Að nördast á laugardagskvöldi

TunglmyrkviEr maður nörd eða er maður ekki nörd þegar maður eyðir laugardagskvöldi í að horfa á tunglmyrkva á Netinu? Ég horfi líka spennt út um gluggann á nokkurra mínútna fresti til að tékka á skýjunum því að ég er búin að hita upp stjörnukíkinn ef tunglið skyldi birtast eitt augnablik! Þetta gæti verið aldurinn eða auknar gáfur vegna umgengni við kláru bloggvinina, mataræðið eða bara hvað sem er.

Jennifer LopezÞað rúllar reyndar rómantísk vella í sjónvarpinu í seinkaðri dagskrá, mynd með Jennifer Lopez.

Heimildamyndin hans Al Gores bíður inni í stofu, er að hugsa um að horfa á hana eftir tryllta tunglmyrkvann. Svo er líka freistandi að fara á uppáhaldssíðuna mína og hlusta á Tubular Bells í heild sinni. Eina sem ég sakna af þessari tónlistarnetsíðu (ókeypis) er að finna ekkert með Rick Wakeman, snillingi sem var í Yes. Hér kemur hlekkurinn:

http://radioblogclub.com/ ... bara skrifa inn tónlistarmann eða lagið sjálft og þá kemur listi, reyndar koma fleiri lög með, því að maður dettur inn á lagasafnsíður erlendra bloggara. Mæli líka með Woman Boat Song ... það er ótrúlega skrýtið lag en flott!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kikka (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 22:43

2 identicon

Það átti að vera broskall í svarinu hérna fyrir ofan.Nei þð er afar eðlilegt, og ekkert nördalegt við það að vera heima á laugardagskvöldi og fylgjast með tunglinu og blogga þess á milli. Þú ert bara normal elskan.

kikka (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 22:45

3 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ég er nú reyndar ekki að fylgjast með tunglinu, en það er súper gott að sitja og sauma með Lopez á skjánum

Gerða Kristjáns, 3.3.2007 kl. 22:58

4 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Hvaða hvaða það er ekkert að því að vera nörd

Ein vinkona mín heldur því fram að eitt helsta einkenni á nördum sé að þeir vafra um á netinu á laugardagskvöldum og samkvæmt þeirri kenningu er ég sko nörd.

Takk fyrir að benda á radioblogclub, það er örugglega hægt að nördast eitthvað þar. 

Björg K. Sigurðardóttir, 3.3.2007 kl. 23:03

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Akkúrat núna er tunglið farið að sjást úr Garðabænum.

Ágúst H Bjarnason, 3.3.2007 kl. 23:06

6 Smámynd: www.zordis.com

Væri til í að horfa á eitthvað væmið ..... er með hjartað tifandi á ofurhraða að horfa á vampíru mynd .....  Hryllingur 

www.zordis.com, 3.3.2007 kl. 23:08

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég ligg á rúðunni hjá mér en sé ekki neitt Eins gott að Netið bjargar þessu

Guðríður Haraldsdóttir, 3.3.2007 kl. 23:13

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Úps, hvaða vampírumynd, Zordís?

Guðríður Haraldsdóttir, 3.3.2007 kl. 23:23

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta var bara stutt gaman.  Nú er  komin skýjaslæða aftur, en rétt mótar fyrir tunglinu annað slagið.

... Nú sést það aftur vel. Það er mjög dökkt, þannig að ekki er auðvelt að koma auga á það ef maður veit ekki nokkurn vegin hvar það á að vera.  Sést þó vel með berum augum og er eins og dökk appelsína...

Ágúst H Bjarnason, 3.3.2007 kl. 23:26

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég sé EKKERT, kíkirinn stendur bara þarna og ekkert...ekkert...Well, gott að hafa netmyndirnar. Takk ÁHB.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.3.2007 kl. 23:47

11 Smámynd: bara Maja...

ohhh missti af öllu fjörinu  er búin að hlæja að lopasápunni þinni, hvernig hefur þú hugmyndaflug í þessa snilld ? ébaraspyr!!

bara Maja..., 4.3.2007 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 199
  • Sl. sólarhring: 281
  • Sl. viku: 1741
  • Frá upphafi: 1460674

Annað

  • Innlit í dag: 184
  • Innlit sl. viku: 1408
  • Gestir í dag: 177
  • IP-tölur í dag: 177

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband