Að húsverkjast og vinna milljónir í nígeríska happdrættinu

HúsverkirHef verið blýföst í tónlistarsíðunni að finna góð „húsverkjalög“, datt niður á lag með Enyu, eða Emju, eins og mamma heldur að hún heiti en hún var að rugla henni saman við Coolio, ekki spyrja! En nú rúllar Caribbian Blue og er svona skrambi húsverkjalegt. Á sömu síðu eru lög með Sigur Rós og Björk. Skrambi smekklegir þessir útlensku bloggverjar.

- Sett í uppþvottavél, tékk.
- Skipt á rúminu, tékk.
- Sett í þvottavél, tékk.
- Skipt um kattasand, tékk.
- Fleygja dagblaðabunkum.
- Taka uppsöfnuð tímarit og finna stað fyrir þau.
- Ryksjúg og skúr.
- Brjóta saman þvott.

Það er gott að setja upp lista, þá virðist sem verkið sé hálfnað. En það verður að vera fínt hérna ef ég á að geta lokkað pólsku konuna til að koma tvisvar í mánuði og gera hreint. Svo væri líka snjallt að kaupa kvikindið sem rúllar um allt þegar maður er í vinnunni og ryksugar. Þetta gæti líka verið flott dót fyrir kettina, eitthvað til að ráðast á og sem ryksugar kattahárin af þeim í leiðinni!

 
Ég fékk æðislegan tölvupóst um daginn. Það kom í ljós að ég hafði unnið milljónir dollara í nígeríska happdrættinu. Ég man reyndar ekki eftir því að hafa keypt miða þar ... en sama hvaðan gott kemur. Það þurfti að senda happdrættinu 200.000 IKR til að hægt væri að borga út vinninginn og ég símsendi það í gær. Nú bíð ég bara róleg, sallaróleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Einarsson

Veistu, ég er gjörsamlega búin að missa þráðinn af Bældur og Brjálaður þessa vikuna, bara verið svo mikið að gera En þetta með happdrættið, þú mátt bíða róleg forever, mín kæra

Bragi Einarsson, 4.3.2007 kl. 18:00

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æ, ég var líka að djóka með happdrættið ... finnst ótrúlega skrýtið að fá svona bjánaleg gylliboð af og til og að sendendur haldi að fólk falli fyrir þessu bulli.

Bældur og brjálaður ... klikkað nafn á framhald óperunnar! Takkksó!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.3.2007 kl. 18:03

3 Smámynd: Gunna-Polly

ég er sko alltaf að vinna svona tek þetta bara út þegar ég verð gömul (góð ellilauns sko) svo var ég að vinna typpastækkum líka heppin ég

Gunna-Polly, 4.3.2007 kl. 18:13

4 Smámynd: Karolina

Er að hugsa um að taka upp svona tékklista, skrambi góð hugmynd

Karolina , 4.3.2007 kl. 18:14

5 Smámynd: gua

rétt að líta inn svo ég detti ekki út úr bloggvinafélaginu ( og sápuni ) það er svo erfitt að vera ég þessa daga get ekki sinnt blogginu sem skildi  og það er alveg óþolandi urr ,gangi þér annars vel í tiltektini

gua, 4.3.2007 kl. 18:17

6 Smámynd: bara Maja...

Gurrí þú ert ótrúleg ! LOL, já bíddu bara sallaróleg  btw á ég að kaupa vikuna í næstu viku ?

bara Maja..., 4.3.2007 kl. 18:34

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gua mín, þú dettur sko ekkert út! Þetta er ekki spurning um magn, heldur gæði! Og þar sparkaði ég í rassinn á sjálfri mér. Sit og blogga þegar ég á að vera að taka til!

Tékklistinn er góður ... held að ég geti sleppt því að skúra, ryksjúgeríið gerði bara helling! Þá er það bara martröðin að fara að brjóta saman þvott og ganga frá ... held að mér finnist það leiðinlegast ... samt elska ég að strauja! Þarf líklega að kaupa fleiri föt og tau sem þarf að strauja, þá verður þetta bara skemmtiatriði sem ég hlakka til alla vikuna. Gunna Pollý, ég hef ekki enn unnið typpastækkun en það er alltaf verið að bjóða mér spennandi pillur! Viagra og svona.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.3.2007 kl. 18:35

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Frú Maja, ég sendi þér hana! Of kors! Getur þú sent mér heimilisfangið þitt? Þú ert með netfangið mitt! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.3.2007 kl. 18:45

9 Smámynd: bara Maja...

Tíhíhí takk frú Gurrí

bara Maja..., 4.3.2007 kl. 18:48

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er svo tortryggin, Guðmundur, að það hringja allar aðvörunarbjöllur yfir öllum svona pósti sem ég eyði samstundis! Ég er líka sjúklega hrædd við vírusa og er búin að biðja alla mína vini og vandamenn að senda mér ekkert "dótarí"! Tölvukarlinn í vinnunni minni biður okkur líka að afþakka allt krúttlegt því þetta er svo fljótt að safnast upp og hægir á kerfinu! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.3.2007 kl. 18:49

11 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ég er svona eins og Gunna Polly......typpastækkanir alveg hægri vinstri, jú og peningar líka.

Gerða Kristjáns, 4.3.2007 kl. 18:50

12 Smámynd: Gerða Kristjáns

Á meðan ég man....þar sem ég er ekki með emailið þitt til að spyrja privat......verður gefið út á næstunni lífsreynslusögublað vikunnar ?

Gerða Kristjáns, 4.3.2007 kl. 18:55

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Emailið mitt er gurri@mi.is.

Ég skal spyrja að þessu með lífsreynslublaðið. Það var gert fyrir mörgum árum og sló í gegn. Snjallt að gera það í sumar ... gaman að grípa með sér slíkt aukablað með Vikunni. En þá þurfa líka bloggvinirnir að segja mér fullt af sögum; ástarsögur, hryllingssögur, harmsögur, spennusögur ... og hvaðeina sem lífið býður upp á! Og allt sannar, að sjálfsögðu. En það má breyta aðeins til að liðið þekkist ekki.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.3.2007 kl. 18:58

14 identicon

Elskar að strauja segirðu...hmmm.. Er skyrtufíkill nefnilega, væri nú ekki slæmt að búa svona eins og 2km nær, þá væri bunki handa þér reglulega að strauja. Þeas ef þú ert hreinn fíkill og gerir þetta til að fá rush... Nýbúinn að gefa helling af skyrtum í rauðakrossinn hér uti. Átti 54stk, nu á ég bara 12 . En það góða við að hafa gefið þær er að, þá fær einhver sem þarf á því að halda að líta út eins og töffarinn ég.

TIDDI (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 19:56

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ohhhh, hvers vegna sendir þú þær ekki til mín. Ég hefði getað dundað mér við að þvo þær, þurrka, strauja, þvo, þurrka, strauja, þvo .... Hehehhehe!

Mér líst vel á þetta hugarfar, aldrei of mikið af flottum töffurum eins og þér (eða eins og ég ímynda mér að þú lítir út)

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.3.2007 kl. 20:12

16 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Gerði þetta allt saman um helgina líka, plús fékk gesti í mat í gær.  (Sleppti náttúrulega kattasandinum af skiljanlegum ástæðum).  Þarf að heyra í þér, gæti verið með viðmælanda fyrir þig í forsíðuviðtal.

Sigríður Jósefsdóttir, 5.3.2007 kl. 10:16

17 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Grafarþögn, það líst mér vel á!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.3.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 628
  • Frá upphafi: 1506027

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband