Síðasta viðvörun, Jack Bauer

Jack BauerHelsti galli minn (eða kostur) er trygglyndi. Ég hef horft á 24 frá upphafi en mér finnst þátturinn orðinn fyrirsjáanlegri en Blogg and the bjútífúl.

Er hætt að horfa á Lost út af bullinu þar og kannski bý ég mér til meiri tíma í lífinu með því að hætta með Jack Bauer! Gef honum einn séns í viðbót.

 
Get ómögulega smellt mér í sápugírinn, skáldagyðjan í pásu í bili, gæti tengst slæmum fréttum en dóttir vinkonu minnar berst fyrir lífi sínu, nýbúið að greina hana með hættulegan sjúkdóm!

Svona fréttir eru lamandi og maður verður eitthvað svo hjálparlaus, getur ekkert gert, verst að vinkonan býr í útlöndum, annars væri ég hjá henni núna.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Einarsson

Bauerinn klikkar ekki enn kannski þynnist efnið með tímanum. Bíð núna spenntur að fara horfa á 24 á Stöð 2 plús vegna þess að ég þurfti að sækja þann eldri í KEF úr ökuskóla. Vissir þú að það á að gera aðra seríu og jafnvel tvær?

Bragi Einarsson, 4.3.2007 kl. 21:57

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Á meðan þetta fer ekki út í sama bullið og í Lost þá held ég að fólk nenni að horfa. Þetta er orðið mjög formúlukennt. En kannski var ég ekki í rétta skapinu í kvöld, ætla að gefa Bauer einn séns í viðbót! Þetta var samt ekkert slæmur þáttur í kvöld, óvæntur vinkill kom á málin!!! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.3.2007 kl. 22:05

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Empathy vegna dóttur vinkonu þinnar.  -  Við persónur og leikendur í B&B fyrirgefum þér og getum alveg notað smá-frí. - Hefurðu lesið um hvað þeir sem ekki blogga á Moggabloggi kalla það? Plebbalegt.... ...Hahahaha, eymingjans greyin.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.3.2007 kl. 22:29

4 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ég sá fyrstu seríuna af 24, síðan ekki meir.

Gerða Kristjáns, 4.3.2007 kl. 22:31

5 identicon

Ég á allar seríurnar af 24 á DVD - elska þættina. Mitt uppáhald í dag ásamt Heroes, svo skora allir CSI-þættirnir hátt...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 22:52

6 Smámynd: Gunna-Polly

líkið vill deita Bauerinn horfði á 1 seriíu lost og 2 fyrstu í 2 seríu eftir það varð ég lost og hætti að horfa 

vonandi  batnar dóttur vinkonu þinnar  

Gunna-Polly, 4.3.2007 kl. 22:58

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, ég er eiginlega komin með móral yfir aumingja Jack. Var nýbúin að fá fréttirnar frá vinkonu minni og þá verður eflaust allt frekar leiðinlegt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.3.2007 kl. 22:59

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ég gafst upp á Bauer og co um miðja þriðju seríu. Gafst upp á Lost á öðrum þætti núna í þriðju seríu. Er að horfa á aðra seríu af House og bíða eftir þriðju seríu af Grey's. Vonandi endast þær betur...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 4.3.2007 kl. 23:06

9 Smámynd: Saumakonan

öööö... hvað er 24?????   Verð að viðurkenna að ég hef aldrei horft á þá... það er svona að búa í langtíburtistan og vera með fótstigið sjónvarp thíhíhí   já og ekki tala um internetið... kallinn orðinn langþreyttur á hjólinu svo ég geti bloggað!

en vona innilega að þetta fari allt vel hjá vinkonu þinni og dóttur hennar... ömurlegar svona fréttir og manni finnst maður vera mjög lítill í þessum stóra heimi   (fékk sjálf að frétta 2 andlát sitthvorn daginn núna )

Saumakonan, 4.3.2007 kl. 23:21

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ætla einmitt að hringja í vinkonu mína á morgun. Það er það minnsta sem hægt er að gera!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.3.2007 kl. 23:46

11 Smámynd: www.zordis.com

  styrkur til vinkonu þinnar og vonandi að hún nái sér ......

www.zordis.com, 4.3.2007 kl. 23:47

12 Smámynd: Ester Júlía

Vona að dóttir vinkonu þinnar nái sér ....svona fréttir eru sláandi og allt annað verður svo lítilfjörlegt ..kærleikskveðja

Ester Júlía, 5.3.2007 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 626
  • Frá upphafi: 1506025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband