Sjónvarpsspjall, kaffiþorsti og ódýrari tertur!

Ungar„Koma ungarnir mínir,“ sagði brosmildi bílstjórinn á 27 þegar leið 15 kom á síðustu stundu í Háholtið. Frábært attitjúd. Svo þegar við renndum inn á Skagann sagði hann við mig: „Þú ferð nú á kaffihúsið, er það ekki?“ Og ég hlýddi.

María í Skrúðgarðinum hélt að ég væri svo fárveik heima að hún var að hugsa um heimsendingarþjónustu með kaffi til mín. Ég hlyti að vera orðin alvarlega kaffiþyrst. Þessi elska. Allt hafði lækkað í verði hjá henni, sérstaklega brauðmetið og kökurnar.

Svo leyfði bílstjórinn mér að rúlla með heim korteri seinna. Ætli við megum nota Rvíkurstrætó innanbæjar um helgar þegar innanbæjarvagninn gengur ekki? Það væri notalegt í vondum veðrum. Þetta er jú strætó, ekki rúta. Sá brosmildi var ekki viss. Best að hringja í einhvern á morgun og spyrja.

Siggi stormur spáir leiðindaveðri, vonandi kemst ég heim úr vinnunni á morgun. Ég bind vonir mínar við að þetta sé bara hræðsluáróður hjá honum!

Nip TuckMikki sagði í hádeginu að hann væri hættur að horfa á sjónvarp. Hann stendur við það eins og annað, hann tilkynnti á dögunum að hann væri hættur að reykja. Það stendur enn.
„Þú horfir líka alltaf á svo asnalega þætti,“ sagði Jón Óskar. „Þætti eins og America´s Next Top Model og Nip Tuck.“

Mikki samsinnti því og sagðist vera búinn að taka inn svo miklar upplýsingar að hann yrði að fá tíma til að vinna úr þeim. „Þetta hamingjusama hjónaband hjá heilbrigðari lækninum er svo skrítið. Barnfóstran þeirra er karlkyns dvergur sem eiginkonan er farin að sofa hjá og er helmingi stærri en hann. Undarlegt fólk.“ Við dæstum með Mikka en ætlum samt að halda áfram að horfa á sjónvarpið. Við þurfum ekki að vinna úr upplýsingum, það gera tölvur. Við lítum á sjónvarpsefni sem afþreyingu ...

 

... sem hann hafði kvænst með því að sparka í hana liggjandi ... heyrðist í fréttunum áðan. Ég skil vel að konur séu tregar til að giftast ... nema þetta hafi verið svona illa orðað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hann er alveg frábær ... að hinum ólöstuðum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.3.2007 kl. 19:23

2 Smámynd: Gerða Kristjáns

Skrúðgarðurinn næsta stopp ef maður skyldi eiga leið um Skagann

Gerða Kristjáns, 1.3.2007 kl. 19:48

3 Smámynd: SigrúnSveitó

ooohhh, hlakka til að koma heim og fá mér gott með kaffinu í Skrúðgarðinum...sérstaklega fyrst það hefur lækkað í verði!!

Baunaknús... 

SigrúnSveitó, 1.3.2007 kl. 20:14

4 Smámynd: gua

elsku Gurrí, ég er soddan telflonheili að hálfa væri nóg  er alveg búin að gleyma hvernig á að setja inn myndir í bloggið urr gæturu sagt mér það aftur ?

gua, 1.3.2007 kl. 20:39

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ekkert mál. Ferð inn í stjórnborð, býrð til bloggfærslu, lætur bendilinn vera þar sem myndin á að koma, klikkar á setja inn myndir, velur efsta (ef myndin er t.d. á desktop hjá þér) eða næstefsta (ef myndin er í albúmi mbl.bloggsins). Klikkar á myndina ... þetta gerir sig næstum sjálft. Passaðu bara að velja hvort þú vilt myndina til hægri eða vinstri ... þá leggst textinn svo skemmtilega við hlið hennar. Sparar pláss og er flottara, finnst mér. Ég er hálf tölvuhrædd en þetta gekk hjá mér. (Ég fer t.d. á google.is (já IS), vel myndir með færslunni og læt þær fara á desktop ... þá er svo auðvelt að sækja þær. Vona að þú skiljir þetta! 

Já, Sigrún sveitamær, það verður gaman að fá þig heim, fullnuma hjúkkuna, Flórens mín!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.3.2007 kl. 20:57

6 Smámynd: Karolina

Mmmm greinilegt að maður verður að stoppa í Skrúðgarðinum næst þegar maður er á leiðinni upp í Grundó fá sér kaffi og með því

Karolina , 1.3.2007 kl. 21:10

7 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Þú kemur bara í Grafarholtið ef það verður ófært á Skagann.  Mundu að ég á heima rétt hjá endastöðinni við Reynisvatn

Sigríður Jósefsdóttir, 2.3.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 166
  • Sl. viku: 659
  • Frá upphafi: 1505950

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 530
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband