,.... því ég er enn í símanum!? ... úbs og hún bara að daðra við Ólaf í vélinni .....  og shitt ég held hún fari að lenda bráðum....
... og Doddi, veit ekkert hað hann er að bauka núna en hann fær ekki að koma nærri Kleópötru ,... það er sko alveg á tæru því hún er algjört æði..... En ég er samt alveg í flækju og veit ekkert hvað ég á að gera (eða öllu heldur hvað sögumaðurinn lætur mig gera) ... því ég held að Gurrý viti ekkert um sms'is sem Halkatla sendi mér rétt eftir að hún fann á sér að Sigríður hefði áhyggjur af systur sinni ..... og ég, ég endurtek ég, ætti að sjá um máin hennar Gerðar. Halkatla hvað á ég að gera!? ég er alveg í rusli .... allavega ef sögumaðurinn lætur mig koma illa fram við þig, þennan bloggengil, þá fer ég til Chile og rugla söguþræðinum þannig að sögumaðurinn vaknar í annarri vinnu í öðru landi skrifandi sápu fyrir einhverja allt aðra bloggara, og fattar það ekki einusinni, því ég verð búinn að sviðsetja handa henni allar persónurnar .... en úff ég get samt ekki farið að sofa fyrr en vélin er lent?????

Hólmgeir Karlsson, 1.3.2007 kl. 00:13

23 identicon

vá þarf að lesa alla þættina aftur ... komast að því hvort doddi eða hólmgeir er málið? ..... og hólmgeir ;) takk fyrir að segja að ég sé æðisleg hehe þrátt fyrir að ég viti það er alltaf gott að fá það staðfest ... og ég krumpa ennið gáfulega á meðan ég huxa þetta allt :)

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 09:16

24 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ég heimta að fá kósíhornið í Himnaríki fyrir búningsherbergi.  Tala nú ekki um ef að droparnir þarna fylgja með

Sigríður Jósefsdóttir, 1.3.2007 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 635
  • Frá upphafi: 1505988

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband