28.2.2007 | 19:40
Blogg and the bjútífúl 5. þáttur um ástir og örlög bloggverja
Betra er seint en aldrei, dæsti Gerða þegar hún horfði á brúðkaup Rúna Júl. og Maríu, förðunin virtist ætla að heppnast. Fæstir vissu að athöfnin var yfirvarp og gert að undirlagi Katrínar ríku sem hafði frá fæðingu legið í Maríu að giftast Rúna. Gerða leit í kringum sig. Jú, þarna var allt fólkið, allir gervigestirnir sem hún hafði safnað saman með erfiðismunum. Hún horfði grimmdarlega á Karólínu sem var að fá sér þriðju tertusneiðina. Óþarfi var að lifa sig svona mikið inn í hlutverkið. Pálína var á verði við alla útganga og Keli lá hreyfingarlaus í loftræstistokknum og hafði útsýni yfir veisluna. Skyldi vélstýran láta til skarar skríða núna eða bíða fram að gullbrúðkaupinu?
Annars staðar á sama tíma: Katrín situr undir stýri í einkaþotu sinni á leið til Íslands. Hún nýtur þess að fljúga sjálf og nær oft að púsla saman flóknum vandamálum í vélinni. Allt í einu heyrir hún þrusk fyrir aftan sig, setur á sjálfstýringuna og læðist fram í farþegarýmið. Þarna situr Fannberg fáklæddur en mjög alþýðlegur. Þau fallast í faðma og Katrín íhugar alvarlega að gera hann að fjórða eiginmanni sínum. Hvern vantar ekki kafara með góð sambönd við Filippseyjar?
Á Grundarfirði: Zordís, Hugarfluga og Guðný Anna og Arna Hildur sitja við borðstofuborðið og dreypa á höfugu kaffi, Jamaica Blue Mountain, ekki eftirlíkingu. Grafarþögn vaktar gluggann og Bragi dyrnar, þau eru fáklædd og vopnuð. Hvað eigum við að gera við Gunnu-Pollýju? segir Hugarfluga. Hún stefnir aðgerðinni í stórhættu með þessu sambandi sínu við Hólmgeir! Guðný Anna horfir gáfulega en þó kynþokkafullt upp í loftið og segir: Við gætum beðið Kleópötru að tala við Sólargeisla, hún ein veit að það er Guðmundur! Úps, hún beit í vörina á sér en konurnar voru svo hugsandi að enginn virtist hafa tekið eftir þessu. Það sem Guðný Anna vissi ekki var að Tiddi hafði komið upptökutæki fyrir í stofunni til að reyna að fá upplýsingar um demantana. Hann hló stórkarlalega þegar hann heyrði þetta. Nú skyldi Guðmundur fá það óþvegið. Maður eyðir ekki öllu sínu í góðgerðastarfsemi. Hann tók upp símann. Halló, Fararstjóri, kallaðu á Saumakonuna, ég veit hver Sólargeisli er, farðu svo í Laugatún og gakktu frá Gunnu-Pollýju. Hún verður að vera dauð fyrir kvöldmat!
Kópavogur: Ritari Tidda gengur inn á skrifstofuna. Þú ert loks komin, einka-Steinka, eins gott, annars hefði ég kálað þér fyrir óstundvísina, segir hann grimmdarlega við Steingerði. Steingerður hagræðir hljóðnemanum í eyranu laumulega. Svala og Svana urðu að geta heyrt samræðurnar til að geta blandað sér í málið ef Tiddi trylltist. Maja liggur undir skrifborði og er til alls líkleg.
Danmörk er grunsamleg, segir Tiddi. Hvað eru allir að gera í Danmörku núna? Meira að segja Sigrún sveitó tók yngsta krakkann með sér þangað! Kannaðu málið í hvelli eða ég drep þig! Steingerður þykist vera hrædd en hefur þó alla þræði málsins í hendi sér.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 56
- Sl. viku: 635
- Frá upphafi: 1505988
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 513
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
ég verð örugglega fallegt lík?
spurnig að hringja til hollywood og fá kvikmyndaréttinn?
Gunna-Polly, 28.2.2007 kl. 19:46
en sko ég hélt að ólafur væri minn ... snöökkkttt :)
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 20:08
Hann er blóðskyldur þér ... Hólmgeir og Doddi eiga eftir að berjast um þig, bíddu bara!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.2.2007 kl. 20:13
Ertu viss um að það hafi ekki verið Hugarfluga, sem horfði kynþokkafullt upp í loftið? Það er nebblega eitthvað svo mikið "moi".
Hugarfluga, 28.2.2007 kl. 20:15
og ég hélt að við kéópatra værum.....ég er í slæmum málum
Ólafur fannberg, 28.2.2007 kl. 20:21
Jööss, ekki ónýtt að vera kominn með hlutverk í sápunni
Gargandi snilld að venju...
TIDDI (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 20:27
ROFL!!! Já Tiddi minn... það er sko ekki amalegt að vera komin með hlutverk í svona sápu sem verður sko örugglega heimsfræg... nú þarftu að fara að taka fram smókinginn fyrir rauða dregilinn og ég finn einhvern kjól í Seglagerðinni! ROOOOFFFLLLLL !!!!!
