Kjalnesingar loks dekraðir og fleira

VíkingarStrætóferðin frá Akranesi gekk dásamlega vel. Það var meira að segja búið að hirða upp Kjalnesingana þegar við komum þangað og þótt Skagamenn og Kjalnesingar eigi í blóðugu stríði (um kvenfólk, karlmenn, göngin, sæti í strætó o.fl.) gat ég vel unnt þessum elskum að komast fyrr í vinnuna en vanalega ... nógu oft lentu einhverjir þeirra í því að standa í strætó í gamla daga.  

Ég kom fáeinum sekúndubrotum á eftir Gullu pró í vinnuna en hún bauð þó ekki gott kvöld, hún má eiga það. Það verður tryllt og vitlaust að gera í dag. Samt ætla ég að reyna að ná vagninum heim rétt fyrir kl. 16.  

Nýjasta Vikan kemur út í dag. Hún er mjög fjölbreytt og áhugaverð (eins og venjulega). Á forsíðunni eru mæðginin Hrefna Björk og Nóni Sær en Nóni lifði af bílslys í desember þar sem systir hans, Svandís Þula, lét lífið, Nóni er í hjólastól! Sorglegt en samt fallegt viðtal!

Lífsreynslusagan er djúsí að vanda og viðkomandi fær Vikuna fyrir að hvísla henni að okkur, Endilega hafið samband við ef þið hafið góða, erfiða, fyndna, sorglega sögu til að segja ... nöfnum er alltaf breytt og jafnvel aðstæðum líka í sumum tilfellum.

Jæja, best að fara að vinna! Finna mynd með ljúfu lífsreynslusögunni sem verður í næsta blaði ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

vinna...hvað er það hehehe er i fríi...gangi þér vel..innlitsknús frá

Ólafur fannberg, 1.3.2007 kl. 08:50

2 identicon

ætli maður byrji ekki að lesa vikuna .. þar sem maður er orðin svona góð vinkona þín hehe

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 09:21

3 identicon

Vikan er eina blaðið með viti fyrirgefiði, og hvað er hún aftur búin að koma út í mörg ár 2, 4???  þetta virðulega blað er á 69. árgangi og "still going strong" Æi Gurrí getur þú ekki gert mig að áskrifanda? Er búin að vera að leiðinni að gera það í mörg ár En gleymi því alltaf...

kikka (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 09:49

4 Smámynd: Gerða Kristjáns

Spurning um að fjárfesta í vikunni

Gerða Kristjáns, 1.3.2007 kl. 10:37

5 Smámynd: Saumakonan

Les alltaf Vikuna þegar ég kemst í hana.... mikið búið að reyna að fá mig til að verða áskrifandi bæði af henni og fleirum þar sem systir mín er víst eitthvað að vinna við þetta en ekkert hefur gengið.nema jú henni tókst að lokka mig til að kaupa Húsfreyjuna.   Kanski það verði Vikan næst.. hvur veit?

Saumakonan, 1.3.2007 kl. 15:08

6 Smámynd: Hugarfluga

Nú verð ég að fara að kaupa Vikuna fyrst þú ert með puttana í'enni.  Þ.e.a.s. Vikunni. 

Hugarfluga, 1.3.2007 kl. 16:12

7 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Þau eru alltaf hræðileg þessi slys, ég man eftir þessu slysi sem þú minnist á og eins og öll önnur foreldri fékk ég tár í augun, vona bara að fjölskyldan nái að lifa með svona áfalli, þar er vissulega erfitt og allar mínar bestu hugsanir eru með þeim.

Pétur Þór Jónsson, 1.3.2007 kl. 16:43

8 Smámynd: bara Maja...

Sé það að ég verð að kaupa Vikuna

bara Maja..., 1.3.2007 kl. 17:35

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fimmtudagar eru killer-dagar, maður getur ekki einu sinni notað matartímann í að kíkja á bloggvinina sína ... bara borða, hviss, bang, vinna! En nú skal haldið á rúntinn. Það kemur að sjálfsögðu sápa í kvöld! Ég er að verða háð þessu helvíti líka ... hehehehehehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.3.2007 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 43
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 681
  • Frá upphafi: 1505972

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 548
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband