5.3.2007 | 11:32
Hættulegt!
Las á mbl.is að 11 manns hafi verið kærðir fyrir of hraðan akustur á Akranesi. Glæsilegt hjá löggunni!!! Ég sat á Skrúðgarðinum, kaffihúsinu góða við Kirkjubraut, á laugardaginn um sexleytið þegar rauður sportbíll keyrði fram hjá á miklum hraða! Svo miklum að ef t.d. ung móðir með barnavagn væri á leið yfir götuna hefði bílstjórinn tæplega getað stoppað bílinn! Vonandi var þessi ökumaður/ökukona ein/n þeirra sem löggan náði!
Skil ekki þessa þörf að gefa allt í botn á aðalgötu bæjarins þar sem umferð gangandi vegfarenda og annarra ökutækja er mest! Við hin horfum ekki aðdáunaraugum á tryllitækið ... það er misskilningur en við gerðum það ef það æki hægar svo að við næðum að sjá það!!! Urrrrr, ég þoli ekki hraðakstur nema í flugvél rétt áður en hún tekst á loft ... það er það skemmtilegasta sem ég veit!
Fyndið ... einu sinni sótti erfðaprinsinn mig í Háskólabíó á bílnum sínum, þá 17 ára. Hann var ansi rogginn og vildi meina að hann væri skrambi góður bílstjóri. Ég man ekki hvað ég taldi mörg umferðarlagabrot á þessari stuttu leið upp á Hringbraut/Hofsvallagötu þar sem ég bjó þá.
Drengurinn fór m.a. yfir heila línu, hann fór fram úr á gatnamótum, ók á tæplega 50 km/klst þar sem leyfilegt var að aka á 30 (reyndar var þetta um kvöld, engin skólabörn).
Ég uppgötvaði þetta kvöld að það sem 17 ára unglingur telur vera góðan ökumann er ekki það að fara eftir umferðarlögunum, heldur komast upp með aka eins hratt og hægt er og fara ekki eftir umferðarlögum án þess að löggan nappi viðkomandi eða hann lendi í slysi. Svona eins og í glannamyndunum í bíó, Fast and the Furious!
Erfðaprinsinn hlær að þessu í dag ... en töffaragangurinn var bara svo mikill á þessum tíma ... en ég verð eilíflega þakklát lögreglunni í Kópavogi fyrir að leggja drenginn í einelti (eins og hann kallaði það) og sekta hann miskunnarlaust fyrir hin allra vægustu umferðarlagabrot! Hann lærði mikið á því! Hann hlustaði ekki á nöldrið í móður sinni af því að hún hafði ekki keyrt sjálf svo lengi ... og hafði alla sína visku úr Formúlunni ...
Þetta með Formúluna er hárrétt, ég var búin að steingleyma þessu með óbrotna línu ... þangað til Ralf Schumacher var sektaður svakalega fyrir þetta þegar hann ók út af viðgerðasvæðinu.
11 kærðir fyrir hraðakstur á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 626
- Frá upphafi: 1506025
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 512
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér með að löggan verður að taka hart á svona umferðarbrotum hjá ungum ökumönnum svo þeir læri sína lexíu. Ég hef vit á því að vera ekki með bílpróf þannig að löggan þarf ekki að eyða tíma í að eltast við mig
Björg K. Sigurðardóttir, 5.3.2007 kl. 12:01
best að keyra á 30 á þessum slóðum....
Ólafur fannberg, 5.3.2007 kl. 12:17
Það sem kemur við budduna.. það læra menn af er reynslan! Um að gera að hafa bara andsk.. nógu háar sektir og þá kanski lærir fólk eitthvað!
Saumakonan, 5.3.2007 kl. 13:07
Hjartanlega sammála þér. Ef þeir keyra of hratt þá nær maður ekki að dást að kerrunni. Alger misskilningur hjá þessum ungu ökumönnum að keyra svona hratt, og því gott ef löggan fer í eineltisham þegar þeir eru á götunum.
Frænkubeib (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 13:17
Hvernig væri nú að leggja því lið að þeir sem vilja leika sér á bílum fái að gera það. Það vantar leiksvæði fyrir þetta fólk. Öðruvísi verður þetta ekki fjarlægt af götunum. p.s Guðríður, er í lagi að aka á 50 þar sem má bara aka á 30 ef það er um kvöld? Þú gefur í skyn að það sé í lagi að brjóta reglurnar, stundum.
Birgir Þór Bragason, 5.3.2007 kl. 14:27
Mikið ertu alltaf skynsöm elskan mín.
Steingerður Steinarsdóttir, 5.3.2007 kl. 14:31
Hjartanlega sammála þér, Birgir, það vantar almennilega "hraðbraut" til að leika sér á!!! Þá væri ég örugglega komin á bíl og þetta væri uppáhaldsstaðurinn minn.
Æi, það mátti misskilja orð mín þannig að það væri í lagi að stráksi æki of hratt ... ég var pínkulítið að reyna að afsaka hann með því að engin börn hefðu verið á ferli ... Mér finnst ekki í lagi að brjóta reglurnar stundum! Stundum skrifar maður hraðar en maður hugsar ... sorrí!!!
Og já, Steingerður, ég er æði!!! Hehhehe
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.3.2007 kl. 14:44
Einhvern tímann stakk ég uppá því hér á Blogginu að það ætti gera farartækið upptækt hjá þeim sem stunda svona hraðakstur, við fyrsta brot! Og hana nú!
Bragi Einarsson, 5.3.2007 kl. 14:47
Ég hugsa stundum til þess með skelfingu hvernig ökulag var hjá mér 17 - 18 ára. Þegar kannað var hvað bíllinn komst hratt úti á malarvegum. Eða þegar farið var í spyrnu á götum borgarinnar. Eftir að hafa velt bílnum út í móa og slasað farþega var mér skyndilega kippt inn í kaldan veruleikann.
17 ára krakkar hafa ekki þroska til að átta sig á hvað bílar geta verið hættuleg verkfæri.
Jens Guð, 5.3.2007 kl. 15:15
Þú ert greinilega frábær pabbi, Guðmundur! Bílar eru sannarlega hættuleg verkfæri. Mér tókst fyrir rest að sannfæra strákinn um að bíll er bara tæki til að komast frá A til B. Ekki leikfang!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.3.2007 kl. 17:04
Það er þetta með leikföngin.
Birgir Þór Bragason, 7.3.2007 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.