Saumakonan, 28.2.2007 kl. 21:11
Spurning hvort að mín sé komin á heilsuhælið nei ég meina spa-ið í Hveragerði eftir allt þetta tertuát ? Kem svo slim og slank út og verð aðal pæjan
Karolina , 28.2.2007 kl. 21:12
Snökt, snökt, sé svoooooooo eftir að hafa kjaftað frá, það var henni...þarna...hvað hún nú heitir...að kenna. Mér var ekki sjálfrátt.
EN: Kemst Ridge uppá á himnaríkisbalkong...og geri hann það...hvað þá?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.2.2007 kl. 21:57
Hvur er Tiddi?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.2.2007 kl. 21:58
Hahahaha ég vissi að sminkið hefði borgað sig
Gerða Kristjáns, 28.2.2007 kl. 22:04
Tiddi er óbeinn bloggvinur, bara skemmtilegur gaur sem kemur af og til í heimsókn og gerir allt vitlaust. Ég gerði hann samstundis að einum vonda karlinum. Múahahhaha! Ég er enn að hugsa málið með Ridge ... held að hann komist ekki lengra en upp á svalir. C´mon, þetta er sápuóperupersóna, ekki svona real eins og við.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.2.2007 kl. 22:06
Ég er nú bara leyndur aðdáandi frá meginlandi Evrópu, eða litla draslinu sem er fast við Evrópu.
TIDDI (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 22:16
Ridge hlýtur að þurfa að fara í megrun ef hann ætlar sér á altanið í Himnaríki
Sigríður Jósefsdóttir, 28.2.2007 kl. 22:18
Þegar mar sér svona snilld, mega framleiðendur Leiðindaljóss og BB leggja bara þættina niður. Þetta meira að segja slær Nágrönnum út
Bragi Einarsson, 28.2.2007 kl. 22:21
Sammála Braga, hitt er auðvitað algert rusl við hliðina á þessu, og launin auðvitað mikið hærri í þessari sápu, sem sést á öllum leikmununum og sviðsetningu, mikið lagt í þetta.
TIDDI (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 22:24
Launin ?? Bíddu færðu laun fyrir þetta ?? Hmm......spurning um að blikka rétta aðilann ha ? Í mínum samningi stendur að þetta sé allt í sjálfboðavinnu
Gerða Kristjáns, 28.2.2007 kl. 22:26
Já neinei, sjálfboðastarfið er vel launað..Hér í minni svítu er t.d. boðið upp á öl og obblátur. Ekkert blikk var haft um hönd við gerð þessa þáttar.
TIDDI (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 22:30
Svítu ????? Og ég fæ ekki einu sinni búningsherbergi !! Gurrí, þú verður að gera eitthvað í þessu, svona DAMA (hóst) eins og ég verður amk að fá búningsherbergi......þó ekki væri nema aflóga kústaskápur.......og mér þætti ekki verra að geta vætt kverkarnir í einhverju öðru en regnvatninu eða í þessu tilviki bræddum snjó
Gerða Kristjáns, 28.2.2007 kl. 22:33
Hjólhýsi fyrir alla, kampavín og gúrkusamlokur! Og sömu laun fyrir sömu vinnu.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.2.2007 kl. 22:49
snilld... LOL
bara Maja..., 28.2.2007 kl. 23:51
Mér er ekki farið að lítast nógu vel á þetta, þori ekki að fara að sofa fyrr en vélin er lent í það minnsta. Ég get aldrei gert Gunnu Pollý mein, ekki að ræða það sama hvað Hallur er að bauka. Ég er líka ennþá half smeikur um að Ólafur kjafti öllu í Ragnar.... og þá er voðinn vís .... þið vitið heldur ekkert hvað Katrín var að biðja mig um,.... því ég er enn í símanum!? ... úbs og hún bara að daðra við Ólaf í vélinni ..... og shitt ég held hún fari að lenda bráðum....
... og Doddi, veit ekkert hað hann er að bauka núna en hann fær ekki að koma nærri Kleópötru ,... það er sko alveg á tæru því hún er algjört æði..... En ég er samt alveg í flækju og veit ekkert hvað ég á að gera (eða öllu heldur hvað sögumaðurinn lætur mig gera) ... því ég held að Gurrý viti ekkert um sms'is sem Halkatla sendi mér rétt eftir að hún fann á sér að Sigríður hefði áhyggjur af systur sinni ..... og ég, ég endurtek ég, ætti að sjá um máin hennar Gerðar. Halkatla hvað á ég að gera!? ég er alveg í rusli .... allavega ef sögumaðurinn lætur mig koma illa fram við þig, þennan bloggengil, þá fer ég til Chile og rugla söguþræðinum þannig að sögumaðurinn vaknar í annarri vinnu í öðru landi skrifandi sápu fyrir einhverja allt aðra bloggara, og fattar það ekki einusinni, því ég verð búinn að sviðsetja handa henni allar persónurnar .... en úff ég get samt ekki farið að sofa fyrr en vélin er lent?????
Hólmgeir Karlsson, 1.3.2007 kl. 00:13
vá þarf að lesa alla þættina aftur ... komast að því hvort doddi eða hólmgeir er málið? ..... og hólmgeir ;) takk fyrir að segja að ég sé æðisleg hehe þrátt fyrir að ég viti það er alltaf gott að fá það staðfest ... og ég krumpa ennið gáfulega á meðan ég huxa þetta allt :)
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 09:16
Ég heimta að fá kósíhornið í Himnaríki fyrir búningsherbergi. Tala nú ekki um ef að droparnir þarna fylgja með
Sigríður Jósefsdóttir, 1.3.2007 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.