Sorg yfir Alan og óþekktarsaga af Tomma

Horfði á X-Factor aftur áðan í þeirri von að úrslitin myndu eitthvað breytast en ... Alan fór heim! Mjög leiðinlegt og ég skældi pínulítið með Einari dómara. Það var líka hneyksli að Hara-hópurinn skyldi lenda botninum. Þetta á ekki að vera vinsældakeppni, við eigum að kjósa þá bestu, þessa með X-Factorinn ... en kannski hafa ekki allir sama smekk.

Bilaða klukkanÉg ætla á kaffihúsið á eftir, það væri kannski lag að klæða sig áður en klukkan slær fimm. Sem minnir mig á að fína afaklukkan mín slær ekki lengur.

Fyrir nokkrum árum var ég í símanum að tala við Höllu frænku, tala í eldgamla, svarta símann minn. Tommi var eitthvað að flækjast uppi á efstu hillunni og honum tókst að henda klukkunni niður á gólf með miklum hávaða og sambandið slitnaði. Ástæðan var sú að klukkan datt niður á símasnúruna og skar hana í sundur ... svo er talað um óþekk börn ...

Símakvikindið

 

Ég ætlaði mér alltaf með símann í viðgerð, búa til smásenu í viðgerðadeildinni, vera búin að binda snúruna saman og þykjast svo ekkert skilja í því að það hafi ekki virkað. Múahahha, aldrei of illa farið með góðan viðgerðamann!

Það getur verið ótrúlega gaman að þykjast vera voða vitlaus ... eins og þegar við Gyða vorum einu sinni á leiðinni í brúðkaup upp í Skálholt og villtumst. Við stoppuðum á leiðinni og spurðum bónda til vegar og rollan hans þvældist í kringum bílinn hennar Gyðu ... Ég þóttist vera smeyk og spurði bóndann hvort rollan myndi nokkuð pissa utan í bílinn. Það var svo gaman að sjá svipinn á bóndanum yfir þessum heimsku borgarstúlkum sem höfðu örugglega aldrei farið út fyrir malbik.

Hann hefði átt að vita þegar ég mjólkaði einu sinni alein 20 kýr í fjósinu á Felli í Biskupstungum og var bara 14 ára! Ég þurfti reyndar aldrei að slátra kálfum eða gelda hross, það gerir kannski gæfumuninn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég laumaðist til að horfa á geldingu úr fjarlægð en fékk aldrei að taka þátt .. þú getur óhræddur komið í Skrúðgarðinn og hitt mig hvenær sem er, Guðmundur minn. Annað mál hvað maður gerir við bloggvinina í lopasápuóperunni!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.3.2007 kl. 17:28

2 Smámynd: Gerða Kristjáns

Klukkan er æðisleg

Gerða Kristjáns, 3.3.2007 kl. 18:26

3 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Ég trúi ekki að þú hafir horft á þetta þegar þú hafðir tækifæri á að sjá United vinna Liverpool, þetta er ekki hægt Gurrí.

Pétur Þór Jónsson, 3.3.2007 kl. 18:40

4 identicon

Eh Pétur ... það var sorg að sjá Man vinna Liv svona rosalega ósanngjarnt! greinileg meistaraheppni þarna á ferð ... en ég grét þó ekki eins og Halla og Einar ... var að sjá tárin í fyrsta skipti núna í endursýningunni og þetta var magnað ... 

Pissa rollur utan í bíla? Tí hí hí !

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 19:00

5 Smámynd: Saumakonan

humm....  "við erum tvær úr tungunum.... og til í hvað sem er....."   LOL      ojæja... næsti bær við hér... hreppaskvísa og ég veit sko alveg hvað það er að mjólka beljur.... 40 mjólkandi í afa fjósi    Og hey já... klukkan minnir mig á barnæskuna í sveitinni... var líka til svona þar

Saumakonan, 3.3.2007 kl. 19:12

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég sá Einar Bárðar einmitt skælandi í fréttunum áðan!! Soldið krúttlegt

Heiða B. Heiðars, 3.3.2007 kl. 19:37

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Tapsár ... eða fullur söknuðar? I love it!!! Margir vilja meina að dómararnir séu allt of áberandi! Þátturinn er bara byggður svona upp og er eftir bresku fyrirmyndinni. Þetta á að vera svona þótt sumir sakni Idolsins og vináttu dómaranna þar. Mér finnst þetta ógurlega spennandi ... og skil alveg Einar að sakna Alans! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.3.2007 kl. 19:52

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér finnst hjalið hjá bloggvinum þínum mjög ábyrgðarlaust, Gurrí mín, það mátti alveg gráta yfir úrslitum Liverpool-MU, reyndar ekki eins mikið og yfir Alan. En MU! eins og sagt var í fréttunum áðan var sigur þeirra sko alls ekki verðskuldaður ,,gegn gangi leiksins".

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.3.2007 kl. 19:55

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kannski gott að ég slapp við leikinn! En ég ætla að horfa á Barcelona í kvöld!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.3.2007 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 213
  • Sl. sólarhring: 297
  • Sl. viku: 905
  • Frá upphafi: 1505912

Annað

  • Innlit í dag: 172
  • Innlit sl. viku: 738
  • Gestir í dag: 165
  • IP-tölur í dag: 159

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband