Tunglið kom ... en of seint - eins og svaladyrnar kannski?

Ætlaði varla að geta sofnað sl. nótt fyrir skærri birtu tunglsins. Sorrí, of seint! Tunglið var samt flott en ég var móðguð yfir því að það lét ekki sjá sig þegar ég þurfti á því að halda ... í tungmyrkvanum. Hnuss!

Húsverk1Nú bíða mín skelfileg örlög í dag ... já, einmitt ... húsverk! Hef verið óbærilega löt undanfarið ... ja, eða kannski lasin, þarna kom það.

Nú kæmi sér vel að vera gift ... en það er samt ekkert öruggt. Karlar drasla líka.

Það er ekki lengur nóg að væta tusku í eldhúsinu í klór ... eða fela opna tekkolíuflösku á bak við eitthvað ... eða yfirlýsa með 100 kerta perum eins og er gert í sumum verslunum til að allt virki svo hreint.

Þessi annars góðu ráð voru í boði frú Guðríðar.

Símanúmerið hjá pólskri konu sem tekur að sér heimilishjálp er fyrir framan mig. Ég ætti kannski hringja? En fyrst þarf ég að gera fínt til að fæla hana ekki frá!

Hvenær ætli svaladyrnar komi? ... ég er að verða stopp í lopasápunni. Ridge, Bragi og Hólmgeir komast ekki inn til að finna uppdráttinn að fjársjóðnum. Tvíburarnir eru í stórhættu og Gerða getur ekki lagt á ráðin. Halkatla bíður og bíður á meðan Ester og Elena fengu gistingu hjá Örnu. Hvar getur vélstýran lent geimskipinu? Zordís er flúin til Spánar á meðan Stína kemst ekki til landsins! Allt er þetta í hers höndum vegna svaladyraleysis í himnaríki!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég get ekki beðið eftir svaladyrunum! EN er nú ekki kominn tími til að þúast? Þú mátt alveg kalla mig Gurrí!!!

Bloggvinir mínir eru beðnir um að kalla mig GURRÍ nema þegar þeir skamma mig, þá er hitt í lagi! Sorrí, slæmar æskuminningar .... heheheh 

Guðríður Haraldsdóttir, 4.3.2007 kl. 15:05

2 Smámynd: Saumakonan

öhmm.... vera gift já (eða í sambúð)... ónei, virkar sko ekki á draslið... ef eitthvað er þá er það MEIRA!!   kv frá þreyttri saumakonu sem er búin að vera að hamast í þvotti... vaska upp... tína upp DRASL eftir karlmennina á heimilinu... "reyna" að gera borðstofuna sæmilega svo hægt sé að setjast til borðs án þess að missa matarlystina.... sópa gólfin sem eru undirlögð af "kleinuhringafræjum" eftir yngsta fjölskyldumeðliminn....    *dæs*   vertu fegin að það er bara svalahurðin sem vantar!!! 

Saumakonan, 4.3.2007 kl. 15:11

3 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ég bý með eintómu karlkyni og trúðu mér......það er ekki betra !

Gerða Kristjáns, 4.3.2007 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 45
  • Sl. sólarhring: 197
  • Sl. viku: 1995
  • Frá upphafi: 1456748

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 1699
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gardínukettir
  • Ostapítsa með sultu
  • Náttborð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband