Ekki sammála

Formúla 1 hefst 17. mars nk. (ég hringdi upp í Sjónvarp til að fá það staðfest) og þá tek ég gleði mína aftur eftir skelfilegan vetur. Gray´s Anatomy, 24, Medium, Heroes og Jerico eru bara tæki til að láta mig gleyma rétt sem snöggvast. Mörgum finnst skrýtið að svona fín frú eins og ég sleppi mér yfir Formúlunni en ég veit um miklu fleiri fínar frúr, jafnvel fínni, sem horfa stjarfar ... líka á tímatökuna.

FormúlanEftir að Montoya hætti hef ég verið hálf munaðarlaus og veit ekki alveg hverjum ég á að halda með. Zordís stingur upp á Alonso ... en það er ekki nógu spennandi, hann er svo skrambi sigurstranglegur. 

Sumir segja það að horfa á Formúluna vera eins og að horfa á mislitan þvott rúlla í þvottavél ... ég vorkenni því fólki. Innilega.

Ég er ekki sammála því að áhorfstölur séu ýktar þó að ég hafi lítið fyrir mér í því ... en hvað hefur þessi rannsókn fyrir sér í því að færri horfi? Ekki hef ég verið spurð ... og þyki þó ólíkleg!

Fyrir nokkrum árum tók ég viðtöl við þrjár konur sem horfa trylltar á Formúluna og hafa meira að segja farið utan til að horfa læf! Ein var rúmlega sjötug, önnur kúl tónskáld og sú þriðja spilar með Sinfónínunni. Þar hvarf hjólhýsapakks-ímyndin, er það ekki? Ég segi það ekki, mér finnst reyndar gott að sitja fyrir framan kassann ... sveitt í netabolnum mínum með bjór í annarri og kleinuhring í hinni þegar ég horfi á Formúluna! Gerum við það ekki allar? 

  


mbl.is Formúlan meðal íþrótta sem sagðar eru gefa upp ýktar áhorfstölur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ef mamma væri með kleinuhring í annari og bjór í hinni, (eða var það öfugt?) þá myndi það aldrei haldast í höndunum á henni !  Hún væri löngu búin að hrækja kleinuhringnum útúr sér á skjáinn og hella bjórnum yfir hann líka ! Ég held að McLaren sé hennar lið.......hún dó næstum úr ástarsorg þegar Håkkinen hætti

Gerða Kristjáns, 4.3.2007 kl. 16:45

2 identicon

Amma mín sem verður 90 ára í ágúst og dvelur á Höfða er ekki viðræðuhæf þegar formúlan er hvrt sem er tímatökur eða keppnin. Henni finnst þessi keppni æði og þekkir öll liðin og bílstjórana

Systir þess brosmilda (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 16:56

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

jamm, míns er sko ekki hjólhýsapakk :-D

En það er satt að allar íþróttagreinar gefa upp allt allt of háar gláptölur. Jamm.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 4.3.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 618
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 508
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband